467. - Samtíningur og sitthvað

Sjaldan hafa efnahagsmál vakið jafn mikla athygli og nú undanfarið. Um þau mætti blogga marga metra en ég ætla ekki að gera það. Reyna að láta eins og ekkert sé.

Segja má að nokkrir stílar séu ráðandi í bloggskrifum. Auðvitað er heimsendastíllinn mest áberandi. Það er alltaf allt á hraðri niðurleið í heiminum. Þannig hefur það lengi verið. Samt bjargast allt yfirleitt að lokum.

Rövlstíllinn er ágætur til að koma ýmsu smálegu á framfæri sem ekki er auðvelt að koma að annars staðar. Líkist um margt kommentum. Um að gera að vera ekki með málalengingar heldur koma sér beint að efninu.

Í greinastílnum þarf að gæta þess að skrifa bara um eitthvað eitt efni. Útmála það sem um er rætt rækilega eins og verið sé að útskýra málin fyrir þroskaheftu barni.

Viðtalsstíllinn er ágætur ef maður vill koma einhverju á framfæri sem ekki er auðvelt að skrifa um. Svo eru allskyns viðtalsstílar til og upplagt að herma eftir einhverjum þeirra.

Samtíningsstíllinn er í raun og veru líkur greinastílnum en óhætt er að minnast á margt. Aðalatriðið í öllum þessum stílum er að vera ekki of langorður.

Svona í baksjón sýnist mér að þetta sé bara lýsing á því hvernig ég blogga. Þessvegna er þetta líklega Sæmundarháttur í bloggi eins og einhverntíma var sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bloggrýnirinn

Sæmundarháttur skal það heita :)

Bloggrýnirinn, 2.10.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gaman að sjá að þú bloggrýnir sért staddur hér ennþá. Eiginlega skuldarðu okkur skýringu á hvers vegna þú hættir þínum ágætu pistlum. Þú hefðir alveg getað skipt um stíl og skrifað um eitthvað annað líka ef þú hefði viljað.

Sæmundur Bjarnason, 2.10.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Sæmundarháttur er gott nafn. Kveðja.

Eyþór Árnason, 2.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband