19.12.2008 | 00:15
547. - Áframhaldandi pælingar um DV-málið og ýmislegt fleira
Fæ oftast ekki mikið af athugasemdum með gagnrýni á mig og mín skrif. Við BenAx ( líklega Benedikt Axelsson) vil ég bara segja að ég veit ekkert hvernig kaupin gerast á DV-eyrinni. Bara að spögulera. Sisi sem ég veit ekkert hver er skilur mín skrif á sinn hátt og ég get ekkert að því gert. Hef áður skrifað um sjálfsgagnrýni á fjölmiðlum og held að hún sé jafnvel verri en önnur. Miklu algengari líka. Baldur fullyrðir líka eitthvað sem ég held að hann viti ekki fyrir víst. Eitthvað er að breytast varðandi mótmæli og þessháttar. Fréttir eru líka orðnar talsvert öðruvísi en var. Ég er ekki frá því að alvarleiki fjármálakreppunnar sé farinn að renna upp fyrir fjölmiðlungum. Stórlega skertum lífskjörum almennings næstu árin er ekki hægt að stinga undir stól. Þegar íslenska sjónvarpið hóf göngu sína árið 1966 spáðu margir illa fyrir öðrum fjölmiðlum. Það hefur ekki nema að hluta komið fram. Bækur virðast til dæmis halda hlut sínum allvel og gera ef til vill líka gagnvart Netinu. Að fólk borgi peninga fyrir að fá fréttir og að njóta froðuskemmtunar er alveg fráleitt. Auglýsendur eru smám saman að uppgötva Netið og þegar fjármagn þeirra er farið frá hinum miðlunum er lítið eftir. Ástandið í Zimbabwe er skelfilegt. Öðru hvoru birtast tölur um verðbólguna sem þar ríkir. Þær tölur breytast ört og segja í rauninni lítið. Um daginn var í ríkissjónvarpinu enn og aftur sagt frá ástandinu þar. Þar kom fram að einn maður af hverjum tíu hefði atvinnu. Það finnst mér vera nokkuð sem betra er að átta sig á en verðbólgutölunum. Einu sinni var það svo að þegar komið var í Tíðaskarð á leiðinni að norðan blasti ljósadýrðin í höfuðborginni við. Nú fara næstum allir í gegnum rörið undir fjörðinn. Við borun ganganna var gert ráð fyrir að sumir þyrðu ekki að fara í þau og færu frekar fyrir Hvalfjörð. Í eldgamla daga lá vegurinn fyrir Hvalfjörð rétt hjá Staupasteini sem hlýtur að vera þarna ennþá. Mig minnir endilega að hann sé ekki langt frá Tiðaskarði. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já, það er óhætt að segja að þú skrifar öðruvísu enn flestir aðrir og það er jákvætt í mínum augum.
Ég sjálfur er herskár, ruddi, skemmdur eftir að hafa unnið í kringum afbrota- og glæpamenn, sem er sitthvor tegundin. Í Svíþjóð í 20 ár í mörgum fangelsum.
Hef ekki verið á á Íslandi síðan 1988 nema rúm 2 ár sem ég kom til Íslands að sinna móður minni "í góðærinu" sem var bara biðröð fyrir aldraðra. Fór frá Íslandi þegar hún dó.
Vann 4 tíma tíma í viku á Litla-Hrauni og hef aldrei upplifað annað eins.
Ég ætla nú ekkert að krítisera Ísland, nema með því að segja að mér líkar ekki þetta land. Skúrkar eiga það, sjórna því, margir glæpamenn eru háttsettir í Ríkisstjórn, enn landið missir ekki fegurð sína á því. Intresant að lesa pistlana þína.
Ég hélt að að allt vit væri farið til andskotans, enn svo koma menn eins og þú og sannar að svo er ekki.
DV bullið hefur ekki vakið neinn áhuga hjá mér. Hvcort maðurinn heitir Reynir eða Greynir, er mér nákvæmlega sama um.
Takk fyrir vel orðaðan pistil, ég sjálfur er að verða slappur í íslensku..
PS. Staupasteinn er á sínum stað! Engar áhyggjur af því...
Og í guðana bænum farðu ekki að setja út á stafsettningunna, þá vittna ég bara í Laxness..
Óskar Arnórsson, 19.12.2008 kl. 17:42
Þakka hrósið. Ef ég skrifa öðruvísi en aðrir er það eflaust vegna þess að ég hugsa öðruvísi.
Ég er oft að velta fyrir mér hversvegna fólk les bloggið mitt. Þessvegna er ég mjög ánægður með þetta innlegg þitt.
Sjálfur er ég alltof latur við að kommenta á annarra manna blogg þó ég lesi ókjörin öll af slíku.
Sæmundur Bjarnason, 19.12.2008 kl. 18:55
Ég ætti eiginlega að taka þig til fyrirmyndar. Hef engar og aldrei haft. Ól mig upp sjálfur og það tókst ekkert of vel..
Óskar Arnórsson, 19.12.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.