313. - Nýr vinkill á Skúlamálin

Marta B. Helgadóttir bloggvinur minn kemur með svolítið nýja sýn á Skúlamálin, hvort sem það er nú viljandi eður ei. Hún segir frá nýju Moggabloggi sem heitir "við lesbíur", og samkvæmt því sem hjá henni stendur og eftir svarhalanum við það blogg að dæma, eru einhverjir sem vilja láta loka þessu bloggi og banna það.

Loka og banna eru engin töfraorð. Eigendur Moggabloggsins gera væntanlega þær ráðstafanir sem þeim finnst við þurfa. Mér finnst það vera alltof drastísk aðgerð að loka bloggum og þessvegna er ég á móti því að loka þessu bloggi á sama hátt og ég var á móti því að loka Skúlabloggi. Nauðsynlegt er þó að hafa ófrávíkjanlegar og auðskildar reglur um þessi mál. Bloggarar eiga rétt á því að fá að vita að hverju þeir ganga. En ég dreg ekki í efa rétt Morgunblaðsmanna til að loka bloggum hjá sér.

Þetta segi ég ekki vegna þess að ég sé hræddur um að mínu bloggi verði lokað, þó Vilhjálmur Örn hafi eitthvað verið að fjasa um það. Ég er alltof siðsamur og leiðitamur til þess, að til greina komi að loka hjá mér. Finnst mér.

Um helgina fann ég upp á alveg nýrri dægrastyttingu. Ég stofnaði nýtt Moggablogg sem heitir "visur7.blog.is" (visur.blog.is var upptekið) og þar linka ég í fréttir á mbl.is og yrki smávísur um eitt og annað sem þar birtist. Auðvitað er þetta í nokkurri samkeppni við þá Má Högnason og Hallmund Kristinsson og hugsanlega fleiri, sem ég hef þá ekki uppgötvað ennþá. Það kemur mér á óvart hve margir kíkja á þetta.

Mér brá nokkuð í brún í morgun þegar ég uppgötvaði að Már Högnason var horfinn úr bloggvinalista mínum. Sennilega er þetta einhver handvömm hjá öðrum hvorum okkar, en ég flýtti mér að bjóða honum í staðinn bloggvináttu fyrir hönd "visur7" og þar er hann nú (tvítekinn á stjórnborðinu að vísu).

Sigurður Þór Guðjónsson birtir mjög athyglisverðan pistil um geðheilbrigðismál á sínu bloggi. Pistilinn kallar hann "Fordómar fagfólks í garð geðsjúklinga" og er hann afrit af fyrirlestri sem Sigurður flutti nýlega. Ég tek undir flest af því sem Sigurður segir í þessum pistli og vil gjarnan hnykkja á því að þessi mál eru mikilvæg og snerta næstum alla með einum eða öðrum hætti. Vitundarvakningar er þörf.

Þó síðustu áratugina hafi eitthvað miðað í áttina þá lifa fordómar í garð geðsjúkra enn góðu lífi. Það er ekki nóg að segja að fordómar séu slæmir og reyna að uppræta þá með fræðslu eða einhverju þess háttar. Það þarf að vita hvað kemur þeim af stað og hvað viðheldur þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggvinátta okkar er óbreytt, Sæmundur, svo það sé á hreinu. Ég hef enn engum hent út af listanum.

Már Högnason 22.4.2008 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband