13.6.2008 | 02:39
365. - Um gúgl- og bloggvæðingu hugarfarsins
Greinin sem ég sagði frá í gær og Salvör Gissurardóttir hafði bent á, er stórgóð, en alltof löng. Hún heitir: Is Google making us stupid?" og fjallar einmitt um hvað attensjón-spannið er orðið lítið hjá fólki. Helst á allt að vera niðursoðið í klipp sem eru í hæsta lagi ein til tvær mínútur. Bóklestur fer minnkandi enda kallar hann á að hugsað sé um sama hlutinn langtímum saman. Helst vill fólk bara fá hljóð og mynd. Lestur truflar og kallar á einbeitingu og umhugsun. Þess vegna eru kvikmyndir og sjónvarpsseríur svona vinsælar. Þar er stöðugt áreiti, samt er hægt að gera eitthvað annað á meðan og þarflaust að hugsa.
Það er ekki fjarri lagi að kalla þetta gúglvæðingu hugarfarsins. Nú er svo komið að hægt er að verða sér úti um hverskyns upplýsingar á örskotsstundu um allt milli himins og jarðar og allt á það vera í hæfilega litlum bútum. Enginn nennir lengur að einbeita sér nema í smástund að sama málinu. Ekki veit ég hvar þetta endar. Heilinn í fólki breytist sennilega smátt og smátt. Líklega er ég með gamaldags heila enda leiðast mér kvikmyndir.
Það er meðal annars af þessu sem ég þori ekki með neinu móti að hafa bloggin mín mjög löng. Þá hættir fólk fljótlega að lesa nema það hafi því meiri áhuga á mér eða málefninu sem til umræðu er. Ef ég blogga langt mál um lítið efni (sem auðvitað er skemmtilegast) þá get ég alveg reiknað með því að lesendur mínir gefist fljótlega upp. Eða er það ekki?
Mér fannst fyndið að sjá Svarthöfða lalla á eftir prestaskrúðgöngunni í fréttunum um daginn. Sumir umhverfast út af svona löguðu og tala um að verið sé að niðurlægja þá sem trúa í einlægni. Mér finnst alls ekki svo vera. Mér fannst Svarthöfði (og líklega líka þeir sem gerðu hann út - þó ég viti ekkert hverjir það voru) bara vera að gera grín að þessari prósessíu, alveg burtséð frá hverju trúað er, ef einhverju.
Umræður um trúmál fara mjög oft út í einhverja vitleysu þó menn vilji gjarnan hemja sig. Alhæfingar vaða upp. Kristnir menn eru nú svona og hinsegin. Vantrúar menn gera þetta og hitt. Það er afskaplega fljótlegt að lenda í tómu bulli ef maður hættir sér í umræður um trúmál. Þá er nú betra að ræða um eitthvað sem maður hefur örlítið vit á. Þeir sem ættu að hafa vit á trúmálum eru oft manna fljótastir til að leiða slíkar umræður á villigötur. Sumir hafa líka gaman af löngum svarhölum og gera í því að æsa menn upp í trúmáladeilur í bloggheimum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er reglulega gaman að lesa pistlana þína og mér finnst þeir alls ekki of langir, en ég þekki þessa tilfinningu að finnast bloggin vera orðin og löng og að líklega nenni enginn að lesa þau.
Ég blogga nú líka til að koma skipulagi á hugsanir mínar um mál líðandi stundar og les annarra blogg einmitt til að sjá skoðanir þess á málefnum líðandi stundar.
Kveðja,
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.6.2008 kl. 17:15
Þetta er prýðileg grein sem þú vísar í og það er sjálfsagt rétt að breytingar í upplýsingatækni, mötun og neyslu upplýsinga, muni valda einhverjum breytingum á okkar heilastarfsemi. Hins vegar þykir mér ólíklegt að hér verði um að ræða verulegar, líffræðilegar breytingar nema til langs tíma litið og að öðru óbreyttu.
Svo ber náttúrulega að athuga að breytingar eru óumflýjanlegar og oftast af hinu góða, í það minnsta er hinn valkosturinn litlu betri (stöðnun). Ekki gleyma heldur að stærstan hluta mannkynssögunnar hefur engar bækur eða langa ritaða texta verið að finna og hvað þá almennt aðgengi að slíkum verkum. Skáldsagan og langir aðgengilegir fræðitextar eru tiltölulega ný uppfinning og ekkert sem segir að okkar heilastarfsemi eigi að miðast við slíka upplýsingaröflun frekar en "gúgl-notkun".
Svo átta ég mig ekki alveg á þessari þörf þinni að þýða orðið "Google". Þetta er sérnafn, óþarft að þýða það nema við viljum fara að þýða öll ensk fyrirtækjaheiti. Ef svo er, þá legg ég fram eftirfarandi:
Nike = Níka
Carlsberg = Karlaberg
iPod = Ípóður
Levi's = Hans Leví
Af hverju að stoppa þar? Þýðum mannanöfn líka:
Steve Jobs = Stefán Vinnur
George Bush = Georg Runni
Tiger Woods = Tígrisdýr í Skóginum
Afsakið stælana. Svona "ofþýðingar" fara ógurlega í taugarnar á mér.
Raggi 15.6.2008 kl. 08:20
Er sögnin að gúgla þýðing? Ekki finnst mér það. Mér finnst það að gúgla einfaldlega hafa unnið sér nokkurn þegnrétt í málinu. Frekar ljótt í ritmáli samt en talsvert notað í talmáli.
Sæmundur Bjarnason, 15.6.2008 kl. 20:02
Innilega sammála þér, Sæmi. Sjálf nota ég orðið gúgla og ekki einu sinni innnan gæsalappa, einmitt vegna þegnréttarins sem þúnefnir. Ljótt eða ekki ljótt - það er mikið notað. Mér finnst dæmin sem Raggi kemur með alls ekki sambærileg.
Og ég les alltaf pistlana þína frá upphafi til enda - sama hve langir þeir eru.
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.