21.11.2007 | 01:20
180. blogg
Heimsmeistaramót ungmenna í skák stendur nú yfir í Tyrklandi og hvet ég alla sem áhuga hafa á skák til þess að fylgjast með því.
Best er að fara á skak.is og líka er verulega góð síða á Moggablogginu sem kölluð er unglingaskak.blog.is. Það er Edda Sveinsdóttir móðir þeirra Jóhönnu Bjargar og Hildar Berglindar sem skrifar hana. Hildur Berglind er sú sem tefldi við Geir Haarde forsætisráðherra og sigraði hann svo eftirminnilega um daginn.
Þegar hitaveita var lögð í Hveragerði lá skurðurinn sem stokkurinn var lagður í rétt hjá Bláfelli. Hitaveita í Hveragerði - hvað er nú það? Jú, þannig var að í fyrstu byggð þar redduðu menn sér sjálfir um hita úr hverunum. Það sem meðal annars gerði Hveragerði fýsilegan kost fyrir marga á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina var að þar var hægt að hita hús með litlum tilkostnaði. Þegar að því kom að leggja Hitaveitu um þorpið, þá var það á vegum hreppsins og vönduð framkvæmd.
Rétt hjá Bláfelli var trébrú yfir hitaveituskurðinn og þar gátu bílar farið yfir. Vinsælt var að vera undir brúnni þegar bílar fóru yfir og visst hraustleikamerki enda var brúin bara úr plönkum og bil á milli þeirra. Að rétta höndina upp um bil milli planka þegar bíll nálgaðist var hámarkið. Ekki voru margir sem þorðu að gera það.
Af einhverjum ástæðum setti ég veruna undir þessari brú í samband við vísuna frægu sem flestir kunna. Mér fannst karlinn bókstaflega vera undir þessari brú þegar fór að dimma. Vísan er svona:
Karlinn undir klöppunum
klórar sér með löppunum.
Baular undir bökkunum
og bíður eftir krökkunum
á kvöldin.
Ég bendi á vefinn http://www.freerice.com/. Þar er hægt að reyna sig við merkingar enskra orða og gefa um leið peninga til þróunarhjálpar. Það er heldur marklaust af mér að reyna að lýsa þessu, en langskynsamlegast að kíkja á vefinn, það kostar ekki neitt og þar er þetta útskýrt mjög vel. Það er ekki ónýtt að geta leikið sér á vefnum við eitthvað uppbyggjandi og gera gagn um leið.
Í kynningu á þessu framtaki segir meðal annars:
Vefsíðan freerice.com hóf göngu sína þann 7. október sl. Fyrsta daginn nam framlag síðunnar aðeins 830 hrísgrjónum sem er varla hnefafylli. En í fyrradag var framlag dagsins uþb. 200 milljónir hrísgrjóna. Tíu hrísgrjón eru veitt fyrir hvert rétt svar og fara þau til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (United Nations World FoodProgram). Meðan þú ert að svara spurningum á síðunni sérðu hrísgrjónunum fjölga við hvert rétt svar. Netauglýsingar fjármagna framlagið þitt.
Hér er fín mynd af Hveragerði sem tekin er árið 1946. Þessi mynd þolir heilmikla stækkun (prófa að klikka aftur og aftur) og gamlir Hvergerðingar geta eflaust fundið þarna heilmörg hús sem þeir þekkja. Ég man reyndar best eftir þorpinu nokkru seinna, en það breytir því ekki að myndin er ágæt.
Hér eru þær Sigrún og Ingibjörg greinilega að þvo stórþvott fyrir utan gamla húsið á Bláfelli og ég er líklega eitthvað að hjálpa til (eða flækjast fyrir) þarna á milli þeirra. Takið eftir þessu líka úrvals þvottabretti sem Sigrún er með í höndunum.
Og hér er Bjarni, núverandi Bahamameistari í skák að viðra sig niðri á Austurvelli. Í baksýn er stallurinn á styttu Jóns Sigurðssonar og Gevafoto.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst að þú ættir að blogga oftar en einu sinni á dag, Sæmi. Það er svo gaman að lesa bloggið þitt. Þú finnur oftast fyrirtaksblöndu sem er mjög kærkomin.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 22:45
Takk fyrir það. Mér finnst alveg nóg að blogga einu sinni á dag. Tala nú ekki um ef ég þyrfti að finna fyrirsagnir á allt rausið. Oftast reyni ég að blogga um fleira en eitthvað eitt.
Sæmundur Bjarnason, 21.11.2007 kl. 23:04
Ég get kannski aðstoðað með það, var nú í því hér í den að finna íslenska titla á efnið hjá Stöðinni. Þeir eru alveg hættir að nenna því núna.

Þetta blogg gæti til dæmis heitið Hitaveitublogg ef þú vilt halda í -blogg titilinn - nú eða bara Karlinn á klöppinni. Ekki vandamál...
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.