598. - Sérkröfur verður að salta. Samstöðu er þörf

Mér finnst langþægilegast að vera beggja handa járn í flokkspólitískum skilningi. Þó ég sé stundum svo vinstri sinnaður að mér finnst sjálfum nóg um get ég ómögulega neitað því að Hólmsteinninn kemur oft vel fyrir sig orði, Davíð var slyngur stjórnmálamaður hér áður fyrr og Björn Bjarnason er rökfastur og skýr í hugsun.

Hallgrímur Helgason er í bókum sínum of gefinn fyrir ódýra orðaleiki en óþarfi að kalla hann Baugspenna fyrir það eitt að dangla í geirinn hans Bíls.

Var að hlusta á kastljósupptöku. Ógleymanlegt að hlusta á Simma og Arnþrúði. Sérstaklega þegar Simmi sagði eftir að hafa lýst því fjálglega að allir ættu að snúa bökum saman og bla bla bla, að það væru tvær þjóðir í landinu. Þá segir Arnþrúður, snögg upp á lagið. "Og eiga þær að snúa bökum saman?"

Stjórnmálamenn og aðrir sem fjasa um kreppuna í ljósvakamiðlum ruglast oft á milljónum og milljörðum. Eiginlega er það engin furða. Gott væri ef allar skuldir gætu minnkað sem því nemur.

Varðandi Davíðsmálið vil ég bara segja það að þrátt fyrir deildar meiningar um margt verður ekki deilt um það að hann hefur sýnt forsætisráðherra landsins yfirgang og ókurteisi. Mál virðast nú vera að þróast á þann veg að vera Davíðs í Seðlabankanum er orðin svo táknræn að hann verður að víkja. Því miður er þetta mál að verða svo pólitískt að hvernig hann fer getur skipt verulegu máli. Jóhönnu er trúandi til að meðhöndla þetta mál með þeirri mildi og ákveðni sem til þarf.

Í komandi kosningum getum við sýnt valdamönnum hver hugur okkar er. Sem betur fer trúi ég því að mark sé takandi á kosningum hér. Ef takast á að koma á markverðum stjórnarfarsbreytingum er mikilvægt að það komi fram í kosningunum í apríl. Mikil þörf er að stilla saman strengi. Allir verða að stefna í svipaða átt. Sérkröfur verður að salta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Sæmundur, finnst þér ekki forsætisráðherra fara fram með offorsi í þessu máli ?  Mega embættismenn, burtséð frá því hver það er, eiga von á slíkum hreinsunum sem nú eiga sér stað og staðfest er með bréfi Jóhönnu til bankastjóranna - allra - í Seðlabankanum.  

Er þetta hið Nýja Ísland sem fólk er að krefjast - fótumtroða lög og mannréttingi og gerða samninga ??

Viljum við beita hnefavaldi til að koma mönnum frá, eru þeir fyrirfram sekir án sönnunar ?

Hverskonar samfélag er þetta að verða ég bara spyr ??

Ég segi nei takk. 

Sigurður Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, mér finnst forsætisráðherra ekki hafa komið fram með offorsi. Mér finnst mikil ókurteisi að ansa honum ekki. Það stendur uppá Alþingismenn að leysa þetta mál. Offors leysir ekki neitt. Sama hvaðan það kemur.

Sæmundur Bjarnason, 9.2.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

SISI saknar greynilega spillingaraflanna sem hafa verið við lýði hér í 18 ár... 

Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 12:10

4 identicon

Hvað vakti fyrir fólki að koma pólitíkus inn í ópólitískan Seðlabankann? Yfirseðlabankastjóri ætti að víkja þó það væri eina forsendan, að mínum dómi.  Hins vegar er hæpið að pólitíkusar geti bara rekið hina seðlabankastjórana tvo, Eirík og Ingimund (þó Ingimundur hafi að vísu sagt af sér núna) sem voru hálærðir hagfræðingar og ópólitískir. 

EE elle

EE 10.2.2009 kl. 06:08

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Mér sýnist nú svar þitt falla um sjálft sig eftir afsökunarbréf Jóhönnu til tveggja af þremur bankastjórum Seðlabankans.  Þetta var offors og ekkert annað, beint gegn einum bankastjóra, en aðrir urðu fyrir barðinu.

Auðvitað á Jóhanna að segja af sér í kjölfarið á þessum ofbeldisverkum. 

Og þetta hefur, Sæmundur, verið pólitískt mál frá upphafi.  Það sjá það allir heilvita menn.

En sem betur fer ætlar Eiríkur ekki að hætta fyrr en í Júní, þá verður vonandi búið að koma þessari vinstristjórn frá.  Jóhann á að sjálfsögðu að koma fram og biðja þjóðina og þessa menn opinberlega afsökunar og segja svo af sér í kjölfarið.

Sigurður Sigurðsson, 11.2.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

miðað við bloggfærslur SISI á hans eigin bloggi þá er hann öfgamaður til hægri.. og fífl :)

Óskar Þorkelsson, 11.2.2009 kl. 16:26

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Óskar Þorkelsson, svona ummæli dæma sig sjálf. 

Vil þó ekki kalla þig fífl sjálfan þó mig dauðlangi til þess.

Sigurður Sigurðsson, 12.2.2009 kl. 15:02

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kallaðu mig það sem þú vilt SISI en færslur þínar á þínu bloggi og svör þín til annara benda eindregið til þess að þú sért hægri öfgamaður og því að mínu áliti fífl ;)

Óskar Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband