473. - Engu að treysta lengur. Hver er sjálfum sér næstur

Fyrir hinn venjulega sveitamann eins og mig er gengisfallið og verðbólgan sem það örugglega á eftir að valda miklu alvarlegra mál en hausfarir banka og uppkaup á þeim. Því er samt ekki að leyna að með því að hafa betri vexti í ýmsum vogunarsjóðum hefur bönkunum tekist að plata verulegan fjölda fólks til að geyma sparifé sitt fremur í slíkum sjóðum en á almennum sparisjóðsbókum.

Ég trúi því að innistæður á almennum sparisjóðsbókum séu tryggar. Séu þær það ekki er voðinn vís.

Sú breyting sem gerð var á peningamálum fyrir allmörgum árum og fólst í því að gegnið var látið fljóta og seðlabankanum gert í staðinn að einbeita sér að því að stýra verðbólgunni, hefur sýnt sig að vera illilega misráðin.

Með því var í raun spákaupmönnum bæði innlendum og erlendum afhent gengisskráningarvaldið. Íslensk stjórnvöld ráða engu um það. Með því að kaupa og selja krónur hefur óvönduðum mönnum tekist að hrifsa til sín völd yfir þvi hvernig krónan er skráð á mörkuðum.

Hvort hin alþjóðlegu fjármálavandræði halda áfram eða ekki er mest undir því komið hve mikla trú menn hafa á þeim kerfum sem þar ráða. Nóg er til af peningum. Þeir sem yfir þeim ráða eru bara hræddir um að ástandið haldi áfram að versna.

Sagnirnar um rússagullið held ég að séu bara pólitík og ekkert annað. Þeir eiga áreiðanlega nóg með sjálfa sig. Þannig lít ég í stuttu máli á málefni dagsins og hananú. Icesafe-málið er sérstakt mál og hugsanlega getur það valdið erfiðleikum í samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll. Ummæli forsætisráðherra, þessi sem þú virðist óbeint vísa til í yfirskriftinni, fara ekki vel í þann fulltrúa Financial Times, sem ég heyrði í rabbþætti á BBCWS nú á 2. tímanum. Að snúa snögglega við blaðinu, frá alþjóðavæðingu til einangrunarhyggju, hjálpar ekki.

Jón Valur Jensson, 9.10.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Nú er best að eiga ekkert og vera enginn. Ef mönnum tekst hvort tveggja eru þeir á grænni grein.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.10.2008 kl. 07:59

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, ég held að það verði ímyndaðar eignir sem rýrna mest í því gerningaveðri sem nú stendur yfir.

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband