2.6.2008 | 21:08
354. - Meira bloggað um málfar
Margir virðast hafa áhuga á málfari og kannski á betur við mig að skrifa um það en margt annað. Ekki kann ég þó að fara með málfræðileg hugtök að neinu gagni, en það er kannski kostur. Of lærðir fyrirlestrar um jafn hversdagslegt málefni og málfar er, fæla fólk oft frá umræðu um það. Satt að segja eru flestir Íslendingar ágætir í málfræði, vegna þess eins að þeir tala ágæta íslensku. Að nefna hlutina sínum fræðilega réttu nöfnum getur hins vegar vafist fyrir mörgum. Einnig ber hættulega mikið á dómgirni og sumir skirrast ekki við að dæma alla hart sem hugsa öðruvísi en þeir.
Blaðamenn eru oft í miklum vandræðum með þessi mál, þó enginn efist um áhrif þeirra. Alltof mikið virðist bera á því hjá miðlunum að fólk sé sett í þá aðstöðu að þurfa að skrifa fjölda greina um hin fjölbreytilegustu mál á stuttum tíma. Oft er ekki að sjá að texti sé einu sinni lesinn yfir að þeim sem skrifar hann.
Íslenskan er þannig mál að málfræðin skiptir töluverðu máli. Í ensku skiptir málfræðin minna máli og ýmis merkingarblæbrigði geta falist i orðaröð eða öðru þessháttar. Á íslensku skiptir orðaröð yfirleitt litlu máli og þessvegna verður vísnagerð á íslensku auðveldari en ella.
Mér eru minnisstæð tvö dæmi um þetta. Á ensku er til dæmis sagt: "He works hardly" eða "He hardly works." Þetta hefur sitthvora merkinguna. Á íslensku má taka dæmi úr landsprófi frá árinu 1958. Þar var að finna setninguna: "Skipta sínum skerfi mátti." Setningin er nú reyndar úr bragfræðihluta prófsins og spurt var hvernig raða megi þessum orðum í upphafi vísu þannig að allra bragfræðireglna sé gætt. Athugandi er að merking setningarinnar breytist ekkert hvernig sem orðunum er raðað.
Sigurður Hreiðar segir í fyrirsögn á sínu bloggi: "Að láta féfletta sig án þess að drepa tittling." Þarna finnst mér að fast orðalag sé "að drepa tittlinga." (semsagt fleirtala). En vel getur verið að þarna sé mállýskumunur og sums staðar hafi tíðkast að nota eintöluna. Betra hefði kannski verið að nota orðalagið "að depla augunum." Kannski hefur höfundur frekar notað orðið tittlingur vegna þess að það getur líka þýtt allt annað en smáfugl.
Horfði í gærkvöldi á kvikmyndina Hafið" í sjónvarpinu. Nei, ég hafði ekki séð hana fyrr, en talsvert heyrt um hana talað. Skelfing fannst mér hún illa gerð. Kannski eldist hún bara svona illa. Á köflum var hún illa leikin, en þó voru þetta góðir leikarar sem fóru með flest hlutverkin.
Mér fannst eins og leikstjórinn hafi verið nýbúinn að gleypa Hollywood-pilluna um að því meiri djöfulgangur, því betra. Að mörgu leyti var kvikmyndin eins og yfirdramatíserað leikverk frá nítjándu öld. Hægt hefði verið að segja söguna sem þarna var sögð á mun látlausari og hófstilltari hátt. Langbestan leik í myndinni áttu svarti hrúturinn og gamla kerlingin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sammála, ég fattaði aldrei hvað var svona merkilegt við "Hafið". Mér fannst hún illa leikin og hroðvirknislega gerð og hafði orð á því innan um sjálfskipaða menningarvita sem álíta allar íslenskar myndir á Óskarsverðlauna-heimsmælikvarða á hverjum tíma. Og mikið mátti ég þola að vera núið því um nasir að ég væri vitlaus og hefði enga listræna tilfinningu fyrir kvikmyndum eða þekkingu á þeim yfirhöfuð. En mér fannst hún léleg eins og áður segir og er nú dauðfeginn að sjá að fleiri eru á þeirri skoðun (eða a.m.k. jafnvitlausir og ég).
corvus corax, 2.6.2008 kl. 21:44
Sæll Sæmundur
Það er hárrétt hjá þér, að viðtekið orðalag er að drepa tittlinga, þegar augum er deplað, helst ótt og títt. Hins vegar finnst mér gaman að leika mér með málið þegar ég þykist hafa efni á því, eins og þú hefur kannski tekið eftir. Stundum er talað um að menn geri þetta eða hitt „án þess að depla auga", þegar átt er við að þeir láti sér ekki bregða. Þess vegna ákvað ég í þessu tilviki að orða fyrirsögn bloggsins eins og ég gerði.
Þú ert ekki alltaf jafn hátíðlegur heldur, þegar þú bloggar, og er það vel.
Sigurður Hreiðar, 2.6.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.