26.3.2008 | 00:08
291. - Meira um innflytjendamál og rasisma
Innflytjendamál eru mörgum hugleikin, einstök dæmi eru þó ekki sannanir fyrir einu né neinu. Skoðanir okkar mótast samt mikið af einstökum dæmum. En við þurfum ekki að láta dæmi annarra, sem við heyrum sagt frá, stjórna skoðunum okkar. Sjaldan er öll sagan sögð og það sem aðrir segja um einstök dæmi, er ekki vel til þess fallið að hafa áhrif á skoðanir fólks.
Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segir á sínu bloggi frá félagsskap sem nefnir sig Félag Anti-Rasista (stórir stafir að amerískum hætti) Veffangið er http://www.antirasista.net/. Auglýsendur á þessum vef eru Þórshamar, Gaukur á Stöng og Tuborg. Vefur þessi er mjög einkennilegur og ekki hugnast mér boðskapurinn sem þar er settur fram að öllu leyti. Samt finnst mér rétt að vekja athygli á þessu framtaki.
Sigurjón leggur sig í líma við að gera lítið úr þessum félagsskap. Sömuleiðis er talað mjög illa um félagið í kommentum við færslu Sigurjóns. Líklega er það vegna einhvers sem þar hefur verið, en er ekki lengur. Mér finnst engin ástæða til að vara við þessu vefsetri þó skrítið sé og hvet alla sem áhuga hafa á þessum málum til að skoða heimasíðu félagsins.
Blogg mitt frá í gær hefur kallað á talsverð viðbrögð. Ég verð samt að játa að mér komu athugasemdir Ásthildar Cesil Þórðardóttur nokkuð á óvart. Ég hef lesið margt eftir hana, meðal annars frá því á spjallborðinu malefnin.com, sem hún stjórnaði orðið síðast þegar ég vissi. Mér hefur alltaf fundist hún vera málefnaleg í sínum ummælum. Kommentið sem hún setti á síðuna mína í gær finnst mér ekki vera málefnalegt.
Ég sagði í gær að mér þættu fjölmiðlar oft fjalla undarlega um málefni sem tengjast innflytjendum. Eitt dæmi skal ég nefna. Um páskana var sagt frá tveimur illvirkjum í Danmörku. Blaðburðardrengur var myrtur og óður maður banaði tveimur manneskjum í eða við verslun. Á Stöð 2 var sagt frá þessum málum báðum í sama fréttatímanum. Sagt var að óði maðurinn í versluninni væri frá Íran. Ekki var hins vegar minnst á þjóðerni í sambandi við hina fréttina, en þó held ég að ekki hafi verið minni ástæða til þess.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hvað var það í mínum skrifum sem þér hugnaðist ekki Sæmundur minn ? Ég var ekki að tala til þín, þegar ég ræddi um harkalegar árásir á Frjálslynda flokkinn. Ég var að tala um margvíslegar árásir á flokkinn og fólki í honum almennt, m.a. eru nokkrir sem þannig tala á Málefnunum. Málflutningur sem mér ofbýður algjörlega m.a. einn sem kallar Guðjón Arnar skítseiði og rasista. Mann sem er kvæntur pólskri konu og hefur beitt sér mjög í þágu pólskra innflytjenda hér, m.a. með því að aðstoða þau við að fá kennitölu og yfirfara með þeim samninga við atvinnurekendur og kynna þeim réttindi sín, en þar er mikill misbrestur á, við verkafólk sem hingað kemur. Kristinn H. hefur líka skrifað greinar um að við verðum að taka vel á móti erlendu fólki, og gæta þess að réttur þeirra sé virtur.
Það getur vel verið að ég hafi verið hvöss, en það helgast þá af því að þurfa að sitja undir svona ámæli. Sumt fólk og ég er ekki að tala um þig eða aðra sem ræða þessi mál af skynsemi, setur samasemmerki milli Frjálslynda flokksins og rasisma. Því vil ég mótmæla. Ég er í miðstjórn flokksins, og ég hef hvergi orðið var við neinn kala forystumanna flokksins út í fólk af erlendu bergi brotið. Það eina sem fólk hefur varað við er það ástand sem hefur skapast hér af því að ekki er hægt að fylgja því eftir að fólk njóti réttar síns hér, hvað varðar aðbúnar, kjarasamninga og aðstæður aðrar.
Að vara við vandamálum þýðir nefnilega alls ekki að menn vilji ekki fá hingað fólk af erlendu bergi brotið. Það þýðir einfaldlega að við þurfum að hugsa vel um stöðu okkar og hvernig við getum tekið móti fólki af skynsemi.
Ég vil líka benda á að í dag er landið okkar lokað fyrir öðrum þjóðum en Evrópuþjóðum. Til dæmis þurfa thailendingar sem vilja koma hingað til að hitta fjölskyldu sína, þó það sé einungis í heimsókn, að sýna sakarvottorð, sýna fram á að eiga þúsund dollara í banka, öll skjöl og pappírar skulu vera þýdd úti, sem þýðir að skúrkar notfæra sér aðstæður og taka yfir hundrað þúsund krónur fyrir slíkar þýðingar sem er út úr öllu korti, og nóta bene þetta eru íslendingar sem dvelja úti sem notfæra sér ástandið. Allt þetta vesen tekur fleiri mánuði. Sama er að segja um aðrar þjóðir sem hingað vilja koma allt lok lok og læs. Finnst mönnum ekkert að því ?
En endilega láttu mig vita hvar ég er ekki málefnaleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 08:32
Sæl Ásthildur.
Þú sagðir í þínu bloggi "þið skuluð bara...o.s.frv." Þessvegna tók ég þessa ádrepu til mín. Ef þú hefðir beint máli þínu beint til þess eina sem nefnt hafði Frjálslynda flokkinn þá hefði ég ekkert sagt.
Mér fannst innleggið ámálefnalegt í heild ef það átti að beinast til allra sem haldið hafa fram skoðunum í innflytjendamálum. Staðreynd er að margir þeirra sem haldið hafa fram skoðunum sem ég mundi kalla rasískar telja sig styðja Frjálslynda flokkinn. Flestir þeirra hafa komið fram undir dulnefni og auðvitað veit ég að flokkurinn getur ekki tekið undir málflutning þeirra.
Mörg stór orð falla í þessari deilu og við skulum ekki láta það trufla okkur um of, heldur reyna að halda umræðunni á skynsamlegra plani.
Mér hefur alltaf getist ágætlega að málflutningi þínum þó mér finnist sum ummæli flokkssystkina þinna bera vott um of mikinn "populisma".
Sæmundur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 14:15
Einar, ég var ekkert að tala um felagantirasista.blog.is og hef ekki lesið það. Kannski geri ég það seinna. Komment á bloggi eru að mínu áliti alls ekki það sama og ummæli á heimasíðu.
Sæmundur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 23:07
Ég hef aldrei haldið því fram að allt væri satt og rétt sem stendur á þessari síðu og veit ekkert um þessa tónleika. Það sem þú segir að séu ljótar lygar og rógur er hugsanlegt að aðrir kalli eitthvað annað. Ég bara þekki þetta mál ekki og hef engan áhuga á að taka þátt í þrætum um það. Sigurjón var hins vegar bara að benda á þetta vefsetur til þess að setja út á það. Það fannst mér vera óþarfi.
Sæmundur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.