31.1.2009 | 00:07
588. - "Forseti, segðu af þér" segir Agnes Bragadóttir
Agnes Bragadóttir skrifar pistil í Morgunblaðið í dag (föstudag) sem heitir: "Forseti, segðu af þér". Þar skorar hún á Ólaf Ragnar Grímsson að segja af sér sem forseti og segir meðal annars: "Fyrirgefðu Ólafur! Það er ekkert eðlilegt að við séum upplýst um þinn vilja í efnum sem þér koma einfaldlega ekki við. Þú átt að hafa vit á því að halda þig á mottunni og láta stjórnmálamönnum eftir að rækja sitt hlutverk." Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og þó mér leiðist oft rausið í honum og útrásarvíkingarnir hafi platað hann þá vil ég ekki að Agnes Bragadóttir ráði því hvað honum kemur við. Hana hef ég aldrei kosið til neins. Reyndar er ég ekki heldur vanur að lesa Morgunblaðið en líklega hefur fleirum en mér fundist þessi pistill hennar athyglisverður því ég rakst á hann ljósritaðan áður en ég fletti honum upp í Mogganum. Þar er hann við hliðina á forystugreinunum í miðopnu blaðsins. Þetta með hvalveiðarnar hjá honum Einari Guðfinns er bara fíflalegt. Svona haga ráðherrar sér ekki. Eflaust finnst honum þetta snjallt. Margir verða fegnir að geta stundað hvalveiðar, en Einar gerði þetta einkum til að spilla fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Ég er stuðningsmaður hvalveiða en get ekki lokað augunum fyrir áliti umheimsins. Ástandið í stjórnarmyndunarviðræðunum er þannig núna að Sigmundur Davíð er í örvæntingu að reyna að bjarga andlitinu. Þegar ég vann hjá Heildverlsun Hannesar Þorsteinssonar var til stofnun sem hét Gjaldeyrisdeild bankanna. Ingólfur í gjaldeyrisdeildinni komst oft á fyllerí útá það eitt að vinna þar. Auglýsingar í Stefni sáust aldrei. Voru samt dýrar og heildsalar og margir fleiri máttu gjöra svo vel að borga. Allir vissu að þetta var bara gjald sem þurfti að greiða í flokkssjóðinn eina og sanna. Einhverju sinni fórum við í skólanum í Hveragerði í Þjóðleikhúsið að sjá leikritið um Don Camillo. Don Camillo var kaþólskur prestur í ítölskum smábæ og sögur af honum mjög vinsælar um þetta leyti. Mér hefur aldrei brugðið annað eins í leikhúsi og þegar allt í einu var skotið á Don Camillo þar sem hann var í mesta sakleysi að mála húsið sitt. En svona er mafían. Sumum bregður ekki bara. Þeir týna lífinu. Svo eru fleiri en mafíósar afbrotamenn. Þeir sem stela eyri ekkjunnar til að geta frílistað sig í útlöndum eru verri en mafíósar. Þeir eru útrásarvíkingar. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég vil Ólaf Ragnar burt ekki fyrir hvað hann er að ybba sig um hvað stjórnarflokkarnir eru að gera, heldur fyrir þátt hans með mönnunum sem stálu eyri frá ekkjunni eins og þú orðar svo skemmtilega. Reyndar vill ég Vestfirðingurinn Hvalveiðar ekki spurning og vil ég segja að þetta er það gáfulegasta sem Einar Kr hefur gert síðan hann komst í ráðherrastól. Var hinsvegar ekki hrifin að láta 30 þúsund tonna kvóta í hendur örfárra kvótaeigenda, það hefði átt að selja hann hæstbjóðendum.
Guðrún Vestfirðingur 31.1.2009 kl. 00:23
Mér finnst Ólafur ekki hafa staðið sig eins vel í embættinu og gera mátti ráð fyrir. Hafi breytt embættinu á margan hátt til hins verra. Ólafur hefur meira vit á stjórnskipulagi en flestir þeirra sem hæst hrópa á hann. Að frádregnum íburðinum og útrásarvillunni hefur hann staðið sig ágætlega.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 00:40
Að frádregnum íburðinum og útrásarvillunni....???
Nægir þetta ekki?
Hlynur Jón Michelsen, 31.1.2009 kl. 01:41
Hlynur, ég skil þig ekki alveg. Nægir þetta ekki til hvers? Til að taka undir með Agnesi? Til að vilja losna við Ólaf? Til að allt annað sem hann hefur gert sé einskis virði? Ég get ekki verið á móti honum nema vita hvað annað stæði til boða. Stjórnleysi? Geir Haarde? Bara eitthvað annað?
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 01:58
Það er leiðinglegt að Ólafur R. Grímsson lét hégómann hlaupa undan sér. ÓRG er í sjálfu sér fínn forseti, að mér finnst. Hann tók aðra Norðurlandaleiðtoga sér til fyrirmyndar og opnaði leiðir fyrir viðskipti sem eru nauðsynleg fyrir þróun samfélagsins. Það er afskaplega leitt að sjá að bakland fosetans voru einungis nýju föt keisarans, því í huga mér er ekkert nema heilræði sem fyllir huga forsetans.
Forsetann og þjóðina er nú búið að hafa að algeru fífli. Þegar fólk loksins áttar sig ekki á muninum á orsökum og afleiðingum, þá þarf það a.m.k. að hugsa aftur. Ég sé ekki betur en að ÓRG hafi gengið sér til óbóta að hylla þjóðina á erlendum vettvangi, 24/7/365. Ef ég lenti í sömu aðstöðu og forsetinn er í núna, þá væri ég vitanlega ráðavilltur og því er um að gera að styðja karlinn í embættinu og gera hann sterkari. Allir voru ánægðir með hann meðan "góðærið" varaði, en svo á bara að henda honum í ruslið. Það segir væntanlega meira um fólkið en sjálfan forsetann.
Undir kringumstæðunum gerði ÓRG vel. Það verður ekki aftur tekið. En vegna svika baklandsins, þá er það einungis virðingarvert að gefa manninum færi á að sýna hvað hann getur gert til að laga hlutina, í versta falli afsögn í hans tilfelli.
nicejerk 31.1.2009 kl. 03:45
Mafían er víðtækt orðtak. Í dag er opinbera mafían löngu búin að yfirtaka aðrar mafíur. Fólk er ráðið ævilangt í opinberar stöður og því fylgir mafía. Stöðunni fylgir nefnilega vald sem getur skorið úr um hvort ákveðið verkefni verði framkvæmt. Á Íslandi skiptir máli hvort þú sért í réttum flokki til að fá verkefnið, í Kína veltur það á innihaldi rauða umslagins. Eiginhagsmunir eru hafðir í hávegum í báðum tilfellum, svo mafían mun alltaf lifa með okkur. Það þarf óeigingjarna til, svo mafían þrífist ekki, en ætli svoleiðis Íslendingur finnist?
nicejerk 31.1.2009 kl. 03:57
Tek undir hvert orð um Agnesi og forsetann.
Helgi Jóhann Hauksson, 31.1.2009 kl. 05:10
Mafía þýðir í hugum flestra samtök um að sniðganga lögin. Upphaflega kemur Mafían frá Ítalíu (Sikiley) og er óhemju sterk víða. Nánast ríki í ríkinu með sína eigin siði og venjur. Að tala um opinbera Mafíu og margar slíkar er bara að drepa málinu á dreif og rugla fólk í ríminu. Í Bandaríkunum er talað um skipulagða glæpastarfseni þegar átt er við Mafíuna en óheiðarlegir embættismenn verða ekki sjálfkrafa mafíósar. Ekki eru heldur öll afbrot framin af skipulögðum samtökum.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 05:15
ÓRG baðst þó afsökunar (eða því sem næst) á afskiptum sínum af málefnum útrásarvíkinga og það fyrir löngu síðan. Það mundi engu bjarga þó Ólafur segði af sér. Tilgangsleysið einbert. Hver ætti að taka við? Ætti hann að segja af sér bara til að Agnesi liði betur? Það er reyndar hægt að hugsa sér að sú stjórnarmyndun sem nú er reynd mistakist og til kasta ÓRG komi. Líka við stjórnarmyndun eftir kosningarnar í vor. Ef af stjórnlagaþingi verður ræðst framtíð forsetaembættisins þar en vonandi ekki á síðum Moggans.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 05:29
Þér dettur ekkert í hug Sæmundur að það séu fleiri en Agnes sem hafa þessa skoðun um að Ólafur ætti að segja af sér, það er talað um nýtt og betra Ísland, menn og konur látin taka pokann sinn, ríkisstjórn, bankastjórnir, fjármálaeftirlit, væntanlega seðlabankinn, sá eini sem var í framsveit þessa útrásavíkinga og situr sem fastast er maðurinn sem ætti að bera nafni Ragnar Reykás, þannig kemur hann út í mínum augum
Sævar Matthíasson 31.1.2009 kl. 11:33
Varðandi ákvörðun Einars Kristins Bolvíkings um hvalveiðar, þá ber að hafa í huga, að frekari hvalveiðar okkar Íslendinga munu hafa mjög neikvæð áhrif á sölu fiskafurða og annarra sjávarafurða erlendis. Þetta snýst ekki um einhverja tilfinningasemi af minni hálfu allavega. Við erum núna að berjast við hraðlækkandi verð á fiski á erlendum mörkuðum samfara sölutregðu, því þorskurinn okkar er einfaldlega lúxusvara eða því sem næst á matvælamörkuðum. Ef þessi meira og minna trylltu dýraverndarsamök fara að beita sér af aukinni hörku gegn okkur, munu miklu fleiri störf tapast en kunna e.t.v. að verða til sem sumarvinna í hvalstöðinni hans Kristjáns Loftssonar. Við megum ekki við meiri tekjurýrnun um þessar mundir. Við verðum bara að sætta okkur við það.
Ellismellur 31.1.2009 kl. 12:20
það stendur hvergi í stjórnarskránni að forsetinn skuli vera skoðanalaus larður. þvert á móti stendur að ráðherrar framkvæmi vald hans. já, vald hans. ég tel að í raun feli stjórnarskráin forsetanum meira vald en margir telja.
hvergi er þó getið um vald Moggablaðamanna.
Brjánn Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 12:54
Ekki má gleyma að Ólafur var kosinn beinni kosningu af þjóðinni, en það þykir einmitt mjög fínt í dag og það sem koma skal á hinu nýja Íslandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 31.1.2009 kl. 13:11
Baugsmiðlarnir sáu um að koma honum aftur í embættið svo hann gæti haldið áfram að auka tiltru erlendra aðila sem þýðir aukið lánshæfi hryðjuverkahóps okkar heimalands.
BURT MEÐ ÞENNAN HELVITIS HALVITA!
Jónas Jónasson, 31.1.2009 kl. 14:12
Sævar Matthíasson: Það getur verið að betri menn finnist einhvers staðar en hvernig á að finna þá og koma þeim í embættið?
Ákvörðun Einars um hvalveiðar var tekin til að reyna að trufla stjórnarmyndun og það hefur kannski tekist.
Brjánn og Emil: Tek undir með ykkur.
Jónas Jónasson: Þitt tillegg er varla svaravert. Vísa samt í svar mitt til Sævars Matthíassonar.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 16:32
Ég var heldur ekkert að spyrja.
Jónas Jónasson, 31.1.2009 kl. 16:57
Ekki hef ég lesið það sem Agnes skrifar um forsetan. Það hefur nú verið svo að sjálfstæðismönnum hefur alla tíð þótt Ólafur hin mesta plága verið mjög illa við hann ,Agnes er nú ekki hátt skrifuð hjá mér ,Víst kemur honum við hvað stjórnmálamenn gera fyrir mér finnst mér hann vera sá öryggisventill gagnvart framkvæmdavaldinu sem þjóðin kaus hann til meðal annars .
Það að halda því fram að honum komi ekkert við hvað stjórnmálamenn eru að sýsla er algjört rugl ég spyr þá af hverju taka enginn lög gildi fyrr en hann er búinn að skrifa undir ,er það ekki til þess að það rati ekki í lög einhver vitleysa sem vel getur gerst .
Ólafur fór á flug eins og við hin ,en hann sagði að hann hefði gert mistök þar, það er meira en margur hefur gert .
Næstu forsetakosningar eru eftir 3 ár og býst við að þá komi nýir fram sem vilja komast í þetta embætti nema að búið verði að breyta því í stjórnarskránni .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 31.1.2009 kl. 22:51
Alveg sammála þér Guðmundur. Ólafur er minn forseti og þó hann sé alls ekki gallalaus og hafi í mörgu hagað sér öðruvísi en ég átti von á þá er engin ástæða til að hlusta á Sjallana í þessu máli.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2009 kl. 23:06
ég haf alltaf sagtum Óla grís að skítur sé skítur þó hann fari í spariföt
sigurbjörn 31.1.2009 kl. 23:57
Gæti ekki verið meira sammál Agnesi. Forsetinn hefur farið fremstur í flokki með útrásarvíkingunum, þvælst til Katar og Lúx og allt þar á milli til að klippa á borða, þotið um loftin blá í einkaþotum útrásarófétanna, varið þá fram í rauðan dauðann, hengt á þá orður og borða, komið í veg fyrir lög sem koma þeim illa..... þarf meira til?
Soffía 1.2.2009 kl. 00:08
Tek 100% undir það!
Sif 2.2.2009 kl. 23:59
100% sammála Agnesi...........
Sif 3.2.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.