3.6.2008 | 13:23
355. - Um málfar og strætisvagna
Í Bónus á það að hafa gerst fyrir skemmstu að maður var að velta fyrir sér kaupum á tveimur mjög líkum vörutegundum. Kassadaman gat ekki hjálpað honum að ákveða hvort hann ætti heldur að taka, svo hann sagði að lokum: "Ég tek bara hvorttveggja." Stúlkan skildi þetta alls ekki og var hún þó íslensk. Að lokum kallaði einhver afgreiðslustúlka sem var á kassa skammt frá: "Hann meinar bæði. Ég lenti í þessu um daginn."
Undanfarna áratugi hefur verið markvisst unnið að því að grafa undan ferðum strætisvagna hér í Reykjavík. Áður fyrr var hægt að treysta því að strætó kæmi á svona 10 mínútna fresti á allar helstu stoppistöðvar. Nú er ekki hægt að treysta neinu varðandi strætisvagna, nema þá helst því, ef eitthvað er að marka bloggið Gurríar, að þeir gangi nokkurn vegin stundvíslega frá Akranesi til Reykjavíkur flesta morgna.
Þetta dugir þó fæstum og flestir hafa fyrir löngu gefist upp á því að reyna að skilja nýjustu útspekúleruðu áætlanirnar og eru búnir að fá sér bíl. Svona er þetta bara og ef fólk vill endilega vera að æsa sig útaf því, að ekki sé hægt að nota þessi farartæki til nokkurs hlutar, þá er bara á það að líta að skiplag allt og stjórn landsmála hefur stefnt markvisst í þessa átt lengi.
Stjórn strætó reddaði sér fyrir horn með því að bjóða skólafólki ókeypis far og hætti þá farþegum að fækka á sumum leiðum. Nú berast þær fréttir frá Akureyri að hægt sé að fjölga farþegum strætisvagna verulega með því að hafa ókeypis fyrir alla. Reykvíkingar trúa þó ekki svoleiðis bábiljum.
Auðvitað eru líka kostir við það að þurfa ekki að anda að sér óhollustunni frá þessum eiturspúandi drekum. Svo er ekki leiðum að líkjast ef Reykjavík getur nú loksins farið að líkjast alvöru amríkskri bílaborg. Reykjavík er alltaf að stækka og þegar búið verður að bora göng undir Hellisheiðina getum við farið að leggja undir okkur allt Suðurlandsundirlendið og hver þarf þá á strætisvögnum að halda?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gaman að rekast á blogg sem er mest um málfar.
Skyldi vera hægt að gera gagnbyltingu gegn geldsagnarbyltingunni? ( ...(er að vera..) x n, þar sem n er einhver heil tala frá 1 upp í endalaust - og virðulegast að hún sé sem hæst).
Skyldi þjóðin vilja andæfa málfræðiprófessor sem vill ekki að börn séu leiðrétt að því að halda mætti helst til að hann og lærisveinar hans fái efni til að skrifa vísindagreinar um "þróun" tungunnar.
Skyldi teljast eðlilegt innan tíu ára að stigbeygja fronöfn. Bloggarar ræða hin ýmsustu mál. Hver þeirra ætli sé égastur?
Aðalsteinn 3.6.2008 kl. 13:57
Tek undir með Aðalsteini. Þeir sem vilja bæta málfar Íslendinga geta aldrei orðið of margir.
p.s. Er nokkuð hægt að bora í Hellisheiðina ? Myndu göngin ekki verða full af heitri gufu og vatni ? Og sé miðað við nýliðna atburði þá gætu fyrirhuguð göng gengið á misvíxl í jarðskjálfta.
B Ewing, 3.6.2008 kl. 15:08
Það er ekkert ókeypis. Hins vegar má deila um fargjöld og gæði þjónustunnar. Á 15 mínútna fresti er nú ekkert annað en lúxus - 30 mínútur er verra, hvað þá klukkutími. Auðvitað vandast oft málið ef skipta þarf um vagn, en reddast þó. Meðaltími í ferð er sjaldnast meir en 20 mínútur fyrir farþega. Lægri fargjöld eða breytt fargjaldakerfi, algjör forgangur í umferðinnni myndi leysa vandann af sjálfu sér. Svo væri ekki verra að þeir sem taka ákvarðanir kynntu sér hlutina en hefðu ekki fyrirframímyndaðar skoðanir um að þetta væru hreyfanleg blaðakaffihús, með internettenginu. Þetta eru ekkert annað en gripaflutningavagnar.
Guðmundur 3.6.2008 kl. 19:10
Ég veit ekki hvaða orðabækur þú ert með sem eingöngu hefur kvenkynið en Íslensk orðabók (bæði útgáfa Árna Böðvarssonar og Marðar) og Íslensk orðsifjabók Ásgeirs Blöndal eru með bæði kynin, eða svo ég vitni í ÍO:1 skúr -ar, -r, KVK, -s, -ar KK regndemba sem stendur stutt ... Reyndar er skúr í merkingunni kofi líka gefið upp sem KK og (staðbundið) KVK en ég hef nú ekki oft heyrt talað um skúr (kofa) í kvenkyni.
Það er nú rangtúlkun á orðum mínum að segja að ég vilji ekki bekenna skúrir í kvenkyni. Ég var bara að benda á - af því að þú taldir þetta málvillu - að þetta væri mjög gamall mállýskumunur og mér þættu skúrir í kvenkyni áreiðanlega jafnvitlausir og þér þættu þeir í karlkyni án þess að ég væri að dæma það rangt mál - og vitnaði svo í afa minn, sem þóttu sunnlenskar málvillur verri en þær norðlensku. Án þess að ég sé endilega á sama máli.
Nanna Rögnvaldardóttir, 3.6.2008 kl. 19:26
Guðmundur: Mér leiðast strætisvagnar núorðið. Áður fyrr notaði ég þá oft. Vel getur verið að hægt sé að læra á ákveðnar leiðir og nota vagnana til ferða í vinnuna og þess háttar, en til að komast á ákveðnar slóðir á stuttum tíma eru þeir ónothæfir.
Nanna: Þetta er einmitt gallinn. Þeir sem þykjast hafa vit á þessu (ég þar meðtalinn) geta oft ekki komið sér saman um eitt eða neitt. Þetta veldur fólki miklum vandræðum og það getur verið snúið að skera úr málum. Helst vill fólk hafa málin klippt og skorin. Eitt sé vitlaust og annað rétt. Það er alveg eðlileg krafa, en því miður eru málin alls ekki allltaf þannig. Samt er það svo, að ekki veitir af leiðbeiningum um málfar. Af því sem ég hef séð á Netinu er Sverrir Páll Erlendsson kennari á Akureyri ötulastur við slíkar leiðbeiningar nú.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2008 kl. 20:51
Lifandi tungumál verður aldrei alveg klippt og skorið og mér finnst alveg pláss fyrir vissan sveigjanleika í íslenskunni. En ef menn vilja hafa naglfastar reglur - eða bara leiðbeiningar um málfar - er líka gott að nýta þau hjálpartæki sem til eru - þú sagðir sjálfur í upphaflegu færslunni að þú þyrðir ekki að líta í orðabók af því að hún væri kannski ekki sammála þér. Orðabækur eru þó þau hjálpartæki sem helst er að treysta á um málfarstengd efni - hélt ég. (Ekki svo að skilja að ég taki alltaf mikið mark á þeim en ég er náttúrlega alkunn reiðareksmanneskja og vön að hafa hlutina eins og mér finnst að þeir eigi að vera - aðrir mega hafa aðra skoðun ef þeim sýnist svo.)
Nanna Rögnvaldardóttir, 3.6.2008 kl. 22:56
´
En eitt geta Íslendingar verið sammála um, að Íslendingum finnast SS pylsur bestar.
Kv. Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 3.6.2008 kl. 23:12
Sko, ég lít stundum í orðabækur. Ef þær eru ekki sammála mér, þá eru þær lélegar. Ef ég fæ staðfestingu á því sem ég held, þá er ég gáfaður. Ég kíkti í bókina Marðar útaf skúrunum og sá ekki betur en hann væri með einhverja kyngreiningu á þessu. Ég las hinsvegar ekki allt sem um þessi mál stóð en hefði betur gert það. Ég virði þínar skoðanir um þetta algjörlega og hef nú lært heilmikið um þessi mál. Þetta með klippt og skorið var nú bara það sem mér finnst að fólk vilji oftast.
Sæmundur Bjarnason, 3.6.2008 kl. 23:13
skúr-inn > kofi, skýli, sbr. bílskúr
skúr-in > rigning, demba, sbr. ég stóð af mér skúrina
Dettur ekki annað í hug en að ég viti betur/best (og reyndar Orðabók Háskóla Íslands)
Beturvitringur, 4.6.2008 kl. 01:32
Ég lærði fyrir norðan að skúr væri alltaf karlkyns, hvort sem hann hvolfist úr loftinu eða stendur á jörðinni og veitir skjól fyrir nafna sínum að ofan. Syðra lærði ég að regnskúr gæti líka verið kvenkyns. Sætti mig við það.
Menn töldu snjóföl í hvorugkyni nyrðra, töluðu um fölið á jörðinni eftir haustél. Syðra er mörgum tamt að hafa þetta orð í kvenkyni. Læt það gott heita.
K.S. 4.6.2008 kl. 11:07
Minn skilningur á geymsluskúr er nákvæmlega sami og þinn og rigningarskúrirnar eru í mínum huga kvenkyns.
Ragnheiður , 4.6.2008 kl. 14:37
Þótt ég viti nú allt best, þá sló ég fram "reglunum" en mér finnst bara gaman að því að venjur/siðir/reglur séu ekki alls staðar á landinu þær sömu. Þetta orð er líka þess eðlis að lítil "hætta" er á misskilningi: Skúrin(n) buldi á skúrnum
Beturvitringur, 4.6.2008 kl. 16:14
Thid erud ad rifast um mallyskumun. Thad er jafnvitlaust eins og ad rifast um thad hvorti api er borinn fram med pei eda bei. Fyrir longu var akvedid ad hafa ekki eina rikismallysku og thvi eru oll mallyskuord og mallyskuframburdur jafnretthar. Eg man ad thad var t.d. eitt ord i islensku, kannski var thad meira ad segja skur, sem einnig er til i hvorugkyni.
Sigurbjorn, SS pylsur er vondar. KEA blifur.
P.S. sorry fyrir ad islenska stafi vantar. er i uhlandinu a heimskri tolvu.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 21:07
Hver var að rífast? Ég hef bara séð fólk velta hlununum fyrir sér, spyrjast fyrir og gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Ekki hefur þó verið ákveðið fyrir okkur að ekki mætti pæla svolítið. KMJ ertu ekki svo miklu klárai en það að kenna tölvunni um það sem á vantar? (*_*)
Beturvitringur, 4.6.2008 kl. 23:05
"hlununum" mun nú verða mállýska fyrir "hlutunum"
Beturvitringur, 4.6.2008 kl. 23:07
Stína, þú ert frábær. Mér er alveg sama þó íslensku stafina vanti. Ekki segja að þessi heimska tölva sé pési, makkarnir eru nefnilega verri.
Sæmundur Bjarnason, 4.6.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.