7.11.2007 | 00:43
166. blogg
Nú eru bankarnir búnir ađ kasta grímunni.
Međ ţví ađ gera fólki sem erfiđast fyrir međ ađ selja íbúđir sínar, festist ţađ ţeim mun betur á öngli auđsafnaranna. Sú tilskipun ađ fólk geti ekki látiđ hagstćđ lán fylgja íbúđum sínum viđ sölu nema borga Kaupţingi eđa öđrum afćtum stórfé fyrir er augljóslega gerđ međ hag fyrirtćkisins eingöngu í huga, en algjörri fyrirlitningu á hag viđskiptavinanna. Er ekki sjálfgert ađ hćtta viđskiptum viđ svona okurfyrirtćki? Ţriđja september síđastliđinn bloggađi ég eftirfarandi:
"Í Svíţjóđ er mađur sem ćvinlega brýtur rúđu í banka ţegar hann er ekki í fangelsi. Hann hefur gert ţetta í mörg ár. Ţegar hann er látinn laus er hann vanur ađ hafa samband viđ fjölmiđla og tilkynna ţeim ađ nú ćtli hann ađ brjóta rúđu í einhverjum tilteknum banka. Svo mćtir hann ţar, hendir sínu grjóti, brýtur eina rúđu, fréttamenn taka sínar myndir og lögreglan, sem auđvitađ mćtir líka á stađinn, tekur hann fastan. Hann segist vera ađ mótmćla yfirgangi og frekju bankanna. Mótmćli sín séu fyrst og fremst táknrćn. Ekkert sé af sér ađ taka. Hann eigi ekki neitt og eina ráđ lögreglunnar sé ađ lćsa sig inni. Ţegar hann er svo ađ lokum látinn laus aftur hringir hann í fjölmiđla og hringrásin hefst á ný."
Er ţetta ekki bara nokkuđ gott hjá manninum? Margir telja bankana upphaf og endi alls ills í ţjóđfélaginu.
Á sunnudagskvöldiđ byrjađi ég einhvern tíma seint um kvöldiđ ađ horfa á sjónvarpiđ og datt ţá inn í heimildarmynd um Guđberg Bergsson. Guđbergur er höfundur sem ég hef alltaf haft áhuga fyrir alveg síđan hann skrifađi bókina Tómas Jónsson metsölubók. Reyndar las ég um svipađ leyti bók eftir hann sem heitir Músin sem lćđist og hún er á sinn hátt ekki síđur eftirminnileg.
Ţar minnir mig ađ hann hafi veriđ ađ lýsa uppvaxtarárum sínum í Grindavík. Eitt ţađ eftirminnilegasta í ţeirri bók eru lýsingar hans á ţeim hrćđilega leyndardómi sem krabbameiniđ var og er. Hann var svo ungur ţarna ađ hann skildi ekki allt sem fram fór en skildi ţó ađ ţetta var alveg hrćđilegur sjúkdómur. Mér er nćr ađ halda ađ enn eimi eftir af ţví sjónarmiđi ađ krabbamein sé svo hrćđilegur sjúkdómur ađ ţađ megi helst ekki tala um hann. A.m.k. ekki upphátt.
Ég er ekki frá ţví ađ Stóra Ásgautsstađamáliđ sé ađ taka sig upp. Áslaug fékk á mánudaginn bréf frá sýslumanninum á Selfossi og ţađ getur vel veriđ ađ eitthvađ fari ađ gerast í sambandi viđ ţetta mál. Ţađ er samt svo margflókiđ ađ ég ćtla ekki einu sinni ađ reyna ađ blogga um ţađ. Ég mundi bara týna mér í álnarlöngum útskýringum.
Svolítiđ um Kiljuna. Ég held ađ Egill sé betri í bókmenntunum en stjórnmálunum. Föstu liđirnir ţarna eru líka nokkuđ ađ mínu skapi. Kolbrún ţó langsíst. Flissiđ í henni og augnagoturnar á Pál Baldvin fara í taugarnar á mér.
Eflaust finnst sumum Páll Baldvin Baldvinsson vera bćđi fúll og hrokafullur, en ég kann samt ágćtlega viđ hann. Einkum vegna ţess ađ ég kynntist honum vel ţegar hann vann á Stöđ 2. Bćđi međan hann var ţar fyrst sem einskonar ađstođarmađur Gođa Sveinssonar og svo ţegar hann kom ţangađ sem dagskrárstjóri.
Braga Kristjónsson, bróđur Jóhönnu kann ég líka alltaf nokkuđ vel viđ og ţví er ekki ađ leyna ađ hann er naskur viđ ađ grafa upp áhugaverđa hluti.
Og í lokin eru svo 2 gamlar myndir.
Á ţessari erum viđ Ingibjörg međ Bjögga á milli okkar sitjandi á tröppunum á Hveramörk 6. Ţetta gćti veriđ tekiđ fljótlega eftir ađ ţađ hús var byggt. Ţetta er ágćtis mynd. Eiginlega alveg furđugóđ.
Hér erum viđ hinsvegar fjögur systkinin og ţessi mynd er greinilega tekin ţónokkrum árum fyrr. Taliđ frá vinstri: Sigrún, Ingibjörg, ég og Vignir. Eflaust tekin fyrir framan gamla húsiđ á Bláfelli. Sérkennilegt hvađ tröppugangurinn á hćđ okkar er jafn og reglulegur.
Athugasemdir
Alveg snilldar fćrsla..ţú kemur fyrst inná peningamaskínuna og hvernig fólkiđ missir ofan af sér ţökin...ekki alls fyrir löngu eđa í ágúst var met slegiđ á fjölda nauđungaruppbođa á, íbúđa húsnćđi, ţá voru ekki teknar međ eignirnar sem bankarnir tóku uppí skuldir eins og greint var frá í blađinu....Íbúđalánamarkađurinn undanfarin ár hefur gjörbreyst, áđur sat ríkiđ eitt og óáreitt um kjötketilinn en nú eru ađrir tímar heldur betur, eigendur bankanna (einstaklingar eins og ég og ţú ) eru lánadrottnar skuldunautanna ći ć ríkara máli en áđur ţekktist. Ţađ vćri gott ađ fá tölur frá bönkunum um ţađ hvađ margar fjölskyldur afhentu ţeim húsnćđi sitt í formi nauđungar í metmánuđinum ágúst.
Ţá er ţađ sćnski mótmćlandinn, hann minnir á Helga Hóseasson sem mótmćlir trúlega fram í rauđan dauđan ađ hann fái ekki skírn sína ógilta. Hvernig má ţađ vera ađ ritađ orđ verđur ósnertanlegt og svo heilagt ađ ţađ verđi sterkara en frelsi einstaklingsins til trúarbragđa sem er jú stjórnarskrábundinn réttur hans.
Sjónvarpsrýni međ bókarýni tekur viđ, gaman af ţví hvernig ţú ert ţenkjandi og kryddar međ ćttfrćđi..
Síđan ţessar dásamlegu gömlu myndir, ég hef alltaf gaman af ljósmyndum og gamlar myndir eru fjarsjóđur. Takk fyrir mig
Kveđja
Fríđa Eyland, 8.11.2007 kl. 00:03
Ţakka hrósiđ. Mér finnst líka gaman ađ gömlum myndum. Sérstaklega ef ţćr eru af einhverjum sem ég ţekki.
Sćmundur Bjarnason, 8.11.2007 kl. 04:23
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.