314. - Tjaldurinn mættur á svæðið og meira um Skúlamál og annað þeim tengt

Undanfarin ár hafa tjaldhjón verið vorboðar hér í MS. Þar eiga þau sér væntanlega hreiður uppá þaki og þykjast eiga allt svæðið. Eru stundum hálfþumbaraleg á stóra bílaplaninu útaf sífelldum umgangi fólks í nágrenninu, en sætta sig þó við truflunina.

tjaldurÍ fyrra varð ég fyst var við þau þegar farið var að banka í sífellu á glugga einn á óguðlegum tímum og núna er tjaldurinn semsagt mættur aftur og farinn að banka á þennan sama glugga með nefinu og lætur ekkert trufla sig, sem gerist hinum megin við glerið.

 

 

 

 

Bjarni Harðarson skrifar áhugaverða grein á vefinn gvendarkot.tk um afa minn Guðlaug Jónsson. Guðlaugur var afar lítill vexti og leiðir Bjarni rök að því að það stafi af harðræði í æsku. Annars bjuggu afi minn og amma í Þykkvabæ, first í Gvendarkoti og síðan í Vallarhúsum. Í Þykkvabæ fæddist mamma og systkini hennar og þar ólust þau upp. Fjölskyldan þótti fátæk á mælikvarða Þykkbæinga, sem þó voru ekki hátt skrifaðir sjálfir af öllum og gjarnan kallaðir hrossakjötsætur og afturkreistingar.

Haukur Nikulásson bloggvinur minn skrifar um það sem hann kallar Umræðuna. Þetta er víst það sem ég hef kallað áttuklúbbinn. Pistil sinn kallar Haukur "Mogginn ritstýrir VÍST efni á blogginu - til hvers er UMRÆÐAN?" Haukur segist hafa sóst eftir að komast á þennan lista en ekki fengið.

Það er laukrétt hjá Hauki að Morgunblaðsmenn vilja ráða ýmsu um skrifin á Moggablogginu þó þeir viðurkenni það helst ekki. Þeir eru stundum að segja mönnum hvernig þeir eigi að skrifa og jafnvel loka bloggunum þeirra. (Skúlablogg)

Bloggurum finnst þeir eiga rétt á sanngjarnri meðferð á Moggablogginu, en deila má um hvort þeir eigi yfirleitt nokkurn rétt þar, ef þeir borga ekkert fyrir leyfið til að blogga. Morgunblaðsmenn vilja þó að sjálfsögðu ekki hrekja fólk í burtu því bloggafjöldinn þarna er Morgunblaðinu mikilvægur í auglýsingaskyni.

Ritstýringin í gegnum áttuklúbbinn er nokkuð snjöll. Það er listi í gangi hjá þeim Moggabloggsmönnum og á þessum lista eru talin upp eitt til tvö hundruð blogg. (Kannski eru ekki nema nokkrir tugir bloggara virkir á þessum lista á hverjum tíma.) Úr þessu velur sérstakt forrit átta blogg sem birtast hverju sinni á bloggforsíðu blaðsins. Þar fyrir neðan koma blogg með minni myndum og sem greinilega er ekki lögð sama áhersla á að kynna og hin bloggin.

Ég er á þessum eðallista og veit svosem ekki alveg hvernig ég lenti á honum, allt í einu var ég bara kominn þarna á forsíðuna og við það jukust vinsældir mínar til mikilla muna. Hversu oft bloggin birtast þarna á forsíðunni fer eftir stillingum á forritinu. Þar ræður einkum hvort viðkomandi er ofarlega á vinsældalistanum og hvort hann hefur bloggað nýlega.

Mér hefur virst að bloggi maður ekki daglega sé maður fljótur að dettta útaf forsíðunni. Allir (ja, minnsta kosti flestallir) vilja vera vinsælir og með því að hampa einhverjum sérvöldum dyggðum bloggara á kostnað annarra má hafa áhrif bæði á verandi úrvalslistamenn (ekki vilja þeir detta útaf listanum og í ónáð) og líka þá sem þangað vilja komast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bannaður á forsíðu, ég er einnig bannaður á header á yfirlitssíðu á bloggi, þeir flagga þar mönnum eins og BB, Jóni Val ofl.
Mér hefur líka verið vippað út af "Heitar umræður" í þó nokkur skipti.

Mér finnst þetta pirrandi en sagan dæmir allt svona fyrr eða síðar.

DoctorE 23.4.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég held að þeir Moggabloggsmenn telji sig hafa rétt til að flokka okkur bloggarara niður eftir sínu höfði og það sé þeirra heldsta leið til að halda blogginu eins og þeir vilja hafa það. Eflaust telja þeir sig líka geta lokað bloggum að vild en vegna óvinsælda slíks beita þeir því áreiðanlega varlega.

Þeir eiga þetta og hafa fært okkur ýmislegt, t.d. góða þjónustu.

Sæmundur Bjarnason, 23.4.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband