30.10.2008 | 00:37
494. - Það einfaldar hlutina að persónugera þá. Ég vil síður missa Láru Hönnu úr blogginu en Davíð úr seðlabankanum
Margir tala um hve Lára Hanna sé beinskeytt í pólitíkinni eftir að hún fór að einbeita sér að henni. Mér finnst það ágætt. Hún var það líka í náttúruverndinni meðan áhugi hennar lá einkum þar. Mér finnst samt að fólk megi láta aðra um stjórnmálin ef því sýnist svo. Að tala um það sem einhvern löst á Sjálfstæðismönnum að þeir séu flokkshollir og foringjahollir er út í bláinn. Allt getur samt gengið út í öfgar.
Að mótmæla með því að beina mótmælunum að einum manni er ekkert endilega nein vitleysa. Einhvers staðar verður að byrja. Reiði fólks beinist alls ekki eingöngu að Davíð Oddssyni þó vinir hans og stuðningsmenn vilji láta líta svo út. Aðrir sem ábyrgð bera á þeim ósköpum sem nú dynja yfir ættu bara að passa sig. Röðin kemur að þeim þó seinna verði.
Það er með ólíkindum hve bloggið er orðið pólitískt. Mér sýnist Moggabloggið bólgna út í sífellu. Mogginn sjálfur er þó sagður á hausnum. Á blogginu fær fólk útrás og þar er hægt að láta flest flakka. Sumir misstíga sig þó þar og virðast halda að það sé til bóta að vera sem orðljótastur. Svo er ekki.
Einstefna getur samt verið ágæt. Lára Hanna leggur greinilega mikla vinnu í að láta sitt framlag líta þannig út að eftir sé tekið. Ekki lasta ég það. Vinstri menn vara sig samt oft ekki á því hve auðvelt er að finna að öllu og vera á móti því. Það dugar ekki að vera bara á móti. Eitthvað annað og betra verður að koma í staðinn.
Íslenskir fjölmiðlar eru afskaplega staðnaðir og lítilsigldir. Salvör Gissurardóttir tekur góðar rispur og tekur þeim fram að flestu leyti. Fjölmiðlafólk þarf að skilja að það á að þjóna fólkinu en ekki stjórnvöldum og húsbændum sínum og eigendum fjölmiðlanna. Einn fyrrverandi ritstjóri tekur því flestu fram. Það er Jónas Kristjánsson sem er góður þó hann sé óhóflega dómgjarn. Lítill vafi er á að Netið er að taka yfir sem sá fjölmiðill sem mestu máli skiptir og óneitanlega stendur bloggið þar framarlega þó mjög sé í tísku að hafa horn í síðu þess.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Lítill vafi er á að Netið er að taka yfir sem sá fjölmiðill sem mestu máli skiptir og óneitanlega stendur bloggið þar framarlega þó mjög sé í tísku að hafa horn í síðu þess."
Það er einmitt mjög magnað að fylgjast með hvernig heimurinn, sem og hvers kyns fréttaflutningur, hefur breyst á aðeins 5 árum eða svo. Árið 2004 var ekki algengt að fréttir væru í myndbandaformi, eða að almenningur gæti tekið þátt í að framleiða fréttir. T.d. þegar George W. Bush var fyrst kosinn, þá var YouTube ekki til! Né heldur þá í annað skiptið, þá var sú veita í startholunum. Upplýsingaflæðið fór í gegn um fréttastofur og PR-fólk, allt mjög síað, skoðað og unnið.
Í dag er staðan önnur, fólk er á staðnum með símana/myndavélarnar, og búið að hlaða upp á netið innan klukkustundar, með sinni eigin fréttaskýringu. Upplýsingarnar berast okkur hraðar og frá alls kyns sjónarhornum. Einmitt þess vegna er mikilvægt að kynna sér uppruna fréttanna, sem og sjónarhorn þess sem segir þær.
Ég vona sjálf að þessi upplýsingabylting stuðli að gagnrýnni hugsun hjá fólki, sem og ráðamönnum þjóða þegar þeir bjóða á blaðamannafundi eða setjast í viðtöl.
Persónulega finnst mér að þau sem einbeiti sér að pólitík, hvort sem þau séu"fagmenn" eður ei, EIGI að vera beinskeitt. Það er nóg komið af þessari froðu sem hefur einkennt umræður s.l. ár. Nú er tíminn til að vera opinn, heiðarlegur, og skarpari en hnífur í sínum athugasemdum.
Þakka fyrir áhugaverða færslu
-Jóna Svanlaug.
kiza, 30.10.2008 kl. 00:58
Í framhaldi af pælingum þínum dettur manni í hug hvort fréttir séu eitthvað "sannari" eða "réttari" þegar hver sem getur dreift þeim að vild í gegnum þessi tól, sem þú ræðir um. Það var athyglisverð umræða sem kom upp hjá dönskum læknum þess efnis, að í kjölfar vafasamrar fjölmiðlaumfjöllunar þar sem viðtölum við lækna var snúið á haus með klippingum, myndi einhver setja saman lista um "vafasama" fjölmiðlunga, svona sambærilegan við þann sem skráir lækna með "fortíð". Fjölmiðlungar taka þessu að sjálfsögðu illa á þeim grunni, að með því væri vegið að frelsi fjölmiðla. Sé reyndar ekki af hverju þeir eigi að verja sína svörtu sauði, sem eru auðvitað í þeirri stétt eins og öllum öðrum, út yfir öll takmörk í nafni frelsis. Því eins er frelsi einhvers virði að menn misnoti það ekki. Það ætti okkur íslendingum a.m.k. að vera ljóst núna eftir hrun bankakerfisins, sem er í þeim skala að orðið þjófnaður nær því ekki.
Ellismellurinn 30.10.2008 kl. 11:05
Ég verð að viðurkenna að mér finnst óeðlilegt hvernig Davíð á að bera ábyrgð af öllu, sem aflaga hefur farið. Mér finnst að þarna verði að kalla fleiri til ábyrgðar og mér finnst umræðan undanfarna daga og vikur vera hálfgert einelti.
Ég er samt sem áður þeirrar skoðunar að Davíð og stjórn SÍ og Jónas Fr. og stjórn Fjármálaeftirlitsins ættu að axla ábyrgð, nákvæmlega eins og Geir og Björgvin og fleiri stjórnmálamenn.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 15:43
Að keyra umræðuna sem mest í gamla pólitíska farið er eflaust það sem kemur stjórnmálaflokkunum best en ég er ekki sannfærður um að þeir séu það sem mestu máli skiptir í dag.
Hvort fréttir verða sannari og réttari á Netinu veit ég ekkert um. Túlkendur fréttanna verða þó fleiri og hugsanlega betri með tímanum.
Sæmundur Bjarnason, 30.10.2008 kl. 16:07
Lára Hanna er að standa sig vel. Líklega þarf meira af röddum eins og hana til að vekja athygli á þjóðfélagsmálunum. Hún hefði átt að koma mun fyrr með alla þessa gagnrýni og þá væri þjóðfélagið líklega í betri málum í dag. En því miður fór sem fór og líklega vegna þess að það var hreinlega engin gagnrýni til staðar. Mikil og hörð gagnrýni ásamt umræðu er eitt af lykilatriðum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Því miður er uppbygging Alþingis þannig í dag að það eru bara Ráðherrar sem ráða öllu ... gagnrýnislaust. Ekki þeir sem til þess eru kosnir eða það sem er kallað þingmenn (þingræði). Mér hefur oft þótt þú fara frekar "mjúkum" orðum um ráðamenn þessara þjóða og draga frekar úr en hitt.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 20:13
Er ekki málið að fá Láru Hönnu í Seðlabankann í stað Hr. Mugabe Oddssonar? Ég myndi styðja það.
Malína 30.10.2008 kl. 22:09
Hún er þó með hjartað á réttum stað hvort sem hún veldur svo starfinu eða ekki er svo annað mál. Það er allavega ekki hægt að klúðra meiru en nú þegar er orðið.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 22:15
Það eru margir afbragðsgóðir pennar á þessum miðli. Einn af mörgum og litla athygli sýnist fá nema í þröngum hópi er Guðbjörn Jónsson ráðgjafi. Salvör, Ólína Þorv. og margir fleiri eru komnir til að vera í athyglinni. Sóðakjaftar með takmarkaða dómgreind eru margir en þeim mun fækka sem nenna að eiga við þá orðastað. Lára Hanna og Kjartan Pétur eru pólitískir áhugamenn og hvorugt er fast í gamalli flokkspólitískri viðbragðsstöðu. Afstöðu fólks til umhverfismála hefur aldrei verið meiri nauðsyn á en nú að kalla fram með áleitnum spurningum eins og þau hafa gert nú um hríð ásamt auðvitað hinum óbilandi Ómari Ragnarssyni. Það er mikilvægt að losa um tök úreltrar hugmyndafræði þegar við blasir öflugt endurreisnarstarf þessa brotna samfélags í svo mörgu tilliti.
Árni Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.