217. - Pólitík og fyrirsagnir

Þetta gengur ekki. Ég verð að fara að blogga.

Þó ekki væri nema til að halda mér í æfingu. Annars hef ég verið mjög tímanaumur að undanförnu af ýmsum ástæðum.

Mér gengur illa að finna tíma til að lesa blogg allra minna bloggvina enda eru þeir orðnir nokkuð margir. Og að ætla líka að lesa önnur blogg ásamt dagblöðum og horfa á sjónvarpsfréttir er bara fullmikið með öllu öðru. Sjáum samt til.

Einhver var að blogga um fyrirsagnir. Ég er einn þeirra sem oft misskil fyrirsagnir. T.d. var ein fyrirsögn á bloggi hjá Ómari Ragnarssyni um daginn sem var svona: „Kallar á sæstreng". Mér fannst mjög einkennilegt að heyra um kalla sem hímdu á sæstreng en auðvitað þýddi þetta alltannað.

Arfleifð Sjálfstæðisflokksins er að hafa aukið part ríkisins af þjóðarkökunni úr 41 prósenti í 48 prósent. Hvernig stendur á þessu? Er frasinn „Báknið burt" fokinn út í veður og vind? Spyr sá sem ekki veit. Kannski framsóknarmenn geti svarað þessu. Þeir virðast hafa svör við öllu þessa dagana.

Það er að verða spennandi að fylgjast með forkosningum í USA núna. Þær verða víða á næstu vikum. Svo verða flokksþingin og útnefningarnar í sumar og sjálfar forsetakosningarnar í nóvember næsta haust. Ég er hræddur um að stuðningurinn við Íraksstríðið verði frú Clinton þungur í skauti. Ekki er ótrúlegt að svipað sé að gerast með almenningsálitið í þessu Guðseiginlandi og gerðist hvað VietNamstríðið snerti á sínum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 08:26

2 identicon

Þegar ég lærði Ameríska sögu í skólanum í Laramie spurði kennarinn okkur hvernig við gætum vitað að guð elskaði Ameríku og eitthvað var fátt um svör. Þá sagði hann: ,,God loves America because God gave us Hawaii".

Mér datt þetta í hug þegar þú talaðir um Guðseiginland.

Hafdís Rósa 8.1.2008 kl. 11:24

3 identicon

Í gær rakst ég á "gamlan" nemanda minn á göngunum - stúlkan sú er samt kornung en af því ég kenndi henni á haustönninni og ekki núna telst hún gamall nemandi.  Hún bað mig að skila til þín kærri kveðju og þakklæti frá móður sinni: Þannig var að gegnum íslenskunámið komst stúlkan að þægindum þeim sem Netútgáfan býður upp á, t.d. til leitar. Mamma hennar hefur hins vegar notað útgáfuna til að lesa sögur og fornrit af skjá og er víst búin að vera ansi iðin við það - og er yfir sig þakklát því fólki sem gerði þetta kleift!

Stúlkan er frá Gróustöðum, næsta bæ við Garpsdal ... þú veist sjálfsagt miklu betur en ég hvar þessi bæri er.

Harpa 8.1.2008 kl. 20:01

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, ég hef ekki hugmynd um hvar þessir bæir eru.

En það er alltaf gaman að heyra að Netútgáfan komi að notum. Takk fyrir það.

Henni hefur ekkert verið sinnt í mörg ár, en er þó alltaf á sínum stað og eitthvað notuð.

Sæmundur Bjarnason, 9.1.2008 kl. 01:47

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Sæmundur!Ég hef stundum fallið í gryfju tvíræðna fyrirsagna(ef maðu má komast svona gáfulega að orði)síðast var það mynd af ungri stúlku sem undir stóð"Syndir á sunnudögum"Nú svona hállfpartinn á elliheimili kominn,gömlum karlfauski eins og mér lék hugur á að vita hvaða syndir svona gullfalleg stúlka fremdi á sunnudögum.En með snarheitum breittust"syndugar hugsanir"(minnugur vísu Þuru úr Garði)sem flugu í gegn um jafnsyndugan haus í veruleikan.Þetta var samtal við unga og upprennandi sundkonu sem átti slíkar hugenningar engan veginn skilið.Ég var fljótur að biðja hana afsökunar í huganum.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 07:14

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Já ég sá þessa kalla í huganum, hangandi á sæstreng, þegar ég las fyrirsögnina hans Ómars. Gaman að þessu.

Kristjana Bjarnadóttir, 9.1.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér fannst allt of langt á milli blogga hjá þér núna, Sæmundur... heilir 3 dagar! Ég sakna þess ef þú bloggar ekki daglega.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:37

8 identicon

Sæll aftur Sæmundur

Alveg glænýir möguleikar hafa opnast fyrir not Netútgáfunnar eftir að hún Ragga komst í spilin. Ragga er vefþula sem les vefsíður (einfaldar, Röggu hugnast ekki rammar!) og má nálgast af http://hexia.net

Ég sé a.m.k. í þessu áður ónýtta möguleika fyrir þá sem eiga erfitt með lestur en hafa ekki verið greindir með dyslexiu, sem er forsenda þess að fá hljóðbækur frá Blindrabókasafninu.

Harpa 9.1.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband