8.1.2008 | 03:05
217. - Pólitík og fyrirsagnir
Þetta gengur ekki. Ég verð að fara að blogga.
Þó ekki væri nema til að halda mér í æfingu. Annars hef ég verið mjög tímanaumur að undanförnu af ýmsum ástæðum.
Mér gengur illa að finna tíma til að lesa blogg allra minna bloggvina enda eru þeir orðnir nokkuð margir. Og að ætla líka að lesa önnur blogg ásamt dagblöðum og horfa á sjónvarpsfréttir er bara fullmikið með öllu öðru. Sjáum samt til.
Einhver var að blogga um fyrirsagnir. Ég er einn þeirra sem oft misskil fyrirsagnir. T.d. var ein fyrirsögn á bloggi hjá Ómari Ragnarssyni um daginn sem var svona: Kallar á sæstreng". Mér fannst mjög einkennilegt að heyra um kalla sem hímdu á sæstreng en auðvitað þýddi þetta alltannað.
Arfleifð Sjálfstæðisflokksins er að hafa aukið part ríkisins af þjóðarkökunni úr 41 prósenti í 48 prósent. Hvernig stendur á þessu? Er frasinn Báknið burt" fokinn út í veður og vind? Spyr sá sem ekki veit. Kannski framsóknarmenn geti svarað þessu. Þeir virðast hafa svör við öllu þessa dagana.
Það er að verða spennandi að fylgjast með forkosningum í USA núna. Þær verða víða á næstu vikum. Svo verða flokksþingin og útnefningarnar í sumar og sjálfar forsetakosningarnar í nóvember næsta haust. Ég er hræddur um að stuðningurinn við Íraksstríðið verði frú Clinton þungur í skauti. Ekki er ótrúlegt að svipað sé að gerast með almenningsálitið í þessu Guðseiginlandi og gerðist hvað VietNamstríðið snerti á sínum tíma.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 08:26
Þegar ég lærði Ameríska sögu í skólanum í Laramie spurði kennarinn okkur hvernig við gætum vitað að guð elskaði Ameríku og eitthvað var fátt um svör. Þá sagði hann: ,,God loves America because God gave us Hawaii".
Mér datt þetta í hug þegar þú talaðir um Guðseiginland.
Hafdís Rósa 8.1.2008 kl. 11:24
Í gær rakst ég á "gamlan" nemanda minn á göngunum - stúlkan sú er samt kornung en af því ég kenndi henni á haustönninni og ekki núna telst hún gamall nemandi. Hún bað mig að skila til þín kærri kveðju og þakklæti frá móður sinni: Þannig var að gegnum íslenskunámið komst stúlkan að þægindum þeim sem Netútgáfan býður upp á, t.d. til leitar. Mamma hennar hefur hins vegar notað útgáfuna til að lesa sögur og fornrit af skjá og er víst búin að vera ansi iðin við það - og er yfir sig þakklát því fólki sem gerði þetta kleift!
Stúlkan er frá Gróustöðum, næsta bæ við Garpsdal ... þú veist sjálfsagt miklu betur en ég hvar þessi bæri er.
Harpa 8.1.2008 kl. 20:01
Nei, ég hef ekki hugmynd um hvar þessir bæir eru.
En það er alltaf gaman að heyra að Netútgáfan komi að notum. Takk fyrir það.
Henni hefur ekkert verið sinnt í mörg ár, en er þó alltaf á sínum stað og eitthvað notuð.
Sæmundur Bjarnason, 9.1.2008 kl. 01:47
Sæll Sæmundur!Ég hef stundum fallið í gryfju tvíræðna fyrirsagna(ef maðu má komast svona gáfulega að orði)síðast var það mynd af ungri stúlku sem undir stóð"Syndir á sunnudögum"Nú svona hállfpartinn á elliheimili kominn,gömlum karlfauski eins og mér lék hugur á að vita hvaða syndir svona gullfalleg stúlka fremdi á sunnudögum.En með snarheitum breittust"syndugar hugsanir"(minnugur vísu Þuru úr Garði)sem flugu í gegn um jafnsyndugan haus í veruleikan.Þetta var samtal við unga og upprennandi sundkonu sem átti slíkar hugenningar engan veginn skilið.Ég var fljótur að biðja hana afsökunar í huganum.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 07:14
Já ég sá þessa kalla í huganum, hangandi á sæstreng, þegar ég las fyrirsögnina hans Ómars. Gaman að þessu.
Kristjana Bjarnadóttir, 9.1.2008 kl. 20:11
Mér fannst allt of langt á milli blogga hjá þér núna, Sæmundur... heilir 3 dagar! Ég sakna þess ef þú bloggar ekki daglega.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.1.2008 kl. 20:37
Sæll aftur Sæmundur
Alveg glænýir möguleikar hafa opnast fyrir not Netútgáfunnar eftir að hún Ragga komst í spilin. Ragga er vefþula sem les vefsíður (einfaldar, Röggu hugnast ekki rammar!) og má nálgast af http://hexia.net.
Ég sé a.m.k. í þessu áður ónýtta möguleika fyrir þá sem eiga erfitt með lestur en hafa ekki verið greindir með dyslexiu, sem er forsenda þess að fá hljóðbækur frá Blindrabókasafninu.
Harpa 9.1.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.