126. blogg

Ţađ er ţetta međ íslensku krónuna og vextina.

Stýrivextir Seđlabankans hćkka og hćkka. Eftir ţví sem Davíđ segir er ţađ gert til ţess ađ verđbólgan minnki. Hún minnkar samt ekkert. Ef verđbólgan minnkađi allt í einu mundu stýrivextirnir kannski fara smám saman ađ lćkka. En ef ţađ gerđist ţá mundu jöklabréfin svokölluđu eflaust öllsömul verđa seld í flýti og ţar međ gćti gengi krónunnar falliđ einhver ósköp á nokkrum klukkutímum. Sennilega er ţví best allra hluta vegna ađ stýrivextirnir haldi bara áfram ađ hćkka og hćkka. Ţegar ţeir verđa komnir yfir 100 prósent verđa allir hvort eđ er fyrir löngu hćttir ađ taka mark á ruglinu í Dabba og halda bara áfram ađ kaupa í matinn fyrir sínar evrur.

Ţetta er nú dálítiđ nöturleg framtíđarspá.

Ég spái ţví líka ađ ţegar Ólafur Bölvar og Ragnar Grímsson hćttir sem forseti ţá fái hann sćmilega feitt embćtti hjá Sameinuđu Ţjóđunum, NATO eđa Parliamentarians for Global Action. Sumum finnst sú spá áreiđanlega ennţá nöturlegri en sú fyrri. Svo ţarf ţó ekki ađ vera. Óli grís er alls ekki vitlaus og svo talar hann fína ensku.

Fyrir nokkrum árum var ţessi vísa ort:

Úti í snjónum flokkur frýs

fána sviptur rauđum.

Ólafur Ragnar Grímsson grís

gekk af honum dauđum.

Asskoti er hann Jafet alltaf skynsamlegur ţegar hann talar um fjármál og ţess háttar vitleysu. Ţađ liggur viđ ađ mađur trúi honum. Aftur á móti trúi ég aldrei Ingva Hrafni hvađ sem hann öskrar hátt og hve stórt sem hann tekur upp í sig. Ţeir Jafet og hann eru samt nokkuđ góđir saman. Svona nćstum ţví eins góđir og Sigurđur G. Tómasson og Guđmundur meiraprófsbílstjóri ţegar ţeir leiđa saman hesta sína á Sögunni á föstudagsmorgnum.

Ţeir fóstbrćđur hafa gaman af ađ tala illa um fólk og hlćja stundum ógeđslega ţegar ţeir eru sem kvikindislegastir. Annars eru ţeir óneitanlega skemmtilegir saman og Sigurđur G. Tómasson er indćlis útvarpsmađur og ţađ er sérlega gaman ađ hlusta á hann ţegar hann les úr ritum afa síns.

Ţađ er ekkert undarlegt ţó ţeir Guđmundur og Sigurđur séu álitnir Rússlands-sérfrćđingar fyrir ţađ eitt ađ lesa uppúr dagblöđum ţađan ađ austan. Ţegar skođuđ er heimsmynd hérlendra fjölmiđlamanna gćti virst sem viđ vćrum ein af smáeyjunum viđ Englandsstrendur. Ţó undir talsverđum áhrifum frá Sámi frćnda.

Og nú fer Alţingi ađ koma saman. Ţá rifjast upp fyrir manni hverjir duttu útaf ţingi í vor og hvađa nýjir ţingmenn bćtast nú í hópinn. Ég mun án efa fylgjast best međ frćnda mínum Bjarna Harđarsyni ţó hann sé framsóknarmađur. Ég er víst skráđur framsóknarmađur líka eftir ađ ég hjálpađi Bjarna í baráttunni viđ Vetnis-Hjálmar í prófkjörinu í vor. Ég fć alltaf öđru hvoru tilkynningar í tölvupósti um framsókanrvist, fjallgöngur og ţess háttar frá Framsóknarfélagi Kópavogs. En skítt međ ţađ, ég hef nú átt viđ erfiđari vágesti ađ fást um ćvina en ţađ.

Sennilega mćtti kalla ţetta vitleysisblogg, en svona gćti ég látiđ dćluna ganga endalaust og ţá mundi Lára Hanna varla kalla bloggiđ mitt greindarlegt. Spurning er hversu jákvćtt ţađ er ađ vera greindarlegur. Eflaust betra en ađ vera heimskulegur. Best vćri náttúrlega ađ vera töff.

Anna var ađ ráđleggja mér í kommenti ađ lesa einhverja bók eftir Ţorgrím Ţráinsson. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég hef aldrei lesiđ neitt eftir ţann ágćta höfund. Ţorgrímur bloggar reglulega á eyjunni. (thorgrimur.eyjan.is) Hingađ til hefur Ţorgrímur veriđ í "tár, bros og takkaskór" skúffunni hjá mér, auk ţess sem ég hef heldur haft horn í síđu hans vegna antitóbaks trúbođsins.

Einu sinni sá ég lista sem unninn var uppúr einhverri könnun međal skólafólks. Á ţessum lista voru hundrađ merkustu bćkur sem samdar höfđu veriđ á 20. öldinni. Međal tíu efstu bókanna á ţessum lista voru tvćr eđa ţrjár eftir Ţorgrím Ţráinsson. Ţađ ţótti mér furđulegt, en ţađ bendir ţó ótvírćtt til ţess ađ einhverjir kunni ađ meta hann, ţó ég geri ţađ ekki.

Kannski ćtti ég ađ endurskođa álit mitt á honum og fara ađ lesa hann. Ţađ er eiginlega helvíti hart ađ fordćma höfund án ţess ađ hafa lesiđ nokkuđ eftir hann.

Nýjasta innlegg Sigurđar Hreiđars (auto.blog.is) bloggvinar míns sem hann nefnir "Ómar ađ handan" er einhver fyndnasta bloggfćrsla sem ég hef lesiđ. Ég ráđlegg öllum ađ kíkja á hana.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband