7.8.2008 | 00:48
412. - Guðni Ágústsson sýnir sinn innri mann
Leiðinlegt með Guðna Ágústsson. Hann opinberaði svo sannarlega sinn innri mann í þættinum hjá Sverri Stormsker. Sverrir var eiginlega í vandræðum með hann allan tímann en tókst nokkrum sinnum að lempa hann smávegis. Svona skapvonska og yfirgangur tíðkast ekki hjá pólitíkusum sem vilja láta taka sig alvarlega.
Bráðum verður lag til að losna við hann úr formannsstóli og frú Valgerður og Björn Ingi hugsa honum áreiðanlega þegjandi þörfina bæði fyrir framkomuna og eins fyrir stefnuna sem hann er að reyna að stýra flokknum inná. Fyrst hann þorði ekki að leggja til atlögu þegar Halldór fór frá á hann ekki skilið að stýra flokknum enda er allt í rúst hjá honum.
En nóg um þessa pólitík. Það er heldur óskemmtileg tík. Pólitískar vangaveltur eru næstum því eins leiðinlegar og umferðasögur. Þegar fólk kemur saman eru umferðasögur alveg á pari við veðrið. Allir hafa eitthvað til málanna að leggja og allir eru svo svakalega góðir og tillitssamir í umferðinni en hafa alltaf lent í kasti við einhverja fávita þar. Hvar ætli þeir séu eiginlega?
Allir virðast líka geta fimbulfambað endalaust um veðrið án þess að segja nokkuð en þurfa þó ekki að úthúða neinum. Ekki einu sinni ríkisstjórninni.
Verslunarmannahelgin er liðin og sumri tekið að halla. Ættarmót og allskyns uppákomur taka nú við. Um næstu helgi verð ég líklega á ættar- eða fjölskyldumótum beggja megin.
Don Hrannar líkir blogginu við stjórnarandstöðu. Ekki svo vitlaust. Sennilega eru stjórnmálamenn sumir farnir að óttast bloggara meira en samþingmenn sína enda mun hættulegri. Guðni óttast samt Stormskerið allra mest.
Og í lokin fáeinar myndir:
Þetta er reyndar ekki pappi en pappi á að fara þangað.
Þessi blómabreiða er við Gerðuberg í Breiðholtinu.
Já þetta er Esjan. Ógnarlegt fjall.
Þessi er dálítið Arty Farty" eins og sagt er. Annars er þetta nú eiginlega sólseturs eða sólaruppkomumynd (man ekki hvort) þó ég hafi lofað að hafa þær ekki fleiri.
Gangstéttarnar í Kópavogi eru fyrir bíla eins og allir vita.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég fimbulfamba alveg endalaust um veðrið og það mesta er eftir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 00:56
"Svona skapvonska og yfirgangur tíðkast ekki hjá pólitíkusum sem vilja láta taka sig alvarlega".
ER þér virkilega alvara? Þessi þáttur var bæði Sverri og Útvarpi Sögu til háðungar vegna dónaskapar og bulli þáttastjórnandans. Og ég er EKKI framsóknarmaður!
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 17:41
Já, mér er alvara með það að framkoma Guðna var ekki sæmandi pólitíkusi. Ég var ekkert sérstaklega að mæla Sverri eða Útvarpi Sögu bót, en meiri kröfur þarf að gera til flokksformanna í pólitík en að þeir hagi sér svona.
Sæmundur Bjarnason, 7.8.2008 kl. 20:20
Ég fer að draga fram myndavélina og kíkja út úr húsi einhvern daginn. Ísland lítur ansi vel út gegnum linsuna þína. Og takk fyrir að minnast á pælingar mínar. Mér þykir vænt um það. Bestu kveðjur.
Hrannar Baldursson, 7.8.2008 kl. 23:01
Mér fannst aðal mistökin hjá Guðna felast í því að mæta yfirhöfuð í þennan þátt. Hann hefði mátt vita fyrirfram hvers konar lágkúru hann myndi mæta hjá þáttastjórnandanum. Pólitíkus sem vill láta taka sig alvarlega mætir ekki í þátt sem er á svona lágkúrulegu plani eins og þessi þáttur hans Sverris er.
Tek það líka fram að ég er ekki framsóknarmanneskja.
Malína 7.8.2008 kl. 23:38
Guðni sýndi fádæma hroka og leiðindi í þættinum og ég mun aldrei kjósa hann og hans flokk aftur. Hann svaraði engum spurningum, hvorki um Írakstríðið, kvótakerfið eða landbúnaðarmálin eða bara neitt. Allt bara einhverjir frasar sem ég er orðin mjög þreytt á og svo þessi yfirgangur og hroki. Mér finnst Sverrir vera með lang besta og skemmtilegasta þáttinn í útvarpinu í dag. Hann þorir að segja það sem fólk þorir ekki einu sinni að hugsa og gerir það á fyndin hátt. Fólk sem hefur ekki húmor á ekki að hlusta á Sverri heldur bara dánarfregnir og jarðarfarir eða eitthvað svoleiðis.
Vala 8.8.2008 kl. 16:28
Mætti ég frekar biðja um dánarfregnir og jarðarfarir heldur en Sverri Stormsker! . Og mér er nokk sama þótt ég verði þar með kölluð húmorslaus...
Malína 8.8.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.