28.12.2007 | 02:22
210. - Bloggfréttir og fréttablogg
Áfram held ég að láta ljós mitt skína.
Meðan einhverjir lesa þetta, er engin ástæða til að hætta. Svolítið er þetta gloppóttara en verið hefur. Samt er nóg til að skrifa um. Fáeinar jólabækur er ég búinn að lesa, en vil ekkert vera að ræða um þær hér, því einhverjir lesendur kunna að eiga eftir að lesa sömu bækur og ekki vil ég eyðileggja fyrir þeim.
Á mbl.is stendur í einhverri frétt að Pervez Musharaf hafi verið að vinna að því að koma á lýðræði í Pakistan í mörg ár. Það er enginn fyrirvari á þessu, þannig að greinilega er þetta skoðun Morgunblaðsins. Musharaf er eflaust sjálfur á sömu skoðun og líklega fáanlegur til að vinna að þessu í nokkra áratugi í viðbót, þannig að þeir Morgunblaðsmenn ættu að geta sofið rólegir. Verst ef það eru margir á annarri skoðun.
Íranir eru sagðir hættir allri úra-nauðgun, svo nú geta úrsmiðir þar verið rólegir. Þetta er svona fimmaurabrandari að hætti Hallgríms Helgasonar og Sverris Stormskers. Þeir hrúga bröndurum af þessu tagi stundum í tugatali á sömu blaðsíðuna, en ekki er ég fær um það.
Nú keppast allir við að lýsa jólagjöfunum sínum og ekki ætla ég að láta mitt eftir liggja í því. Í staðinn fyrir að telja upp hvað ég fékk um þessi jól er ég meira að velta fyrir mér eftir hvaða jólagjöfum ég man frá því í eldgamla daga. Í allmörg ár fékk ég bækur um Tom Swift og Bláu bækurnar svokölluðu. Af þeim síðarnefndu man ég einkum eftir bókum sem hétu Gunnar og leynifélagið" og Sigmundur og kappar Karls konungs". Ég man að sú síðarnefnda gerðist í grárri forneskju, því þessi Karl konungur var hinn franski Karlamangús sem uppi var fyrir meira en þúsund árum.
Ég man ekki eftir mörgum jólagjöfum en því betur eftir hlutum sem ég keypti sjálfur fyrir mína peninga, en ef til vill með einhverri hjálp frá öðrum. Þar man ég best eftir reiðhjóli af Royal gerð sem mér þótti afspyrnu flott og miklu betra en Möve druslurnar sem sumir létu sér nægja. Einnig keypti ég safn af fyrstu frímerkjum sem gefin voru út í Ghana sem þá var fyrsta og eina lýðræðisríkið í Afríku og undir stjórn Kwame Nkruma. Nú og svo keypti ég auðvitað seinna í félagi við Vigni bróðir Fólksvagninn X-374 af Gunnari í Álfafelli.
Jólasveinarnir hjá Áslaugu týna nú tölunni jafnt og þétt. Allt eftir forskriftinni. Nú hverfa þeir til fjalla í sömu röð og þeir komu. Og svo er hún farin að blogga a.m.k. svona öðru hvoru.
Einhvern tíma á næstunni ætla ég að blogga um hina mörgu og aðskiljanlegu bloggvini mína og aðra þá bloggara sem ég heimsæki reglulega. Þetta verður mikið prójekt því þegar að blogginu kemur á ég í erfitt með að vera stuttorður. Bloggið sem slíkt er mér endalaus uppspretta allskyns pælinga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það verður gaman að lesa um bloggvini þína
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2007 kl. 15:41
Ég hlakka mikið til að lesa pistilinn um bloggarana.
Sendi þér og þínum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir endurnýjuð og skemmtileg kynni hér á blogginu. Megi þau vara sem lengst.
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.