18.9.2007 | 14:53
118. blogg
Mér finnst best að blogga bara þegar ég nenni og þegar ég er í vinnunni nenni ég frekar. Þegar ég er ekki í vinnunni er í rauninni miklu meira að gera. Skrítið, en svona er þetta.
Sendum pakka af stað til Bjarna Bahamafara í gær. Fórum svo og keyptum eitt stykki uppþvottavél. Nú er bara að fjarlægja gömlu drusluna og tengja þá nýju. Ætli Benni sjái ekki um það. Lífur af nýslátruðu freistar.
Já og ég eignaðist tvo nýja bloggvini í gær. Tvær vaskar konur af Snæfellsnesinu. Gíslínu í Dal og Kristjönu, ja ég reikna með að hún sé frá Stakkhamri, eða Úlpubergi eins og það hét hjá mér einhvern tíma þegar ég var að búa til bæjanafnaþraut. Man eftir fáeinum slíkum nöfnum:
Strákatalfæri
Efri Stofur
Lúxustangi
Ránfuglsnes
Akranesharpan er að atast í Bjarna Harðarsyni vegna kindanna hundrað og eitthvað sem drukknuðu um daginn. Ég trúi Bjarna alveg með það að erfitt sé að ráða við þetta. Þegar ein kind ákveður að gera einhverja vitleysu er eins víst að fjöldi annarra elti hana í ófæruna.
Ef það er dyrplageri að smala fé þá er það ekki síður dyrplageri í mínum huga að veiða fisk bara til að sleppa honum aftur. Þannig skilst mér að laxveiðimenn hagi sér og þyki fínt. Sömuleiðis þykir mjög fínt að elta litlar kúlur út um víðan völl og kalla það útivist. Það skaðar þó engan, en gríðarlegt pláss þarf undir þetta og jafnvel er ætlast til að ríkið taki þátt í kostnaði við það.
Fiskar finna ekki til af því þeir eru með kalt blóð segja veiðimenn eflaust en ég veit ekki hvernig þeir vita það. Mér finnst að fiskarnir ættu að njóta vafans.
Guðni fann fyrir skemmstu allmargar milljónir króna og ákvað að réttast væri að reisa reiðhallir út um allt fyrir þær. Það finnst mér illa farið með peninga. Vel hefði mátt nýta þá í eitthvað skynsamlegra.
Við mennirnir höfum ákveðið að við séum æðsta dýrategund jarðarinnar. Mér finnst að með því höfum við axlað þá skyldu að kvelja ekki eða drepa dýr að óþörfu. Grænmetisætur mundu eflaust telja óþarfa að drepa nokkurt spendýr. Slíkt er þó umdeilanlegt. Afar léleg orkunýting er samt að rækta fyrst gras og láta svo grasbíta gera það að fæðu sem okkur þóknast að éta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Grænlendingar setja handlegginn ofaní vatni og láta hann verða jafnheitan því, svo taka þeir utanum sporðinn á laxinum. Ef tekið er utan um sporðinn með 30°C heitri hönd skynjar fiskurinn það eins og við skynjum bruna.
Gestur Gunnarsson , 18.9.2007 kl. 16:56
Úlpuberg ! Þú þarft að þýða hin bæjarnöfnin.... Arnarnes, þykist ég vita....en svo er ég mát.
Anna Einarsdóttir, 18.9.2007 kl. 17:24
Það sem ég var með í huga var:
Strákatalfæri = Sveinatunga
Efri Stofur = Loftsalir
Lúxustangi = Munaðarnes
Ránfuglanes = Haukatunga
Sæmundur Bjarnason, 19.9.2007 kl. 14:31
Nú er ég farin að skilja Úlpuberg, þetta olli mér smá vangaveltum, en þessi var bara nokkuð góður. Hélt kannski að við systurnar hefðum alltaf verið í svo ljótum úlpum þegar við komum í búiðna
Kristjana Bjarnadóttir, 19.9.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.