10.2.2009 | 00:36
599. - Það er tungunni tamast sem er hjartanu kærast
Geir Haarde var í imbakassanum í kvöld og sagði óvart að allt snerist um kosningabaráttu hjá Sjálfstæðisflokknum. Meinti reyndar stjórnarandstöðu og leiðrétti sig. Allir stjórnmálaflokkar eru komnir í bullandi kosningabaráttu. Ekki síður Samfylkingin en aðrir. Kannski vilja þeir gera eitthvað almennilegt líka en kosningabaráttan er númer eitt. Það er enginn vafi í mínum huga að bloggið er komið til að vera. Það getur þó eflaust breyst og mun gera það. Áfram munu margir vilja tjá sig á þennan hátt. Sumir þykjast aldrei lesa blogg en flestir bloggarar finna að minnsta kosti fáeina lesendur. Annars væru þeir ekki að þessu. Hvernig á að blogga? Það er spurningin. Sjálfur er ég alltaf í vafa. Á ég að linka? Á ég að myndskreyta bloggið og reyna að láta það líta sem best út? Á ég að blogga langt eða stutt? Um hvað á ég að blogga? Sumir blogga bara fyrir fjölskyldu og nána vini og þá gjarnan ekki nema öðru hvoru. Aðrir eru alltaf að þessu. Jafnvel oft á dag. Já, spurningarnar eru endalausar. Lausnirnar sem ég hef fundið eru einkum þær að blogga frekar stutt í hvert skipti. Blogga reglulega og frekar oft. Um það bil daglega. Linka aldrei í fréttir. Og svo framvegis. Allt er þetta samt breytingum undirorpið. Einu sinni notaði ég ekki einu sinni fyrirsagnir. Ég númera bloggin mín alltaf og hef ekki séð aðra gera það. Sérviska í sérflokki. En hefur þetta áhrif? Ég veit það ekki. Kannski. En meðan mér finnst gaman að þessu og það truflar mig ekki við annað held ég því áfram. Að koma hugsunum sínum í orð með sæmilegum hætti er fyrst og fremst æfing. Að kalla lesendur sína fávita eins og sumir gera er oflæti. Pólitík snýst um skoðanir. Sínar eigin og annarra. Stjórnmál eru trúboð. Stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafa svikið okkur illilega undanfarin ár. Góð hugmynd er að gefa öllum þeim sem um stjórnmál og efnahagsmál hafa vélað að undanförnu langt frí. Hvað stjórnmálamennina varðar getum við gert það í komandi kosningum. Ekki með því að kjósa réttan flokk. Heldur með því að kjósa ný öfl. Stuðla að því að stjórnlagaþing verði haldið fyrr en seinna og að það fái raunveruleg völd. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur þetta er fínt eins og þú hefur það. Of langt blogg er þreytandi. Oft finnst mér nothæft þó að geta farið beint inn í frétt sem vitnað er í .
EE elle
EE 10.2.2009 kl. 05:54
Góð færsla hjá þér um Bloggið, Hjá mér er þetta tómstunda gaman í vetur(orðinn löggiltur)Maður hugsar svo margt og stundum langar mig að deila þeim með öðrum,er latur að lesa langa pistla.Þetta er góð æfing að koma hugsunum sínum á fram færi og jafnvel í sem fæstum orðum.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.2.2009 kl. 08:57
Næstum því öll blogg eru bara píp og kjaftæði! Og það er í fínu lagi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 12:08
Siggi: Margt fleira en bloggin eru bara píp og kjaftæði. Stundum finnst mér þau vera með því skásta.
Varðandi linka í fréttir þá eru fréttirnar oft orðnir bæði úreltir og illfinnanlegir þegar ég hef loksins eitthvað um þær að segja.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2009 kl. 18:22
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2009 kl. 18:25
Ég tók ekki einu sinni eftir þessu með linkana fyrr en þú dyggilega bentir á það.
EE
EE 10.2.2009 kl. 22:32
Það skiptir blessaða þjóðina minnstu máli hvernig á að róa lífróðurinn, heldur hvernig prófkjörin fara.
Eins gott að hafa forganginn á hreinu. Ekki satt ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 23:14
Jú, jú. En mikil afglöp í prófkjöri væri hægt að leiðrétta í kosningum. Prófkjörin og hverjir bjóða fram á hverjums stað er byrjunin og það má eiginlega engan tíma missa.
Sæmundur Bjarnason, 10.2.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.