4.8.2008 | 00:05
409. - Ég hef áhyggjur af Ólafi. Ég verð bara að segja það
"Ég hef áhyggjur af því sem læknir og heilbrigðisstarfsmaður ef fagmennska og heiðarleg vinnubrögð eru ekki hluti af leikreglunum hjá fjölmiðlamönnum eins og Helga." Að maður sem kallar sig borgarstjóra skuli geta látið útúr sér aðra eins steypu og augljósar aðdróttanir er með ólíkindum. Og Hanna Birna og hinir aularnir í svonefndum borgarstjórnarflokki virðast ætla að láta þetta yfir sig ganga. Auðvitað er Helgi Seljan ekki allra en fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Einu sinni sá ég á bókasafni lista sem gerður hafði verið eftir einhverri könnum um merkilegustu bækur sem skrifaðar hefðu verið á íslensku. Flest voru þetta bækur sem maður kannaðist við en þó ekki allar. Þegar ég var búinn að lesa nöfnin á 10 til 12 vinsælustu bókunum voru komnar 2 eða 3 bækur eftir Þorgrím Þráinsson sem ég kannaðist ekkert við. Við svo búið hætti ég að lesa. Oft og einatt (einkum þó á Bókasafni Kópavogs) finn ég bækur sem ég hafði ekki hugmuynd um að væru til. Það er með ólíkindum hve mikið hefur verið gefið út af bókum á Íslandi. Einkum núna seinni árin. Það er líka orðið svo ódýrt að gefa út bækur og forlögin svo mörg. Ég er svolítið hræddur um að þetta verði til þess að bækur verði ekki eins vandaðar og áður var. Hef samt ekki orðið var við neitt slíkt. Sé bara mjög mörg dæmi þess að blogg, vefrit og allskyns blaðarusl er oft á tíðum svo óvandað að undarlegt er að sjá ósköpin. Gallinn við íslenska bókaútgáfu er sá að auglýsingar, afslættir og allskyns sölubrellur eru farnar að skipta meira máli en efni bókanna. Þetta er skaði því vel getur þetta orðið til þess að áhugaverðar bækur fari með öllu framhjá manni. Ég veit ekki hvar ég væri staddur ef ég hefði ekki bókasöfn við að styðjast. Svo gerir mitt fólk óspart grín að mér fyrir að geyma gömul bókatíðindi. Mér er til efs að annars staðar sé að finna jafntæmandi upplýsingar um íslenskar bækur. Margt má auðvitað að bókatíðindum finna og einkum það að þar er endurútgáfum af ýmsu tagi gert jafnhátt undir höfði og frumútgáfum. Svo eru náttúrlega auglýsingarnar þar að tröllríða öllu eins og annars staðar. Sá fyrstu tvo geitunga sumarsins um daginn. Annar þeirra lenti í glasi og átti ekki afturkvæmt þaðan en hinn fór líklega út aftur. Ég man hvað ég var ánægður með frétt í Mogganum fyrir nokkrum árum þar sem sagði frá því að geitungastofninn virtist hafa hrunið. Farið hefur fé betra. Ég hef aldrei verið bitinn af geitungi en er samt afar illa við þá. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Einu sinni, á allra fyrstu geitungaárunum var ég bitinn lymskulega aftan á hálsinn af geitungi og ég hafði ekkert gert honum. En síðan hef ég ekki verið hræddur við geitunga. Þetta var ekki neitt neitt. Smá sviði í smá stund.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 00:17
steig eitt sinn, óvart, á geitung. hans síðasta fyrir andlát sitt var að stinga mig í ilina og skilja þar eftir broddinn. það var mjög sárt. ég hef aðeins einn geitun séð í sumar og er sáttur við hve lítið er af þeim í sumar.
ég bloggaði einmitt um þessa steyptu setningu Ólafs F. og hvernig í ósköpum það geti tengst áhyggjum hans að hann er læknir og heilbrigðisstarfsmaður.
Brjánn Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 02:09
geitungar hafa alltaf verið svo viðkunnanlegir við mig
halkatla, 4.8.2008 kl. 06:05
Ég tek undir það að þetta var mjög einkennileg framkoma borgarstjóra í Kastljósinu. Það er eins og hann sé í afskaplega miklu ójafnvægi og undarlegt að sjá hann strunsa svona út.
Við hjónin eigum mikið bókasafn bæði okkar og svo voru tengdaforeldrar mínir mikið bókafólk og við erfðum mikil ósköp eftir þau. Var samt að átta mig á því þegar ég las mbl fréttir í dag að ég hef aldrei lesið Gulakið undarlegt að það skuli ekki vera í safninu gamla góða. Verð bara að fara á bókasafnið.
Takk fyrir skemtileg skrif .kveðja
, 4.8.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.