18.10.2008 | 00:08
482. - Um Jón Val Jensson og fleira
Sat í morgun við tölvuskrímslið og á meðan ég flakkaði um netheima og bloggheima hlustaði ég með öðru eyranu á Útvarp Sögu. Þar var einkum rætt um það heyrðist mér hvað Jón Valur Jensson væri þröngsýnn. Mér finnst hann vera það á sumum sviðum. Hann er samt víðlesinn og fróður og á gott með að koma hugsunum sínum í orð og ekki orð um það meir. Nú ætla ég að halda áfram þar sem frá var horfið í gær. Þetta var semsagt bara til að reyna að plata fólk til að kíkja á bloggið mitt.
Útvarps- sjónvarps- og vídeófélag Borgarness - skammstafað ÚSVB var félag sem sá um vídeóútsendingar á níunda áratug síðustu aldar í kerfi því sem sagt var frá í síðasta bloggi.
Myndir til sýninga voru fengnar víða að. Einkum þó frá vídeóleigum en einnig þegar á leið frá rétthöfum. Til dæmis man ég að undir það síðasta fengum við talsvert af myndum hjá Háskólabíói. Þeir dreifðu myndum á vídeóleigur og höfðu mikið úrval af þeim. Aðalkosturinn við að skipta við þá var þó að við vorum aldrei rukkuð um leigugjald.
Einnig var talsvert um annað efni því við vorum svo heppnir ÚSVB-ingar að ná tangarhaldi á sjónvarpstökuvél sem leikfélag Borgarness hafði með einhverjum hætti komið höndum yfir. Theodór Þórðarson formaður leikfélagsins og síðar yfirlögregluþjónn í Borgarnesi bjó í Höfðaholti og var afar vinsamlegur félaginu. Gott ef hann var ekki í stjórn þess. Stefán Haraldsson og Bjarni Jarlsson voru einnig í stjórninni að minnsta kosti um tíma. Björgvin Óskar Bjarnason var félaginu líka á marga lund hjálplegur og að mig minnir eitthvað í stjórn þess. Sömuleiðis reyndi ég eftir mætti að virkja börnin mín mér til aðstoðar.
Sjálfur var ég allan tímann frá upphafi kapalkerfisins og þangað til ég fluttist til Reykjavíkur árið 1986 aðalmaðurinn í félaginu að því leyti að ég sá um rekstur þess að nánast öllu leyti. Þetta var áhugaverður tími og margt sem var gert. Áramótaþættirnir sem við gerðum á þessum árum eru til dæmis eftirminnilegir. Sömuleiðis gerðum við spurningaþætti og héldum Bingó í beinni útsendingu svo fátt eitt sé nefnt.
Gjarnan voru kappleikir í knattspyrnu og körfubolta teknir upp á band og síðan sýndir í kapalkerfinu. Þetta var vinsælt efni og ég man að ég tók upp marga leiki og var orðinn allleikinn í því.
Ég man vel að margir höfðu af því áhyggjur að vídeókerfin væru að ganga á svig við höfundarlög með því að sýna myndir af vídeóleigum mörgu fólki samtímis. Í sjónvarpi ríkisins man ég að fjármálaráðherra sem á þeim tíma var Ragnar Arnalds var ekki fáanlegur til að fordæma vídeókerfin. Af þessu dró ég þá ályktun að öllu væri óhætt þá einstaka menn hefðu hátt.
Þegar ég fluttist úr Borgarnesi og hóf störf hjá Stöð 2, hinu nýja óskabarni þjóðarinnar, árið 1986 voru endalokin hjá vídeókerfunum á næstu grösum. Ég held að vídeókerfið í Borgarnesi hafi ekki starfað lengi eftir að ég fluttist í burtu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Um félaga Jón Val Jensson má margt gott segja, eins & þú framtelur, en hann er það þröngsýnn að ég hef heyrt það á skotspónum að eitt sinn hafi hann lent í störukeppni við sjálfann sig, & tapað.
Ég var líka 'videóglæpamaður' & er smásálarlega í því enn.
Steingrímur Helgason, 18.10.2008 kl. 00:29
Víðsýnir eru skoðanalausir..
LS.
LS 18.10.2008 kl. 13:25
Að nóta J.V.J. sem beitu.
Heidi Strand, 18.10.2008 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.