427. - Handboltasérfræðingurinn segir... hvað sagði hann nú aftur?

Það tekur því eiginlega ekki að blogga núna. Allir eru sérfræðingar í handbolta í dag og ég hef lítið til mála að leggja um það efni.

Auðvitað horfði ég á leikinn þó ég sé almennt orðinn enn meiri antisportisti en fyrrum og einu sinni var. Fékk mér kaffisopa þegar seinni hálfleikur stóð yfir og þá sá ég að ég var mun skjálfhentari en venjulega svo líklega hefur spennan verið einhversstaðar þó ég vilji ekki viðurkenna hana.

Auðvitað missa menn sig svolítið í fagnaðarlátunum, en því ekki það. Kannski verður ekki miklu að fagna á sunnudaginn en samt er möguleikinn þarna og geiflar sig framan í okkur.

Að sjálfsögðu ætla ég svo að horfa á gullúrslitaleikinn á sunnudaginn og jafnvel að blogga eitthvað fram að því. Er bara ekki í neinu stuði núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Við fengum okkur greinilega kaffisopa saman. Reyndar horfði ég aðeins á síðustu 15-20 mín. og e.t.v. í svipuðu ástandi; varð að leggja frá mér bollann. Hann var kominn ansi nálægt nefinu og búin að skvetta smá niður. Mjólkurkaffi er öruggara á svona stundum, minni slysahætta. Skil samt alveg að þjóðin missi svolitla stjórn á sér. Það er líka bara gott og gaman.

Beturvitringur, 23.8.2008 kl. 01:22

2 identicon

Við fögnum auðvitað fyrsta ólympíugulli Íslands á sunnudaginn

asben 23.8.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég óttast að við töpum svo stórt að það verði vandræðalegt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.8.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband