613. Að reykja hass með skólastjóranum

Í Morgunblaðinu í dag (þriðjudag) er alllöng grein um einelti á Selfossi. Ég er nú svo slæmur að ég var ekki einu sinni að lesa blaðið heldur bara að fletta því þegar eftirfarandi setning stökk í andlitið á mér: "Hún er ekki sátt við viðbrögð skólayfirvalda í máli sonar síns sem játaði að hafa neytt hass á fundi með skólastjóra." Fyrr má nú aldeilis fyrrvera spillingin. Strákarnir bara í hassneyslu með skólastjóranum. 

Nei annars, auðvitað er þetta útúrsnúningur en svona skrifa ekki aðrir en þeir sem alls ekki kunna að skrifa. Fyrsta boðorð við blaðaskrif (og bloggskrif reyndar líka) er að lesa skrifin yfir. Það hefur ekki verið gert þarna, því hver meðalgreindur maður sér við yfirlestur, að þetta er herfilega illa orðað þó hægt sé að lesa í málið og skilja hvað vesalings skrifarinn á við. Auðvitað gera allir vitleysur en ég hélt að óvaningar væru látnir æfa sig á mbl.is til að skrifin á Morgunblaðinu væru í lagi. Hvers vegna í ósköpunum var prófarkalestri hætt á Mogganum?


mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski ekki von að gott málfar blómstri hjá þjóðinni þegar við eigum Alþingismenn sem taka hlutina föstum vettlingatökum...

Malína 24.2.2009 kl. 18:05

2 identicon

Hvert er mottóið hjá þeim stjórnendum Í FUS "ekkert aðkomulið". Það tjáði mér móðir stúlku sem kom úr litlu þorpi utan að landi 16 ára fór hér í skóla og eftir fyrsta árið sagði hún, ég skal fara hvar sem er í skóla bara ekki þennan. Hvernig er með kennara og aðra foreldra var ykkur ekki kennt að koma vel fram við nýja nemendur og reyna að koma þeim sem er feimnir með í t.d. hópavinnu. Það er líka einelti að láta sem fólk sé ekki til.

Guðdís 24.2.2009 kl. 18:07

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

FSU

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.2.2009 kl. 19:05

4 identicon

Fyrirgefið FSU á þetta að vera, takk Högni Jóhann

Guðdís 24.2.2009 kl. 19:59

5 identicon

Jahá góður kall kellingin hans

kveðja

Kolbrún 24.2.2009 kl. 20:55

6 identicon

Á ungling í Fsu og er hann mjög ánægður með skólann og starfsfólks hans.Það erum við foreldrar hans líka. Unglingurinn okkar kannast lítið við þessi læti en ég hef verið að spyrja hann þegar þessar fréttir koma upp. Fjölbrautarskóli Suðurlands er með um 1000 nemendur sem koma víðsvegar að. Veit að þar er unnið gott og metnaðarfullt starf. 4 íþróttaakademíur eru við skólann og þangað sækja nemendur víðs vegar af öllu landinu- ekki bara Suðurlandi. Þekki til að mynda nemendur sem koma langt að og hafa fallið vel inn í félagslífið og una vel við sitt. Þessi fréttamennska er eins og Sæmundur nefnir ekki bara vottur um illa skrifandi blaðamann heldur er þekkingarleysi hans á málinu algjört og mjög á annan veg sem ekki er gott. Frábær skóli, frábærir nemendur en alltaf einn og einn inn á milli sem skemma. Sorgleg staðreynd. Einelti á aldrei að líða og er ég viss um að unnið sé að þessum málum nú sem alltaf. Vonandi fer þetta vel þannig að allir geti einbeitt sér að því sem að máli skiptir.

Lárus 24.2.2009 kl. 21:29

7 Smámynd: Eygló

"Föstu vettlingatökin" eru alveg nauðsynleg, sérstaklega þegar "þjófar koma úr heiðskíru lofti"

Takk fyrir að koma inná íslenskt mál. Mitt hjartans mál.

Eygló, 25.2.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband