612. - Haraldur Hamar, blogghugleiðingar og fáeinar myndir

Í Kiljunni á miðvikudaginn var talað um Harald Hamar son Steingríms Thorsteinssonar skálds. Saga hans er um margt athyglisverð og var nokkuð rakin í þættinum. Einnig minntist Sigurður Þór Guðjónsson á hann á bloggi sínu. Svo hvarf það blogg en birtist aftur en virðist núna vera horfið einu sinni enn. Ég skil þetta ekki. Svo er Haraldur víst á Wikipediunni

Þegar ég horfði á Kiljuþáttinn rann upp fyrir mér að ég hef löngum ruglað saman tveimur Haröldum. Haraldur Hamar var á sínum tíma ritstjóri tímaritsins Iceland Review. Ég hef löngum talið að þetta væri einn og sami maðurinn og þess vegna ef til vill haldið ritstjórann frægari en hann var.

Það er ágætt er að geta hent inn á bloggið ýmsu sem verið er að velta fyrir sér. Bloggskrif lúta að mörgu leyti eigin lögmálum og fólk bloggar af ýmsum ástæðum. Les líka blogg af ýmsum toga. Sú tíð er löngu liðin að allir noti svipaða fjölmiðla á svipaðan hátt. Það frelsi sem Netið býður uppá til að stjórna sinni eigin andlegu neyslu er ómetanlegt. Bloggið er einn hluti af Netinu og alls ekki sá ómerkasti.

Áður fyrr réði fólk því hvaða bækur það las og hverja það umgekkst. Nú orðið ræður fólk fleiru sjálft og lætur ekki misgóða fjölmiðla ofan í sig mótmælalaust. Auk þess hefur bóklestur verulega dregist saman þó bókaútgáfa minnki ekki.

Guðni Ágústsson, sem þá var ráðherra, sagði frá því fyrir nokkrum árum að mikið magn peninga hefði fundist eða komið í ljós við athugun. Ekki man ég hvernig á þessum peningum stóð en hann sagði að ákveðið væri að byggja reiðhallir fyrir þetta fundna fé. Nú virðist reiðhöllum fara fjölgandi eftir sjónvarpinu að dæma og ætti fólk að geta riðið mikið.

Svo eru hér nokkrar myndir sem ég hef nýlega tekið.

 
IMG 1744IMG 1769IMG 1784IMG 1787IMG 1789IMG 1791IMG 1810IMG 1811IMG 1813IMG 1816

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ritstjóri IR kallaði sig ævinlega Harald J. Hamar. Kannski til aðgreiningar, það veit ég ekki.

Loksins koma myndir - það er langt síðan síðast. En gaman væri að fá skýringar með þeim, texta. Hvaða listaverk eru þetta, til dæmis?

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.2.2009 kl. 02:39

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Listaverkin veit ég lítið um. Þau eru bara fyrir utan eitthvert bílaverkstæði á Kársnesinu. Mér finnst þau samt flott.

Þó annar Haraldurinn væri með J en hinn J-laus þá ruglaði ég þeim saman. Einhverntíma var það sagt sem brandari að þeir væru bræður Jón Hefill Aðalsteinsson og Haraldur Klauf-Hamar. Móðir þeirra væri Jósefína Sög.

Sæmundur Bjarnason, 24.2.2009 kl. 02:57

3 Smámynd: Yngvi Högnason

Listaverkin eru á Kársnesbraut 106,fyrir utan vinnustofu Gríms Marinós Steingrímssonar. Bílaverkstæði er þar við hliðina. Sjá nánar:
http://www.simnet.is/grimurm/

Yngvi Högnason, 24.2.2009 kl. 09:36

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk, Ingvi. Einmitt það sem vantaði. Ég átti bara leið þarna framhjá og gat ekki stillt mig um að taka nokkrar myndir.

Sæmundur Bjarnason, 24.2.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband