17.10.2008 | 00:06
481. - Um vaxtaprósentur og vídeókerfið í Borgarnesi
Okrari af gamla skólanum gerði sig sekan um þá ósvinnu að heimta 9 prósent vexti af viðskiptavinum sínum í stað þeirra sex sem vaninn var að fara fram á. Auk annars var hann svo forstokkaður að hann lét þessa nýju vaxtaprósentu sjást á pappírum hjá sér í stað þess að fela hana með málskrúði og brellum. Þegar hann var spurður hvernig í ósköpunum hann þyrði að gera þetta sem bæði væri með öllu ólöglegt og þar að auki ekki Guði þóknanlegt svaraði hann:
Sko. Ég var eiginlega að vona að þegar Guð horfði á þetta ofan af himnum þá mundi honum kannski sýnast þetta vera 6 en ekki 9."
Á árunum 1978 til 1986 starfaði ég í Borgarnesi. Á þeim árum kynntist ég tölvum fyrst. Um mann vissi ég sem keypti sér Pet-tölvu en fékk engan hugbúnað með henni og gat lítið notað hana. Um þetta leyti fóru svokallaðar heimilistölvur að koma á markaðinn.
Nokkru eftir 1980 tók vídeóbyltingin svokallaða þjóðina heljartökum. Ég bjó þá í blokk sem stóð við Hrafnaklett. Þangað var keypt vídeótæki af AKAI gerð og notað til að sýna kvikmyndir samtímis í öllum íbúðum annars stigagangsins í blokkinni. Fljótlega æxlaðist svo til að ég tók við rekstri vídeókerfisins. Líklega mest vegna þess að ég var frekari en aðrir. Mér fannst satt að segja að ég væri best til þess fallinn að gera þetta og aðrir hreyfðu ekki andmælum.
Húsfélagið að Hrafnakletti 6 þar sem vídeótækið var varð fljótlega öfundað af öðrum íbúum Borgarness. Fljótlega þandist kerfið út og náði innan skamms í stigaganginn við hliðina og niður í Höfðaholt. Siðan kom að því að lagður var afleggjari niður í Sandvík og einnig Klettavík. Seinna meir áfram upp á Dílahæð, í Þórðargötu og áfram niður í Kveldúlfsgötu og Kjartansgötu.
Til að kynna fyrirfram dagskrána var fengin tölva af gerðinni Sinclair ZX 81 sem fékkst hjá Heimilistækjum í Sætúni en það fyrirtæki sá um lagningu videokerfisins fyrir okkur og tæknibúnað fyrir það. Þessi tölva var mikið þing og kostaði tólfhundruð og eitthvað krónur sem var auðvitað tombóluverð jafnvel þó krónan hafi verið verðmeiri þá en nú.
Skjár fylgdi þessari tölvu ekki og ekki alvöru lyklaborð. Þó var mesta furða hvað hægt var að láta hana gera. Hún skildi einhvers konar einfaldaða útgáfu af BASIC og hægt var að tengja hana við sjónvarpsskjá. Geyma mátti forrit fyrir hana á venjulegum segulbandskassettum og hlaða inn á hana af þeim.
Þetta var fyrir daga Stöðvar 2 og að minnsta kosti niðri í Sandvík hafði það löngum verið vandamál að ná sendingum frá ríkissjónvarpinu. Með kapalkerfinu fengu Sandvíkingar þannig góða mynd frá ríkisapparatinu auk annars.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.