17.3.2008 | 01:46
281. - Meira um blogg og svarhala, Bobby Fischer og Magnús Magnússon Smith. Einnig smávegis um æviminningar Ævars Jóhannessonar
Nýjasti bloggvinur minn kvartar yfir hvað færslan mín frá því í gær sé löng. Þetta finnst mér ekki sjálfum. Ég reyni einmitt að hafa færslurnar ekki óhóflega langar. Öfugt við suma aðra þá blogga ég hinsvegar aldrei nema einu sinni á dag og stundum þarf ég að koma ýmsu að.
Í svarhala-bloggi mínu í gær var ég ekki að tala um hvort einstök komment væru löng eða stutt, heldur að ef maður hefur ekki þeim mun meiri áhuga á því umræðuefni sem veldur lengd svarhalans þá verður lestur þeirra ansi þreytandi.
Ég sé ekki betur en Bobby Fischer málið sé á leiðinni uppá yfirborðið aftur. Að þessu sinni er það ekki meint dóttir skákmeistarars sem um ræðir heldur bók sem nýlega er komin út og boðin til sölu á Ebay. Larry Evans hefur haft einhver afskipti af málinu, Helgi Ólafsson stórmeistari er einnig nefndur til sögunnar og mikið er um þetta rætt á skákhorninu, einkum af Torfa nokkrum Stefánssyni. Mér vitanlega hefur Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ekki bloggað um málið ennþá, svo ég er að hugsa um að segja ekki meira í bili.
Á chesscafe.com er grein um Magnús Magnússon Smith. Þar stendur að hann hafi fæðst "near the village of Raudhamel" árið 1869. Ég man ekki betur en ég hafi lesið einhversstaðar fyrir löngu síðan að Magnús hafi verið fæddur að Dal í Miklaholtshreppi. Að Dalur sé rétt hjá Rauðamel og að Rauðimelur sé þorp finnst mér ekki góð landafræði. Greinin er samt góð að mörgu leyti og fyrir þá sem hafa gaman af skák og hafa ef til vill ekki heyrt Magnúsar getið fyrr, er hún nánast skyldulesning.
Var að enda við að lesa bókina "Sótt á brattann", sem er æviminningar Ævars Jóhannessonar sem kunnastur er fyrir lúpínuseyði sitt sem komið hefur að talsverðu gagni við krabbameinslækningar. Ævar vann lengi við Raunvísindastofnum Háskólans og lagði gjörva hönd á margt þar. Fylgdist með eldgosum, smíðaði alls kyns tæki og tól o.s.frv. Stundaði einnig ljósmyndun með mjög góðum árangri.
Þessi bók er um margt merkileg. Ævar hlaut litla skólagöngu en var þó efalaust miklum hæfileikum gæddur. Fékk berkla á unga aldri og það kom öðru fremur í veg fyrir að hann gengi menntaveginn. Lokakaflar bókarinnar fjalla um óhefðbundnar lækningar á ýmsum sjúkdómum og allskyns dulrænar frásagnir og þá kafla las ég ekki vandlega.
Þó Ævar hafi haft mikinn áhuga á miðlum og ýmsum dulrænum frásögnum er ómögulegt að leggja honum það til lasts. Hann nálgast ævinlega viðfangsefni sín með heiðarleika og opnum huga. Þó mér finnist margt í frásögnum hans bera vott um of mikla trúgirni hvað snertir miðla og dulrænar lækningar er frásögn hans af ýmsum tæknilegum og fræðilegum málum mjög sannfærandi. Óþarfi er samt að láta það hafa áhrif á hvern trúnað maður vill leggja á frásagnir hans af dulrænum fyrirbrigðum.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.3.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.