31.1.2008 | 00:07
236. - Aumastir allra í bloggheimum
Aumastir allra í bloggheimum eru þeir sem fara mikinn í kommentakerfum annarra en læsa sínum eigin bloggsíðum.
Gott dæmi um þetta er einhver Vilhjálmur Andri Kjartansson sem heldur úti bloggsíðu á Moggablogginu sem hann kallar "Frjálshyggjumanninn" og var um daginn að skattyrðast um pólitík við Önnu í Holti, en leyfir ekki nema einhverjum útvöldum að sjá sína bloggsíðu. Ekki langar mig að sjá hana svo hún má vera lokuð mín vegna. Þeir sem svona haga sér viðra oft svo fáránlegar skoðanir á sínu bloggi að venjulegu fólki ofbýður vitleysan.
Merkilegt var líka með klámið hjá Ellý Ármanns. Hún lokaði loksins síðunni sinni en það var augljóslega af öðrum ástæðum en hjá Villa. Útá þá hæfileika sína að laða fólk að síðunni, fékk hún svo starf á fjölmiðli að ég held. Les reyndar aldrei efni af því tagi sem hún virðist sérhæfa sig í.
Beinakerlingar eru sumar vörður nefndar. Ekki veit ég hvaða vörður fá þetta sæmdarheiti eða hvað það þýðir í raun. Vinsælt var áður fyrr að setja vísur í beinakerlingavörður og eru slíkar vísur jafnan kallaðar beinakerlingavísur. Ein sú snjallasta slíkra vísna sem ég hef heyrt er þessi:
Að mér riðu átta menn
einn af þeim var graður.
Kominn ertu á kvið mér enn
Klemens sýslumaður.
Hafi sýslumaður að nafni Klemens verið í hópi áttmenninganna og verið nægilega frekur til þess að klifra sjálfur uppá vörðuna og ná í kveðskapinn, er vísan beinlínis eitursnjöll.
Hverjir skyldu vera mínar helstu fyrirmyndir í bloggheimum? Ekki veit ég það svosem en ég hef oft dáðst í hljóði að kennara einum sem býr á Selfossi og heitir Erlingur Brynjólfsson. Hann bloggar oft og reglulega, en hefur frá litlu að segja þó hann bloggi yfirleitt af mikilli snilld.
Sennilega tek ég mér hann talsvert til fyrirmyndar án þess að vita það. Harpa Hreinsdóttir á Akranesi er líka bloggari sem ég hef fylgst mjög vel með lengi.
Þar fyrir utan má segja að ég hafi í gegnum árin einkum fylgst með Stefáni Pálssyni og Salvöru Gissurardóttur í gegnum bloggin þeirra. Gott ef það eru ekki einkum þessir aðilar sem eru mínir mentorar í faginu.
Úps, nú geng ég útfrá því að ég sé orðinn full-fledged bloggari sem auðvitað er ekkert víst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fann þetta hér:
Sænska Kerlingar-örnefnið leiðir hugann að merkingu orðsins beinakerling í íslensku sem er algengt nafn á grjótvörðum, “sem kallaðar eru kerlingar, ... hlaðnar upp við alfaraveg” Blanda II:406). Oft var stungið legg (beini) í vörðuna með vísu til kerlingar eða skilaboðum til ferðamanna. Spurning er hvort það er ekki síðari tíma siður en að upphaflega hafi orðið beini í orðinu verið í merkingunni ‘hjálp til að rata’, sbr. að leiðbeina, beina mönnum á rétta braut, þ.e. *beinikerling. Tvær Beinakerlingar eru þekktastar, önnur á Kaldadalsleið (Sveinn Pálsson Ferðabók, bls. 111), hin á Sprengisandi. Orðið er líka haft sem samnafn, t.d. beinakerlingin Sankti Pétur (Skírnir 1926:157), sem er varða hlaðin á alfaraleið.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 00:26
Takk fyrir að nefna mig sem mentor Sæmundur, það er mikill heiður
En ég hef tekið eftir þessu með nokkra últrahægri menn, þeir eru með lokuð blogg og eitthvað samþykktakerfi í gangi þó þeir úði yfir aðra einhverri illsku. Þetta er sennilega einhvers konar þeirra skilningur á málfrelsi. það á að vera fyrir þá. en ekki neitt mikilvægt að það sé fyrir hina.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.1.2008 kl. 00:53
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá Salvöru.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 01:00
Já Sæmundur... mér fannst þessi Vilhjálmur Andri ekki stíga beint í vitið í kommentunum. Þau voru svo vitlaus að það var ekki vegur að svara þeim. Honum tókst á einhvern undarlegan hátt að gera mig að nasista... bara sisvona. Maður getur þó glaðst yfir að þurfa ekki að búa með svona sauðum.
Anna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.