22.7.2008 | 00:47
396. - Sigurður Þór Guðjónsson
Enginn getur lesið öll blogg. Ekki einu sinni skilið aðalatriði þeirra bestu. Ég læt mér þessvegna nægja að lesa tiltölulega fá. Eftir að Harpa Hreinsdóttir hætti að blogga hef ég verið að leita mér að uppáhaldsbloggara. Nú segir hún í athugasemd að verið geti að hún byrji að blogga aftur í haust en ég þarf að hafa einhvern á meðan.
Stefán Pálsson var lengi vel heitur og í gegnum tíðina hef ég lesið mikið eftir hann. Ég lagði honum það alls ekki til lasts að hann sagðist sjálfur vera besti bloggari landsins. Þegar hann tók svo uppá því að fara með skýringarlausar bölbænir í garð Moggabloggsins í lok hverrar einustu bloggfærslu í langan tíma missti ég trúna á honum og nú les ég bloggið hans ekki nema öðru hvoru.
Nanna Rögnvaldar er líka afar góður bloggari og fjölfróð með afbrigðum. Það er líka svo einkennilegt að matreiðslublogg geta verið ljómandi skemmtileg aflestrar þó maður kunni ekkert að elda sjálfur. Skrif hennar um Sauðargæruna voru líka afspyrnu góð. Nú verður varla framhald á því. Strákurinn hlýtur að fara að verða of gamall.
Það er nauðsynlegt að lesa öll blogg uppáhaldsbloggarans síns og nú er búinn að finna hann. Hann heitir Sigurður Þór Guðjónsson og einn aðalkostur hans er að hann virðist lesa bloggið mitt stundum og jafnvel oft. Nei annars, ég er nú ekki svo sjálfhverfur að ég meini þetta í alvöru. Ekki dregur það þó úr að hann geri það.
Sigurður bloggar stundum stutt og stundum langt. Stundum um tónskáld og hljóðfæraleikara sem ég hef engan áhuga fyrir. Stundum veðurbloggar hann miklu meira en ég kæri mig um að lesa. Stundum bloggar hann einkum um köttinn sinn og það er í lagi. Sjálfum líkar mér yfirleitt vel við ketti. En um hvað sem hann bloggar þá bregst honum aldrei orðsins list. Stíllinn er líka svo ljúfur og fljótandi að það er engin leið að misskilja hann.
Hann á það til að vera með ólíkindalæti og segist þá líta niður á bloggið. Hann kemur samt alltaf aftur og lesendurna skortir hann ekki. Oft verða skrif hans sem stundum eru með paradoxisku ívafi til þess að mjög margir vilja leggja orð í belg. Svarhalarnir verð þá svo langir að til vandræða horfir. (Hirðin??)
Þetta er ekki lengur blogglof sé ég núna heldur lofblogg. Það er ekki viðeigandi að halda áfram með þessum hætti. Svo ég hætti.
Það að minn uppáhaldsbloggari skuli vera Moggabloggari er bara viðeigandi. Mogginn hefur komið inn í bloggheima landsins með trukki og um áhrifin efast enginn. Bloggarar þar eru reyndar svo margir að trauðla verður tölu á komið og þar er vissulega margt bullið en svo er þar líka margt áhugavert.
Og svo er það hinn leyndi tilgangur minn með öllu streðinu. Semsagt að lauma nokkrum ljósmyndum fyrir augu lesenda minna.
Það er lítið gaman að skrifa um ljósmyndir. Þær þurfa að tala sjálfar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
hafðu hjartans þakkir fyrir að koma inn orðinu trauðla í færsluna þína. snilldar orð sem allt of sjaldan er notað.
Brjánn Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 02:04
Sigurður Þór Guðjónsson er eðalbloggari hinn mesti - ég gef honum fimm stjörnur af fjórum mögulegum. Hann hefur lengi verið minn uppáhalds bloggari.
Hann er stundum að hóta því að hætta að blogga og ég get svo svarið það að ég er í svitabaði við tilhugsunina um að hann láti verða af þessari hótun sinni einn daginn og hætti alveg - og komi ekki aftur.
Bæ ðe vei - er ég að verða gömul en ég nota líka stundum orðið trauðla! En eingöngu í rituðu máli þó.
Helga 22.7.2008 kl. 03:04
Er líka mjög hrifin af Sigurði Þór bloggara ... og Mala hans. Trauðla er skemmtilegt orð, allt of lítið notað, rétt er það.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:00
Siggi er eðal, ekki spurning. Kannski verð ég uppáhalds hjá þér seinna, hver veit?
Ég skora á þig að búa til vísu með trauðla einhvers staðar... híhí! Reikna nú ekki með að þú getir samt notað það sem rímorð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:32
Rímorðið er trauðla trautt
takist mér að hnoða.
Allt er nú sem orðið rautt.
Endann mætti skoða.
Sæmundur Bjarnason, 22.7.2008 kl. 17:34
Ekki sem verst, hreint ekki sem verst...
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 18:54
Skemmtilegar vangaveltur hjá þér Sæmundur, sé þú hefur mikið fyir þessu, það að leita þér að bloggvin.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 22:24
Lít við hjá þér öðru hvoru en hef ekki kvittað fyrr. Trauðla eru það góðir mannasiðir!
Takk fyrir gott blogg.
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir 23.7.2008 kl. 00:02
Mikil raun er að lesa þetta blogg hjá þér og þá ekki síður helvítis athugasemdirnar! En ég hlakka til þegar þú ferð að lofa veðurbloggið mitt sem ber af öllu efni í gjörvöllum bloggheiminum eins og gull af sora.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2008 kl. 13:30
Ég á við þetta tiltekna lofblogg um Sigurð Þór - og monsjör Mala.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.