104. blogg

(framhald)

Síđasta blogg mitt var um kjör Vigdísar Finnbogadóttur áriđ 1980. Skal nú fram haldiđ ţví karlagrobbi.

Síđasta bloggi lauk međ frćgri rćđu minni í Borgarnesi. Hún var semsagt ekki lengri en ţetta. Ţegar henni lauk kvađ viđ kröftugt lófatak og ţó ég segi sjálfur frá ţá held ég bara ađ mitt ávarp hafi veriđ ţađ besta sem ţarna var flutt.

Ástćđan fyrir ţví ađ ég gat birt rćđuna orđrétta hér var sú ađ nokkrum dögum eftir fundinn var komiđ ađ máli viđ mig og ég beđinn ađ leyfa birtingu rćđunnar í Morgunblađinu. Ég samţykkti ţađ og ţar var hún svo birt ţann 26. júní. Ađ vísu sem innsend grein og engin grein gerđ fyrir ţví ađ ţarna var um ávarp ađ rćđa. Blađagreinar og rćđur eru ekki alveg ţađ sama en kannski stendur ţetta alveg undir ţví ađ vera kallađ blađagrein.

Eins og flestir vita ţá er hćgt ađ skođa mikinn fjölda tímarita á íslensku, fćreysku og grćnlensku međ ţvi ađ fara á timarit.is. Ţessi vefsíđa er mjög góđ og nánast furđulegt hve sćmilega hnitmiđuđ leit tekur stuttan tíma. Auk ţess er líka oft fróđlegt ađ blađa í blöđum og tímaritum. Síđast ţegar ég vissi voru samt flest tímaritin ţarna nokkuđ gömul. Ţó ekki öll, ég man t.d. ekki betur en Lesbók Morgunblađsins sé ţarna eins og hún leggur sig fram til 2000 a.m.k. Svo er vel líklegt ađ smátt og smátt bćtist efni viđ.

Ţegar ég fer ađ íhuga máliđ betur sýnist mér ađ rćđuhandritinu hafi eitthvađ veriđ breytt. T.d. er útilokađ ađ lokasetningin hafi veriđ nákvćmlega svona hjá mér á fundinum en ađ segja á sunnudaginn kemur getur vel hafa veriđ rétt ţegar hún birtist í Morgunblađinu 26. júní.

Seinna frétti ég ađ eftir fundinn hafi stađiđ til ađ bjóđa öllum sem ávörp fluttu til einhvers konar samsćtis međ Vigdísi. Ég fannst ţá ekki enda hafđi ég fariđ í afmćlisveislu strax og fundinum lauk. Sú afmćlisveisla var á frumlegum stađ eđa í gangamannakofa (sem var nú reyndar alls enginn kofi) í Hítardal. Sem betur fer var hćgt ađ komast ţangađ alla leiđ á bílum.

Ekki man ég mikiđ eftir ţessari afmćlisveislu sem mig minnir ađ vćri haldin vegna afmćlis Ingólfs á Flesjustöđum eđa hugsanlega Jóns bróđur hans í Mýrdal. Áreiđanlega var drukkiđ eitthvađ af brennivíni ţarna og ég man ađ Sveinn Kristinsson frá Dröngum, sem ţá var ađ ég held skólastjóri í Laugagerđi var ţarna.

Mér er vera Sveins ţarna minnisstćđ vegna ţess ađ viđ minntumst eitthvađ á vćntanlegt forsetakjör og ég man ekki betur en Sveinn hafi veriđ stuđningsmađur Vigdísar. Annar hvor okkar tók svona til orđa man ég mjög greinilega. „Heldurđu ađ stelpan hafi ţetta ekki?" Hinn tók ađ sjálfsögđu undir ţetta. Ţarna var karlremban semsagt óforvarendis komin uppá yfirborđiđ.

Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ daginn eftir Vigdísarfundinn sem 17. júní var haldinn hátíđlegur međ hefđbundnum hćtti í Skallagrímsgarđinum í Borgarnesi. Međan á skemmtiatriđum stóđ í garđinum varđ Halldór E. Sigurđsson fyrrverandi ráđherra á vegi mínum. Hann var ţarna á ferđ ásamt einhverju fólki sem ég man ekki eftir ađ hafa ţekkt. Hann heilsađi mér og sagđi eitthvađ á ţessa leiđ: „Mér er sagt ađ ţú hafi messađ vel á fundinum í gćrkvöldi." Ekki man ég eftir ađ ég hafi getađ svarađ ţessu af nokkru viti, en mig minnir ađ Halldór hafi veriđ einn af fáum stjórnmálamönnum sem var eindreginn stuđnigsmađur Vigdísar í forsetakjörinu.

Ađ lokinni skemmtuninni í Skallagrímsgarđi var haldiđ á Íţróttavöllinn sem ţá var austan viđ Borgarbrautina á móti Esso-stöđinni og viđ hliđina á húsinu sem einu sinni var prentsmiđja og síđan eitthvađ annađ og vel getur veriđ ađ sé ekki lengur uppistandandi.

Ekki man ég vel eftir nema einu af ţeim skemmtiatriđum sem fram fóru á íţróttavellinum. Ţađ var ađ fulltrúar allra ţeirra sem í frambođi voru í forsetakjörinu tóku ţátt í vítaspyrnukeppni. Ţar var ég fulltrúi Vigdísar og ég man bara eftir einum öđrum af ţátttakendunum. Ţađ var Guđjón Yngvi Stefánsson framkvćmdastjóri Sambands Sveitarfélaga á Vesturlandi, hann var fulltrúi Péturs Thorsteinssonar. Guđjón ţekkti ég síđan ég var ađ alast upp í Hveragerđi. Hann er sonur Stefáns hreppstjóra sem ţar bjó örskammt frá Bláfelli. Guđjón er nokkrum árum eldri en ég og ég ţekkti flesta eđa alla brćđur hans og sá yngsti ţeirra var bekkjarbróđir minn.

Ekki man ég nákvćmlega hvernig vítaspyrnukeppnin fór fram en ég man vel ađ ég sigrađi glćsilega í henni. Gćtti mín bara á ţví ađ skjóta nokkuđ fast og ađ hitta á markiđ, en ţađ tókst ekki öllum. Guđjón var reyndar miklu betri knattspyrnumađur en ég. Var á sínum tíma sjálfsagđur í úrvalsliđ Hveragerđis og mikill markaskorari. Var samt aldrei mjög góđur skallamađur, en markheppinn međ afbrigđum. Mig minnir ađ á unglingsárum hafi heyrnarleysi hrjáđ Guđjón og hann hafi gengist undir uppskurđi á höfđi útaf ţví og ađ ţađ hve erfitt hann átti uppdráttar sem skallamađur í knattspyrnu hafi tengst ţví.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband