15.7.2008 | 00:17
389. - Álfafell, Topplistinn, safnadagurinn og fleira
Þegar ég vann í Álfafelli hjá Gunnari Björnssyni vann þar með mér lettneskur barón sem ég man ekki hvað hét. Hann talaði alveg sæmilega íslensku og vildi sem minnst gera úr þessum barónstitli sínum. Sagði að hann væri bara af einhverjum barónsættum og í samanburði við slíkar ættir væru allir Íslendingar af aðalsættum.
Hans Gústafsson vann líka þarna og sömuleiðis konan hans Eyva mín. Ég man ekki heldur hvað hún hét. Eyva mín var Eyjólfur sonur Svanborgar gömlu og konan hans var af þýskum ættum og hafði komið hingað í stríðslok til að vinna.
Á Vegamótum kynntist ég annarri þýskri eftirstríðsárakonu, Maríu í Hrísdal. Hún var mjög eftirminnileg og talaði betri og vandaðri íslensku en flestir þeir Íslendingar sem ég hef kynnst. Það er eftirtektarvert hversu margt vel menntað og hæfileikaríkt fólk settist að hér eftir stríðið. Kannski sýnir það okkur bara hvílíkt brjálæði stríð eru.
Topplistinn er gott framtak hjá frænda mínum Gunnari Helga Eysteinssyni og ég get óhræddur hvatt menn til að kíkja þangað. Auðvitað eiga menn síðan að nota tækifærið og skrá sig. Ef einhver á í vandræðum með skráninguna er Gunnar Helgi meira en tilbúinn til að hjálpa og ég get fullyrt að sú hjálp er við allra hæfi. Ég hef áður skrifað um Topplistann en vegna þess að Gunnar Helgi tekur ekkert fyrir að auglýsa menn upp þar er ekki ofverkið mitt að minnast öðru hvoru á hann. Þessi listi er alls ekki bara fyrir bloggsíður heldur hvers konar vefsíður og þar getur handverksfólk og hver sem er auðlýst sig og framleiðslu sína. Skoðið bara og sannfærist. Skráðar síður eru núna um hundrað.
Svo er að sjá sem ég sé á lista hjá allnokkrum bloggurum yfir kollega sem rétt sé að kíkja í heimsókn til öðru hvoru. Stundum láta þessir bloggarar ekkert á sér kræla lengi en halda þó vonandi lestrinum áfram. Blogglesarar eru þó samkvæmt könnunum snöggtum fleiri en bloggskrifarar.
Safnadagurinn var um helgina. Mig minnir að það hafi verið í safninu að Skógum í fyrra sem ég hitti Benedikt Henry frænda minn og ísbjarna-færara. Safnið á Skógum er orðið með allra fjöbreyttustu og stærstu söfnum landsins og þar er margt að sjá. Þórður Tómasson er þar oft og tekur menn gjarnan tali.
Auglýsingaáherslur í fjölmiðlum hér á landi eru oft ansi skrýtnar. Undanfarið hafa klósetthreinsiauglýsingar tröllriðið öllu. Milljónir slíkra brúsa hljóta að seljast hér í hverjum mánuði. Mér er þó ekki ljóst hverjir nota þetta svona óskaplega mikið. Fyrir nokkru voru dömubindaauglýsingar svo áleitnar að aðrar auglýsingar komust varla að. Ég man líka vel eftir því að fyrir alllöngu voru jafnan fjölmargar rakvéla eða rakblaðaaulýsingar á hverji kvöldi í sjónvarpinu misserum saman.
Í síðari hluta júnímánaðar fór ég í gönguferð niður í miðbæ Reykjavíkur. Ég var með myndavélina í eftirdragi og tók nokkrar myndir. Hér er sýnishorn af þeim.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Lettneski baróninn var elskulegur karl, ætli hann sé enn ofar foldu? Ég hitti hann tvisvar niðri í bæ fyrir mörgum árum, en vinur minn þekkti betur til hans. Hann hafði búið í kastala ættarinnar með foreldrum sínum, en þau urðu að hrekjast þaðan til Þýzkalands, skilja eftir allt sitt, voru með einungis fáeina smágripi ættarinnar, sem voru svo hirtir af þeim af bandamönnum. Ég á kannski nafnið hans hripað niður einhvers staðar – mig minnir hann geti hafa heitið Ulrich að fornafni, og íslenzkt eftirnafn notaði hann, minnir mig.
Jón Valur Jensson, 15.7.2008 kl. 02:09
Sæll Sæmundur.
Kvittun fyrir lesturinn. Ég er orðinn fastagestur að þessu bloggi og hef alltaf gaman af, bæði texta og myndum.
Takk fyrir skemmtilega pistla.
RaTo
Ragnar Torfi Geirsson 15.7.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.