428. - Jæja, þá er þessum Ólympíulátum að ljúka

Auðvitað fögnum við samt strákunum þegar þeir koma og afreks þeirra verður lengi minnst í íþróttasögunni.

Það sem uppúr stendur að loknum þessum Ólympíuleikum er hvort þeir treystu valdhafa í Kína í sessi eða ekki. Er það sem við Vesturlandabúar skilgreinum sem mannréttindi eitthvað absolútt eða eitthvað sem okkur finnst? Kannski skilja sumir Kínverjar ekki hvað við eigum við þegar við tölum um mannréttindi en margt er þó líkt með ofurvaldi ríkisins í Kína nútímans og þriðja ríki Hitlers.

Sú mikla umræða sem orðið hefur um mannréttindabrot í Kína einmitt vegna Ólympíuleikanna kann að hafa talsverð áhrif á almenningsálitið í heiminum en kannski eru áhrifin innan Kína meira í átt við það sem valdhafarnir vildu og stefndu að.

Endalaust má deila um þetta og örugglega verða menn ekki á eitt sáttir. En nú er þó hægt að fara að tala um önnur mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband