6.11.2007 | 01:29
165. blogg
Öðru hvoru poppa upp í huga mér orð eða vísuhelmingar sem láta mig ekki í friði. Koma alltaf aftur og aftur og mér finnst að ég ráði litlu um hvað þetta er. Núna hljóma til dæmis sífellt fyrir eyrum mér vísuorðin: "Kögur og Horn og Heljarvík, huga minn seiða löngum."
Ég er nokkuð viss um að þetta er úr kvæðinu Áföngum eftir Jón Helgason. Heljarvík er sennilega það sama og Hælavík.
Hér er mynd sem sýnir Kögrið. Húsið hægra megin á myndinni er skálinn sem við gistum í þegar við vorum í Fljótavík í sumar. Mér tókst ekki að klífa Kögrið þegar tilraun var gerð til þess eitt kvöldið.
Í gærkvöldi (sunnudag) tók ég mig til og horfði bæði á Kiljuna frá því á miðvikudaginn, viðtal Evu Maríu við Guðlaugu Þorsteinsdóttur og þar að auki Silfur Egils.
Silfrið fannst mér síst af þessu. Þar er bara þetta venjulega stjórnmálaþras. Þessir menn sem í því standa eru eflaust sannfærðir sjálfir um að þau mál séu mikilvægari en önnur, en mér finnst alls ekki svo vera. Margt af þessu er endemis þras sem engu máli skiptir.
Ágúst Borgþór Sverrisson var í Kiljunni og stóð sig ágætlega. Verið er að gefa út skáldsögu eftir hann. Ég held að það sé hans fyrsta skáldsaga. Hingað til hafa einkum komið smásögur frá honum.
Hann vann um tíma uppi á Stöð 2 þegar ég var þar og ég kynntist honum svolítið. Þegar hann fór svo að blogga fyrir allmörgum árum þá var hann lengi einn af mínum uppáhaldsbloggurum. Ég veit ekki hversvegna ég hætti að mestu að lesa bloggið hans, en líklega er það Moggablogginu að kenna. Nú er ég að hugsa um að fara aftur að lesa bloggið hans. Hann er ágætur bloggari þó hann skrifi um þessar mundir á Vísisblogginu en ekki hjá Mogganum.
Bjössi bróðir sendi mér allmargar gamlar myndir um daginn og vel getur verið að ég setji eitthvað af þeim hér á bloggið, til þess hef ég leyfi hans.
Hér er t.d. mynd sem er greinilega tekin eftir að búið er að byggja nýja húsið við Hveramörkina. Krakkarnir þeirra Árna og Öllu Möggu hafa þarna verið í heimsókn hjá okkur. Á þessari mynd eru eftir því sem ég best fæ séð, talið frá vinstri: Björgvin, Margrét Árnadóttir (kölluð Gréta) Eysteinn (Denni) Gunnarsson (held ég) Bergþóra Árnadóttir (frægur vísnasöngvari seinna meir) Vignir og Jón Sverrir bróðir þeirra Margrétar og Bergþóru.
Og hér er svo ansi krúttleg mynd af þeim Bjögga og Bergþóru.
Áslaug pantaði aðgang að 123.is í dag og prófaði meira að segja að setja inn nokkrar myndir. Hún fær að hafa þetta ókeypis í 30 daga en svo þarf hún að borga 3000 krónur á ári að mig minnir. Urlið er 123.is/asben og svo er rétt að minna á að hjá Bjössa er það 123.is/blafell og hjá Bjarna 123.is/lampshadow. Búinn að linka á síðuna hennar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta gæti alveg verið faðir minn (Denni)
rábært! Gaman að sjá gamlar myndir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.11.2007 kl. 17:15
Mér varð einmitt hugsað til þín þegar ég setti þessa mynd inn. Mér sýnist þetta vera Denni en systkini mín vita þetta hugsanlega betur. Ég læt þig vita ef eitthvað annað kemur í ljós.
Sæmundur Bjarnason, 6.11.2007 kl. 18:26
En sæt mynd af mömmu aka Bergþóru... er að setja saman lífsbók hennar... fæ kannski þessa mynd í bókina...
Rosalega gaman að rekast á þessar myndir svona í morgunsárið...
Með björtum kveðjum
Birigtta Bergþórudóttir
Birgitta Jónsdóttir, 7.11.2007 kl. 08:50
Birgitta, það er alveg sjálfsagt af minni hálfu að þú notir þessar myndir. Ég fékk þær hjá Bjössa bróður mínum og í því sem hann sendi mér voru bara tvær myndir af Bergþóru.
Þú gætir haft samband við Bjössa (123.is/blafell) og spurt hann hvort hann viti um fleiri myndir.
Sæmundur Bjarnason, 7.11.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.