16.3.2008 | 00:23
280. - Langir svarhalar eru leiðinlegir aflestrar og stundum enda þeir ekki fyrr en allir eru orðnir leiðir á þeim
Ég les samt alltaf öll komment sem ég fæ og aldrei verð ég fyrir því að fá langa svarhala, en missi mjög oft af því sem fram kemur í svarhölum annarra.
Það er líka undir hælinn lagt hvað ég nenni að skoða af linkum og myndböndum sem vísað er í á þeim bloggum sem ég heimsæki.
Bloggvinalistinn er mjög góð uppfinning og ég reyni alltaf að heimsækja alla bloggvinina daglega eða svo, ef kerfið segir mér að þeir hafi bloggað nýlega. Ef mér liggur mikið á þá les ég samt sum bloggin á hálfgerðu hundavaði til að komast yfir sem flest. Stundum eru það löngu bloggin sem verða fyrir barðinu á þessari ritskoðun minni, þó þau hafi oft inni að halda merkilegasta efnið.
Hvað skyldi það vera sem fær rithöfunda til að blogga? Tekur þetta ekki bara dýrmætan tíma frá öðru? Eru bloggskrif ekki áberandi annars flokks?
Það er varla hægt að kalla þetta alvarleg skrif. En skrif eru það samt. Kannski finnst mönnum eins og þeir séu að gæla við rithöfundinn í sér með því að blogga. En þeir sem þegar hafa gefið út bækur og skrifað flottan texta? Getur verið að þeir hafi gaman af að bloggast?
Þegar ég tefldi sem mest á yngri árum þá skeði það stundum að góðir skákmenn urðu briddsinum að bráð. Til dæmis man ég eftir að Jón Baldursson þótti efnilegur skákmaður í eina tíð. Hann varð svo reyndar heimsmeistari í brids, en það er önnur saga. Ég býst við að rithöfundar segi gjarnan um þá sem þeim finnst hafa rithöfundarhæfileika, en fara að blogga, að þeir verði blogginu að bráð.
En hvað er svona slæmt við bloggið? Er ekki ágætt að geta losnað við þau steinbörn úr maganum sem þar hafa nærst áratugum saman. Betra en að þau lendi bara í kistunni þegar öllu lýkur. Nú eða skrifborðs-skúffunni margfrægu.
Mér finnst stórgaman að geta fengið viðbrögð við skrifum mínum svotil samstundis. Þurfa ekki að klára bókina snemmsumars og bíða svo eftir áramótauppgjörinu eftir jólin og síðan er það spurningin um það hvort nokkur nennir að ritdæma afurðina.
Einu sinni gaf ég út blað sem ég kallaði Rafritið. Það var aldrei, eða næstum aldrei, prentað út heldur lifði sínu lífi sem tölvuskrá. (Hægt er að nálgast það hér ). Á þessum tíma rak ég líka BBS sem var í notkun uppi á Stöð 2 og var í orði kveðnu fyrir þýðendur til að senda þýðingar sínar á.
Það voru samt yfirleitt engir aðrir en Páll Heiðar Jónsson sem sendu þýðingar sínar á svo nýtískulegan hátt. Hann sendi þær yfirleitt með sínu 1200 baud módemi og ég man að textinn við eina meðalkvikmynd var svona 10 mínútur að rúlla í gegn.
Oft sat ég frameftir kvöldi við að ganga frá efni í Rafritið og svo setti ég það á BBS-ið þegar ég var búinn að því. Ég man ennþá hvað mér þótti eitt sinn stórkostlegt að sjá að ekki liðu nema nokkrar sekúndur, frá því að ég var búinn að ganga frá blaðinu og setja skrána á sinn stað, þar til fyrsti lesandinn var byrjaður að sækja blaðið. Tilfinning engu öðru lík. Helst að bloggið nái einhverju svipuðu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ansi var þetta löng færsla. Eins gott að ég var búinn að loka öllum öðrum síðum, þar sem ég er að pakka öllu niður fyrir flugið til Íslamds. Annars er ég sammála þér með myndböndin og linkana. Skemmtilegar langlokur lika. Tímaskorturinn er að ágerast í seinni tíð.
Annars er þetta bara innlitskvitt. Ég fer áður en kommentið verður og langt...
Villi Asgeirsson, 16.3.2008 kl. 08:19
Ég reyni að kíkja inn hjá öllum mínum blogvinum með reglulegu millibili. Stundum rúlla ég yfir yfirskriftina, í öðrum tilfellum les ég færslur og komment og kem með mín komment þar sem það á við. Ég þyrfti sjálfur að vera duglegri að blogga, en ég hef ekki tíma þar sem ég "þarf" að kíkja inn hjá öllum bloggvinunum
Góða helgi
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.3.2008 kl. 10:49
Ég skal vera stuttorð, Sæmi minn...
Fór að ráðum þínum með að gera athugasemd að færslu eins og þú hefur kannski lesið um í löngu færslunum mínum. Aldrei þessu vant eru komnir langir svarhalar hjá mér líka.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 10:55
Mér sýnist á öllu að þú sért föðurbróðir minn
Brynja Hjaltadóttir, 16.3.2008 kl. 15:52
Það er eflaust rétt hjá þér. Hálfbróðir minn heitir Hjalti og býr á Hvolsvelli. Ég hef lítið fylgst með blogginu þínu hingað til, en líklega breytist það.
Sæmundur Bjarnason, 16.3.2008 kl. 18:00
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.3.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.