263. - Um stóra þvagleggsmálið og undarlega skilgreiningu á spilafíklum

Salvör Gissurardóttir framsóknarmaður og ofurbloggari atyrðir Bjarna Harðarson fyrir skrýtin ummæli um fíkla.

Ég sendi Bjarna líka athugasemd um þetta mál við blogg hans um pókerspil Birkis Jóns, en það var fremur seint og vel getur það hafa farið framhjá honum.

Bjarni sagði eitthvað á þá leið að spilafíklar væru einkum þeir sem stunduðu spilakassa í óhófi og væru andfélagslegir. Þetta vildum við Salvör meina að væri hin mesta vitleysa. Spilafíklar eru alveg eins og annað fólk. Það eru hreinir fordómar að halda annað.

Athugasemdir þurfa bloggarar að skoða. Auðvitað er það samt svo að vinsælir bloggarar sem fá mikinn fjölda athugasemda geta misst af því sem stendur í einhverjum þeirra. Það fara ekki allir í fötin hans Sigurðar Þórs Guðjónssonar hvað þetta snertir. Hann á það til að svara ótölulegum fjölda athugasemda, en verður stundum ögn pirraður við þá iðju.

Sigurður Þór heldur áfram að ræða um stóra þvagleggsmálið. Mér finnst einkennilegt hve margir af þeim, sem skrifa athugasemdir við færslur hans um það, eiga erfitt með að skilja að þetta eru tvö aðskilin mál og sú ákvörðun að meðhöndla þau sitt í hvoru lagi er örugglega frá valdstjórninni komin.

Varðandi mótþróann við valdstjórnina hefur málum verið hraðað sem mest og auðvitað er það rétt að óhlýðni við eðlilegar fyrirskipanir valdstjórnarinnar er alvarlegt mál. En ef ætlunin er, að draga málið sem snýr að konunni og ofbeldinu sem hún var beitt, sem mest á langinn, þá þarf að gera mönnum ljóst að það er ekki hægt.

Ómótmælt er að brotið var á rétti konunnar. Kannski er landlæknir ekki rétti aðilinn til að ákveða framhald málsins. Hann er af eðlilegum ástæðum undir hæl valdstjórnarinnar, en algjörlega óháður aðili þyrfti að fjalla um þetta.

Úr því sem komið er held ég að vonir okkar sem álítum að þetta sé mannréttindamál hljóti að beinast að úrskuði umboðsmanns Alþingis, sem mér skilst að sé væntanlegur. Verst er að stjórnvöld hafa stundað það af hafa úrskurði hans að engu. Ráðherrar vita alltaf allt best eins og Árni Mathiesen veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband