22.12.2008 | 00:08
550. - Varaðu þig Valnastakkur, fallinn er hann Fjögramaki.
Á fyrri tímum er sagt að átján skólapiltar frá Hólum hafi lagst út og hafst við í Surtshelli. Af þeim er nokkur saga og er hún nefnd Hellismannasaga. Tvo kvenmenn höfðu þeir hjá sér og áttu börn með þeim en sagt er að þeim hafi verið drekkt. Sér til matar rændu þeir fé bænda, einkum Hvítsíðinga. Ekki fóru þeir leynt en vopnaðir voru þeir og ferðuðust jafnan margir saman. Byggðamenn hræddust þá og þorðu ekki á þá að ráðast. Bóndasonurinn úr Kalmanstungu tók að sér að ráða niðurlögum Hellismanna. Hann fór til þeirra og vildi ganga í flokkinn og vera sem einn af þeim. Ekki leist þeim vel á það en tóku þó við honum um síðir. Eftir langan tíma og miklar mannraunir tókst bóndasyni loks að komast til byggða meðan Hellismenn leituðu kinda og smöluðu saman. Söfnuðu byggðamenn liði og komu að Hellismönnum sofnandi í Vopnalág og tóku frá þeim vopn öll. Valnastakkur hét foringi Hellismanna og reyndu byggðamenn að drepa hann fyrstan allra. Það mistókst því engin járn bitu á stakk þann úr sauðarvölum er hann hafði yfir sér. Höggið kom á þann mann sem næstur honum lá og tók af höfuðið. Þá vöknuðu Hellismenn og einn þeirra hrópaði. "Varaðu þig Valnastakkur, fallinn er hann Fjögramaki." Fáir Hellismanna voru unnir í Vopnalág heldur tvístruðust þeir í allar áttir án þess að hafa vopn sín og byggðamenn unnu á þeim smám saman og eiga mörg örnefni uppruna sinn í því. Einn Hellismanna hét Eiríkur og forðaði hann sér á handahlaupum upp undir jökul sem síðan fékk af honum nafn og er nefndur Eiríksjökull. Sagan segir að hann hafi komist undan byggðamönnum einn Hellismanna þó af honum hafi verið annar fóturinn eftir viðureignina við lið þeirra. Að þessu loknu fóru byggðamenn í hellinn og vörðust konurnar tvær sem þar voru þeim vasklega lengi vel en máttu ekki við margnum. Af afdrifum Eiríks og bóndasonarins úr Kalmanstungu eru misjafnar sögur og verða þær ekki raktar hér. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gaman að rifja þessa sögu upp, takk.
En hvernig var það... kom ekki fram í sögunni af hverju skólapiltar lögðust út?
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:20
Nei, ég hef hvergi séð hvers vegna þeir gerðu þetta. Veit heldur ekki nákvæmlega hvenær þetta var. Sú útgáfa sem ég studdist við er í Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Það væri eflaust hægt að kanna þetta miklu betur.
Sæmundur Bjarnason, 22.12.2008 kl. 01:31
hvenær er talið að þessi saga hafi gerst ? 13 öld ?
Óskar Þorkelsson, 22.12.2008 kl. 15:24
Tímasetningar á þessu held ég að séu dálítið á reiki. Kannski er þetta allt saman byggt á munnmælasögum frá ýmsum tímum.
Sæmundur Bjarnason, 23.12.2008 kl. 01:42
Það er einmitt það sem ég hef rekið mig á Sæmi með þessar sögur.. en ég hef einhvern grun um að flestar þeirra hafi gerst fyrir svarta dauða.. en hvað veit ég svosem :)
Óskar Þorkelsson, 23.12.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.