20.12.2007 | 03:28
204. - Er Sigurður Þór hættur, eða hættur við að hætta?
Hvað er sameiginlegt með bloggi og hefðbundnum fjölmiðlum og hvað aðgreinir þessa miðla? Þessu er nauðsynlegt að velta fyrir sér og ekki má láta þessa nýtilkomnu skriftaráráttu verða til bölvunar. Þetta er þvert á móti tækifæri sem sjálfsagt er að nota. Baráttan um lesendurna er þó mjög hörð. En auðvitað er líka lafhægt að skrifa þó engir lesi.
Með tilkomu Moggabloggsins hefur umræðan á blogginu breyst verulega. Áður var þetta einkum menntamannafyrirbæri og besservisserar af ýmsum toga áttu þar góða spretti. Með því að gera bloggskrif eins einföld og að snýta sér, tókst Morgunblaðinu að skapa alveg nýtt fyrirbrigði.
Bloggið er mjög áleitinn miðill. Þeim sem það lesa fjölgar stöðug og skribentar af öllu tagi blogga af miklum krafti. Sumir af litlum efnum og enn minni metnaði, en margir prýðilegir pennar eru þarna innan um og saman við. Ekki ná þó allir mikilli athygli, enda gerir það ekkert til.
Hvatirnar að bloggskrifum eru misjafnar. Sumir eru bara að þessu fyrir nánustu ættingja og einkum til að spara sér að skrifa mörg bréf um sama efni. Aðrir leggja sig fram um að skrifa sem mest og af sem mestri íþrótt. Blogglesendum er nokkur vandi á höndum. Bloggin eru orðin svo mörg að ekki er vinnandi vegur að fylgjast með öllu sem þar er skrifað.
Með kommentakerfum myndast samspil milli bloggara og lesenda og af því getur margt gott komið. Einkahúmor og aulafyndni eiga líka greiðan aðgang bæði að kommentum og bloggum, en vandalaust er að leiða það hjá sér sem manni líkar ekki og ástæðulaust að hneykslast á því sem aðrir skrifa.
Einn er sá maður sem alltaf bloggar nauðugur og hefur margoft lýst því yfir að hann sé hættur þessari vitleysu. Þessi maður er Sigurður Þór Guðjónsson. Ég er einn af þeim sem ævinlega les bloggið hans, ef hann bloggar á annað borð. Hann hefur nokkrum sinnum hætt og einu sinni var hann með bloggóvinalista svona til jafnvægis við alla bloggvinina. Svo er hann að henda mönnum af bloggvinalistanum og taka inn aftur. Já, Sigurður er mikið ólíkindatól, en það er gaman að honum. Nú segist hann vera meira hættur en venjulega, en muni þó blogga eitthvað um veður. Sjáum til.
Hrafn Jökulsson var góðbloggari hér á Moggablogginu fyrir nokkru. Svo flutti hann norður á Strandir og steinhætti að blogga. Ég held nú samt að tölvusamband sé við Árneshrepp þó afskekktur sé. Nú vill Hrafn byggja eina kirkjuna enn í Árneshreppi og eru þó tvær þar fyrir. Fjölmenni er ekki verulegt þarna norður við ysta haf. Sjálfum finnst mér að kirkjum í landinu mætti fremur fækka en fjölga. Einkum svíður mér ef sækja á fé til byggingarinnar í ríkissjóð. Söfnuðum sem sækja í kirkjufjöld ætti auðvitað að leyfast það, ef kostnaðurinn er ekki sóttur í vasa annarra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já þetta með bloggið. Ég er nú bara nokkurra mánaða hérna en bloggið hefur gert það að verkum að ég fylgist með þjóðmálum með öðrum hætti en áður. Á margan hátt gagnrýnni (var þó ansi gagnrýnin fyrir). Oft fara fram stórskemmtileg skoðanaskipti sem ég ýmist tek þátt í eða bara fylgist með. Einnig styttir þetta bil milli gamalla vina, fæ ég stundum komment frá fólki sem ég hitti sjaldan, finnst alveg óendanlega vænt um það.
Blogg getur verið bæði persónulegt og ópersónulegt, rabb og grafalvarleg greinaskrif og allt þarna á milli. Sniðugur miðill og á tímum þegar margir voru farnir að óttast að ritfærni færi hnignandi skýtur þessu upp og nú er allt leyfilegt í þessum efnum. Tel það bara jákvætt.
Eina sem ég set spurningamerki við er þegar sett eru fram persónulega niðrandi færslur og athugasemdir. Þetta er nefnilega opinber miðill, það vill stundum gleymast.
Kristjana Bjarnadóttir, 20.12.2007 kl. 22:15
Mér finnst það bara ekki fara vel með "sálina" að blogga. Það var betra þegar ég bloggaði ekki. Samt var þetta stundum gaman en tekur tíma og energí frá öðru vimilvægara og firrir mann frá því sem meira skiptir. Það er viss fíknarbragur að þessu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.12.2007 kl. 06:38
Ég skil þig vel, Sigurður. Fyrir allmörgum árum og löngu fyrir daga Moggabloggsins fylgdist ég nokkuð vel með bloggskrifum Ágústs Borgþórs Sverrissonar, sem er fyrrverandi vinnufélagi minn. Hann sagði að fyrir sig væri bloggið hvíld og afslöppun frá alvarlegri skrifum. Bloggið lyti allt öðrum lögmálum en önnur skrif.
Ég held að margir taki bloggskrif mjög létt og það er alveg óþarfi að gefa mikið af sjálfum sér í þau. Þetta með fíknarbraginn kannast ég við. Ef menn hafa tíma og nennu er samt ekkert á móti því að gefa eftir þessari fíkn, hún er betri en mörg önnur.
Sæmundur Bjarnason, 21.12.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.