18.1.2008 | 01:17
223. - Hugleiðingar um bloggskrif og fleira
Enn er ég að hugsa um ættarmót Gvendarkotsættarinnar.
Ég heyrði minnst á að gaman væri að eiga á einum stað á Netinu samantekt um öll ættarmót sem þessi fræga ætt hefur staðið fyrir. Jafnvel mætti hugsa sér að fleiri gætu átt þar innhlaup. Mér finnst þetta prýðileg hugmynd. Þarna gætu líka verið myndir og ýmislegt annað, sem ættinni tengist. Varpa þessu bara svona fram. Þetta mætti ræða á ættarmótinu í sumar.
Alveg er ég að verða óstöðvandi í vaðlinum. Ekki er ég fyrr búinn að setja síðustu bloggfærslu á sinn stað en ég er byrjaður á þeirri næstu. Svona á það að vera. Ekkert að stoppa. Halda bara áfram fram í rauðan dauðann. Það er ágætt að leggja einhver drög að næstu færslu strax og sú síðasta er farin á vit feðra sinna. Úps, þetta var nú heldur hátíðlegt hjá mér. Jæja, kannski áar hennar séu á Moggablogginu. Og kannski þurrka ég þetta allt út. Kannski, kannski.
Svo líður og bíður. Tunglið gengur undir. Sólin kemur upp. Nennir samt ekki að vera á lofti nema stutta stund. Kvöldsett verður, ekki snjóar mjög mikið, kalt þó. Og nú er nýtt kvöld hafið og ég bíð þess að klukkan verði tólf á miðnætti svo ég geti klárað þessi skrif og skellt þeim á bloggsetrið.
Allt hefur sinn tíma. Líka bloggskrif. Best gengur mér að festa orð á blað þegar allt er á fullu. Fréttir í sjónvarpinu. Nóg að lesa. Bók sem bíður. Allt á ferð og flugi. Svo þegar um hægist þá er ég gjarnan orðinn þreyttur og syfjaður.
Þetta með að skrifa er einskonar árátta. Það er bæði hvíld og áskorun. Hvíld frá amstri dagsins og ávallt áskorun um að gera aðeins betur. Þegar maður verður orðinn ánægður með það sem maður skrifar er áreiðanlega stutt í endalokin.
Ef lesendur mínir væru fjölmargir gæti það orðið óbærileg pressa. Pressa um að gera sífellt betur en ég raunverulega get. Frá því sjónarmiði séð er ég ánægður með að ekki skuli fleiri lesa þessi skrif mín en þó er. Eiginlega get ég leyft mér allan fjárann. Þessi hópur sem ég þarf að geðjast með skrifum mínum er hvort eð er svo lítill. Og þó í honum fækkaði þá yrðu samt alltaf einhverjir eftir, held ég.
Sagt er að Lilli klifurmús hafi farið fram á húsleit hjá hæstarétti. Úrskurði um það verður líklega áfrýjað, en óvíst er hvert. Fíknó er í starholunum með að krefjast húsleitar hjá forsætisráðherra í tilefni af skipun Þorsteins. Ekki er ljóst hversvegna.
Hvað er það sem hoppar og skoppar um Heljarbrú, með mannabein í maganum og gettu nú? Þetta þótti ágæt gáta í eina tíð, en eins og allir sjá er þarna um skip að ræða. Finna má því stað í goðafræði að brúin til Heljar sé hafið og hitt er svosem augljóst. Gátur af þessu tagi þóttu ágæt dægrastytting hér áður fyrr, en nú þykir svonalagað ekki merkilegt. Ýmislegt af þessu tagi geri ég ráð fyrir að ég gæti rifjað upp, en hvort það er einhvers virði er annað mál.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
I'm your biggest fan... Ég les allar færslur þínar. Ég efast um að það minki eitthvað af heimsóknum hérna.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 09:08
Ef ég væri ekki sannfærð um að Gunnar Helgi sé mikill kraftakarl myndi ég skora á hann í sjómann til að hnekkja fyrstu setningunni hjá honum. En sá vægir sem vitið hefur meira (eða aumari vöðva bætti ég nú oft við í den) og læt mér lynda varaformannsstaðan í aðdáendaklúbbnum.
Svona er maður nú skynsamur stundum.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.1.2008 kl. 21:47
En finnst þér nýja myndin af honum ekki flott?
Sæmundur Bjarnason, 18.1.2008 kl. 23:01
hahahahaha hvað ertu að segja Sæmundur? Finnst þér ég ekki vera flottur?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 23:10
... Lára: Við breytum bara fyrstu orðunum í We are...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 23:11
Jú, mér finnst nú skemmtilegra að hafa hann "live", ef svo má að orði komast. Mig var farið að gruna að hin myndin væri kannski helst til gömul til að mark væri á henni takandi. Gunnar Helgi var fallegt barn sem varð greinilega myndarmaður. Enda frændi þinn.
Samþykkt, Gunnar Helgi! Og ...s á eftir fan. Þá er það afgreitt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.