27.11.2007 | 01:29
186. - Vandræði í þýskutíma
Jón Sigurjón Skúlason seldi mér glósur til að nota í yngri bekknum á Bifröst þegar ég hóf nám þar árið 1959.
Viðskipti með glósur voru fjörug á þessum tíma og greinilega höfðu sumar þeirra farið í gegnum marga eldraunina. Glósur Sigurjóns voru ekki bara nýjar heldur líka vandaðar og ítarlegar. Hann hafði samið þær sjálfur og þær voru auk alls annars vel skrifaðar.
Einu sinni sem oftar mætti ég ólesinn með öllu í þýsku. Tíminn var í þeim hringlaga hluta hússins, sem eflaust sér ennþá stað, en við kölluðum hátíðasalinn. Ástæðan hefur líklega verið sú að þurft hefur einhverra hluta vegna að nota skólastofurnar tvær niðri í kjallara í eitthvað annað. Þarna voru mjúkir stólar og gott að sofa. Hörður Haraldsson, spretthlaupari og teiknari með meiru, kenndi þýsku. Hann var talinn eiga það til að taka upp sofandi menn, þó ekki komi sú hegðum við sögu í þessari frásögn.
Þó ég væri ólesinn kveið ég engu. Svo var glósunum Sigurjóns fyrir að þakka. Hófst nú tíminn. Snemma í honum var ég tekinn upp. Fyrirkomulag var þannig að fyrst átti að lesa textann á þýsku en síðan að þýða hann á íslensku. Lesturinn gekk áfallalítið og meðan á honum stóð fletti ég upp í glósubókinni góðu.
Horror og skelfing. Árið áður hafði þessum kafla verið sleppt og engar glósur að finna. Þegar lestrinum lauk og kom að þýðingunni gat ég ekki sagt neitt. Ég skildi ekkert af því sem ég hafði lesið. Gataði semsagt ítarlega. Hörður lét mig dingla í snörunni talsverða stund, en bað svo einhvern betri þýskumann en mig að taka við.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skemmtilegur pistill, Sæmundur. Og fróðlegur - tam. vissi ég að þú hafðir verið í Bifröst en ekki að þú hafðir komið inn um haustið þegar ég fór út um vorið. En það hefur þú ugglaust vitað. -- Sé Hörð fyrir mér meðan hann horfði á þig engjast í snörunni --
Smá hressing á minnið: Hátíðasalurinn var inn af borðsalnum og hægt að opna á milli þegar mikið lá við, svo sem á 1. des. -- Ætli dalbúum sé enn boðið til hátíðar í Bifröst á 1. des? -- Bogasalurinn sem Guðlaug kallaði alltaf karnappið var hluti af setustofunni, framan við borðsalinn, dyr til vinstri þegar komið var inn um aðaldyr. Sá hluti Bifrastar mun enn standa þar líkur og var og líklega er þar enn hringborðið með Íslandskortinu og gullhnapp á réttum stað fyrir hvert kaupfélag -- eins og þau voru -- hvenær? Árið 1955?
Góð kveðja
Sigurður Hreiðar, 29.11.2007 kl. 13:03
Já, auðvitað var þetta ekki hinn eiginlegi hátíðasalur. Við kölluðum það þó alltaf að tímarnir sem þar lentu væru haldnir í hátíðasalnum, þó þeir væru eiginlega í setustofunni. Hægt var að opna úr setustofunni í borðsalinn og þaðan í hátíðasalinn og þá fannst okkur hann orðinn geysistór. Ég minnist þess ekki að þetta væri nokkurn tíma kallað karnappið heldur var þetta eiginlega hluti af setustofunni. Ég man vel eftir 1. des. hátíðahöldunum og líka þegar 50 ára nemendur komu í heimsókn. Þvílík gamalmenni.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2007 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.