416. - Gallar á kommentakerfinu hérna og tillaga um nýjung í sambandi við bloggvinina

Hér er gott dæmi um það sem ég sé sem galla við kommentakerfið, Hugmyndin um einhliða bloggvináttu eða uppáhaldsbloggarakerfi innan moggabloggsins er alveg ágæt. Þetta er úr kommentakerfinu mínu:

Í sambandi við bloggvini þá má velta því fyrir sér hvort hægt sé að koma upp einhliða bloggvináttu svona til hliðar við gagnkvæma bloggvináttu. T.d. ef margir vilja lesa þitt blogg án þess að þú þurfir alltaf að fylgjast með færslum hinna.

Af einhverjum ástæðum hef ég lesið flestar þínar færslur þótt við séum ekki tengdir.

Emil H. Valgeirsson, 11.8.2008 kl. 13:04

Emil ég hef einmitt oft velt þessu fyrir mér. Ég vil endilega geta fylgst með sumum bloggvinum mínum og jafnvel ýmsum öðrum án þess að þeir viti nokkuð af því. Þetta má kalla einhliða bloggvini eða eitthvað annað. Venjulegt favorits kemur ekki að gagn því þetta þyrfti að vera á moggablogginu og auk þess hægt að sjá í fljótu bragði hvort eitthvað er nýtt. Það er enginn vafi að þetta er hægt. Prófaðu að skrifa um þetta t.d. á kerfi.blog.is Google reader er líklega hægt að nota en fljótlegra er að hafa þetta einfaldlega á moggabloggsstjórnborðinu.

Sæmundur Bjarnason, 11.8.2008 kl. 13:28

Ég skal senda þeim línu, fæ kannski að vitna í svarið þitt.

Emil H. Valgeirsson, 11.8.2008 kl. 14:02

Mér finnst mikilvægt að hugsa um hvernig bloggið (Moggabloggið og önnur) geta orðið betri. Tilllögur um slíkt geta vel komið í athugasemdum og átt erindi til margra. Upphaflega kommentinu frá Emil tók ég ekkert eftir fyrr en ég var búinn að skrifa nýtt blogg. Þar með finnst mér mjög hafa aukist líkurnar á því að þetta fari framhjá mörgum sem þó lesa bloggið mitt.

Hverjir skoða gömul blogg og komment við þau? Hverjir skoða reglulega kerfi.blog.is? Nei það þýðir lítið að koma með góðar tillögur ef sárafáir sjá þær.

Heilmikil bót er þó að því að gefa kost á að vakta athugasemdir og nota ég það talsvert. Svo vaktar maður alltaf sitt eigið blogg. Að minnsta kosti ef kommentin eru ekki þeim mun fleiri.

Nýlega heyði því fleygt að það væri eins og að ganga í björg að ánetjast blogginu. Bloggheimar = Álfheimar. Líklega er eitthvað til í því. En menn hljóta þó að ráða því sjálfir hve fastir þeir verða. Svo eru önnur björg kannski ekkert betri.

Með því að setja mig á forsíðublogglistann eru þeir Moggabloggsmenn búnir að gefa mér vald til þess að vekja athygli á málum sem kannski fara framhjá flestum. Til að gera þetta þarf ég að gæta þess að hafa fyrirsögnina rammandi og fyrstu setningarnar í blogginu þess eðlis að fremur sé klikkað á það en eitthvað annað. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Sæmundur og takk fyrir margar góðar vísur sem ég les mér til ánægju hér á blogginu þínu.

Ég sé að þér hefur tekist að setja vísurnar rétt upp á prenti. Þetta hefur mér ekki tekist, því það er eins og ekki sé gert ráð fyrir því hér á blogginu að fólk sé með bundið mál. Fyrir vikið hef ég birt mun minna af slíku efni á síðunni minni en ella væri. Geturður ráðlagt mér hvernig ég leysi þetta?

 Já, og viltu vera bloggvinur?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.8.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér finnst hugmyndin um einhliða bloggvináttu mjög góð og styð hana heilshugar. Vonandi verður hún að veruleika fyrr en síðar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hæ Ólína. Les næstum alltaf bloggið þitt og vil endilega vera bloggvinur (minnti reyndar að við værum það)

Ég geri mín blogg í Word set þau svo á klippiborðið en peista ekki heldur nota takkann sett inn úr Word. Fyrstu greinaskilin þarf að laga en annað ekki.

Við vísnainnsetningu set ég Shift/enter en ekki enter í enda ljóðlínu. Annað ekki.

Sæmundur Bjarnason, 12.8.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk :)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.8.2008 kl. 18:29

5 identicon

Heill og sæll Sæmundur.

Ef þú vilt fylgjast með hvenær ákveðin Moggablogg eru uppfærð þá er boðið upp á RSS möguleika vinstra megin á síðunni. Ef þú hefur Microsoft Outlook 2007 þá vinnur það með RSS-inu, þannig að þú færð tölvupóst í sérstaka RSS-möppu í Outlook-inu í hvert sinn sem bloggað er á þau blogg sem þú vaktar.

Sjálfur nota ég RSS kerfi mikið til að fylgjast með fréttastreymi ýmissa fjölmiðla og mæli hiklaust með því. 

Máni Atlason 12.8.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Máni... er ekki hægt að nota RSS nema með Outlook 2007?

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Interesting.

Ég hef aldrei notað þessa RSS strauma og er ekkert sérstaklega upprifinn yfir þeim. Ef aftur á móti væri boðið upp á þessa einhliða bloggvináttu sem ég er að tala um þá gæti maður kíkt á þau moggablogg sem manni dettur í hug þegar manni dettur í hug. En eins og herrabre segir, moggabloggið vil einangra sig frá öðrum bloggveitum. Það eru ekki nærri allir (og allsekki ég ) sem skilja þessi mál öll saman nógu vel. Það er líka til eitthvað sem heitir blogggáttin en ég held að ég sé ekki skráður þar.

Ég er lika handónýtur við að kíkja á póstinn minn eins og Lára Hanna veit vel. Hún hefur stundum þurft að kommenta á bloggið hjá mér til að minna mig á hann.

Sæmundur Bjarnason, 12.8.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband