157. blogg

Mér finnst bókmenntaþáttur Egils Helgasonar, sem mig minnir að sé alltaf á miðvikudögum, betri en Silfrið á sunnudögum.

Silfrið er orðið ósköp þreytt og leikmyndin breytist aldrei neitt. Á tímabili var Egill með einskonar leiðara í upphafi hvers þáttar en sem betur fer hætti hann því. Þeir voru beinlínis skeflilega lélegir og illa teknir.

Mér finnst áhugavert hvernið hægt er að gera umfjöllun um bækur skemmtilegri en stjórnmál. Í Kiljunni finnst mér skipta mestu máli hvernig hver þáttur er saman settur. Það er næstum öruggt að viðmælendurnir hafa eitthvað merkilegt að segja. Þannig er það alls ekki í Silfrinu. Sumir sem þangað koma hafa alls ekki neitt að segja og langar greinilega að koma í veg fyrir að aðrir segi eitthvað.

Valið á viðmælendum skiptir sennilega mestu máli í Silfrinu. Þar tókst Agli oft ágætlega upp í byrjun en núna finnst mér eins og þetta séu alltaf sömu andlitin. Með því að gæta þess að hafa föstu viðmælendurna ekki lengi á skjánum í einu má ef til vill koma í veg fyrir þessi leiðindi í Kiljunni. Veikasti hluti þess þáttar finnst  mér umsögnin um uppáhaldsbókina. Þar er það greinilega meðvitað að spyrja engra spurninga og í staðinn er fólk gjarnan látið tala of lengi.

Kristmann Guðmundsson segir frá þessu atviki í einni Ísoldarbókinni sinni.

Á pósthúsinu í Hveragerði voru nokkrir  menn samankomnir og biðu eftir afgreiðslu. Af einhverjum ástæðum barst  í tal vísa um Bertel nokkurn sem stundaði einhverju sinni nám í Kaupmannahöfn og þótti stertimenni mikið. Einkum var það bragarhátturinn sem mönnum þótti merkilegur. Vísan er svona:

Getur ekkert gert vel

gengur þó með sperrt stél

Bertél.

Skyndilega víkur Jóhannes úr Kötlum sér að Kristmanni Guðmundssyni og segir:

Lít ég einn er list kann.

Löngum hafa þær kysst hann.

Kristmann.

Kristmann svaraði að bragði og ég man vel að Kristmann sagði í ævisögu sinni að sennilega hafi hann aldrei verið jafnfljótur að svara fyrir sig í bundnu máli:

Fleiri þó við ötlum

að farið hafi úr pjötlum

í Kötlum.

Ég man vel eftir mörgum listamönnum sem áttu heima í Hveragerði þegar ég var að alast þar upp. Jóhannes úr Kötlum bjó þar og sat stundum yfir í prófum við skólann. Kristmann Guðmundsson átti nafntogaðan garð við Frumskógagötu og hafði verið giftur sjö sinnum að því er sagnir hermdu. Kristján frá Djúpalæk vann oft við húsamálun og Kristinn Péturssona málari var þarna líka. Höskuld Björnsson teiknara þekkti ég, en man þó betur eftir syni hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband