383. - Ljósmyndasýningar hjá ungum stelpum

Einhvern tíma fyrir nokkru var ég að fjasa um forsíðubloggara og þess háttar hér á blogginu mínu. Einhver komment fékk ég á það blogg og meðal annars eitt frá 14 ára stelpu á Hornafirði. Hún heitir Róslín Alma og vildi fá að vita hvernig maður yrði forsíðubloggari. Ég benti henni bara á að hafa samband við stjórnendur bloggsins og það hefur hún eflaust gert. Ég held að hún hafi lent í einhverju smáþrasi við þá en fyrr en varði var hún orðin forsíðubloggari og virðist alveg eiga það skilið.

Svo er hún bara komin með ljósmyndasýningu á Hornafirði og sömuleiðis er önnur stelpa einu eða tveimur árum eldri með ljósmyndasýningu í Borgarnesi. Fréttir um báðar þessar sýningar held ég að hafi komið í Morgunblaðinu og eflaust í fleiri fjölmiðlum.

Oft krota ég eitthvað hjá mér og reyni að fella það inn í bloggið seinna meir þegar að því kemur að gera eitthvað tilbúið til sendingar. Þetta krot hjá mér er samt sérstakt að því leyti að ég hendi því inn í ákveðið Word-skjal og með því að bæta við í skjalið og laga það svolítið til verður bloggið mitt til. Svo er ég farinn að taka talsvert af myndum uppá síðkastið og vel stundum það skásta úr þeim til að setja hér á bloggið. Ég er samt svo sparsamur að ég minnka myndirnar mikið áður en ég sendi þær upp og er ekki ennþá búinn að nota það pláss sem Mogga-guðirnir úthlutuðu mér ókeypis fyrir slíkt.

Eiginlega finnst mér eins og ég sé að verða að einhvers konar dagblaði. Fyrirsögnin og fyrstu línurnar í hverju bloggi eru líka ef til vill með því mikilvægasta sem ég skrifa því fleiri sjá það en annað í blogginu.

Ég hef verið að hugsa um náttúrvernd og mengunarvarnir. Eiginlega er það sitt hvað þó sumir vilji slá því saman. Að vera á móti einhverju (t.d. virkjun) bara vegna þess að hún spillir landslaginu og breytir því finnst mér alveg út í hött. Manngert landslag finnst mér oft jafnfallegt og annað. Fyrir utan að það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt og allt það. Mengun finnst mér vera allt annar hlutur. Ef hægt er að sanna eða leiða sterkar líkur að því að einhver starfsemi hafi einhvers konar eituráhrif er það mjög slæmt.

Sjónmegun svokölluð finnst mér vera miklu réttlægri en önnur mengun. Ástæðulaust er þó að valda meira umróti en nauðsynlegt er og oft má auðveldlega komast hjá sjónmengun eða laga hana talsvert. En að eitthvert landslag verði minna virði bara vegna þess að frá ákveðnu sjónarhorni megi sjá eitthvað manngert finnst mér fjarstæða.

Svo eru hérna þrjár myndir sem ég tók í dag.

IMG 1628IMG 1661IMG 1674


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir umfjöllunina Sæmundur

Og myndirnar þínar eru mjög góðar má segja, en ég sé að þú minnkar þær, því gæðin minnka með.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill og myndir...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Róslín ég minnka myndirnar heilmikið og finnst ég vera að spara með því en kannski er engin ástæða til þess.

Sæmundur Bjarnason, 9.7.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt hjá þér, með fyrirsagnirnar og fyrstu línurnar. assgoti ertu séður

einmitt það sem fólk sér á forsíðu bloggsins.

málið að skrifa sexý fyrirsögn og vel vandaðar fyrstu línur. svo má bara steypa restina

og ekki verra komist maður í elítuna, í kampavínið, kavíarinn og snitturnar. vissi ekki að þyrfti að fara á hnén framan við yfirvaldið. meinar þá að Bjössi Bjarna og félagar hafi gert það og kysst tær?

Brjánn Guðjónsson, 11.7.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband