103. blogg

Fyrir forsetakjöriđ áriđ 1980 héldu stuđningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur í Borgarfirđi fund í samkomuhúsinu í Borgarnesi.

Anna Ólafsdóttir kom ađ máli viđ mig nokkru fyrir fundinn og spurđi mig hvort ég vćri fáanlegur til ađ flytja ávarp á fundinum fyrir hönd Borgnesinga. Auđvitađ gat ég ekki neitađ ţví.

Mér var nokkur ráđgáta hvers vegna ég varđ fyrir valinu hjá stuđningsmannahópnum til ađ flytja ávarp fyrir hönd Borgnesinga. Ég var alls ekki yfirlýstur stuđningsmađur Vigdísar og hafđi ekki tekiđ neinn ţátt í undirbúningi fundarins. Ég átti satt ađ segja alls ekki von á ţessu. Ţegar ég spurđi Önnu um ţetta sagđi hún ađ ţađ vćri vegna rćđu sem ég hefđi flutt á 1. maí hátíđ í bćnum fyrir nokkru.

Ţegar viđ fluttum til Borgarness áriđ 1978 var ég fljótlega kosinn formađur Verzlunarmannafélags Borgarness og ţegar kom ađ ţví ađ skipuleggja dagskrá 1. maí hátíđahalda stéttarfélaganna áriđ eftir lenti ég í ţví samkvćmt einhverri útilokunarađferđ ađ halda ađalrćđuna á hátíđinni.

Ég man nú ekki eftir ţessari rćđu í smáatriđum en í henni minntist ég á ađ ţađ vćri verkalýđshreyfingunni og öllum verkalýđsfélögum í landinu til stórskammar ađ hafa ekki fyrir löngu komiđ á launajafnrétti karla og kvenna. Ţađ vćri alls ekki nóg ađ lög vćru til um slíkt, ef allir vissu ađ skipulega vćri fariđ í kringum ţau lög.

Hófst svo fundurinn. Ţađ er ađ segja frambođsfundurinn.

Ávörp fluttu fulltrúar hreppa úr Borgarfirđinum og flutti ég ávarp fyrir hönd Borgnesinga. Ţađ var svona: (Já, ég kann ađ leita á timarit.is)

 

Í ţriđja sinn göngum viđ nú til forsetakjörs og kjósum nýjan forseta lýđveldisins. Ţó forseti Íslands sé í raun nćr valdalaus skiptir miklu máli hver til starfsins velst.

Í kosningunum nú er brotiđ blađ ţar sem einn frambjóđendanna er kona. Ţetta tćkifćri eigum viđ Íslendingar ekki ađ láta ónotađ, en sýna í verki jafnréttishugsjón okkar og stíga međ ţví stórt skref í áttina ađ réttlátara ţjóđfélagi.

Mannkostir Vigdísar Finnbogadóttur gera valiđ líka auđvelt, ţví ţeir eru slíkir ađ jafnvel hörđustu andstćđingar hennar draga ekki í efa ađ hún standi hinum frambjóđendunum a.m.k. jafnfćtis.

Ţví heyrist mjög á lofti haldiđ í ţessari kosningabaráttu ađ óheppilegt sé ađ einhleypingur sitji á forsetastóli. Vitaskuld er ţetta hin mesta fásinna.

Mörg dćmi eru í sögunni um makalausa ţjóđhöfđingja og engin dćmi ţekki ég um ađ ţjóđhöfđingjar ţurfi ađ leggja niđur völd, missi ţeir maka sinn eđa skilji viđ hann. Einnig er ţađ réttlćtismál ađ fólki sé ekki útskúfađ fyrir ţađ eitt ađ kjósa ađ vera ógift.

"Stjórnarfarslegt reynsluleysi" er glósa sem reynt er ađ nota til ađ koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrir 12 árum hafnađi ţjóđin ţví međ öllu ađ slíkt vćri ljóđur á ráđi forsetaframbjóđanda.

Vigdís Finnbogadóttir minntist á skák og stöđu drottningarinnar á skákborđinu í útvarpsávarpi sínu 15. júní. Í 14 alda sögu skáklistarinnar hefur stađa drottningarinnar ekki ávallt veriđ sú sem hún er í dag Áđur fyrr var hún veikasti mađurinn ađ peđunum einum undanskildum. En ţađ eru meira en 500 ár síđan hún fékk sína núverandi stöđu sem sterkasti mađurinn á borđinu.

Er ekki löngu kominn tími til ađ konur fái sinn réttláta sess á skákborđi lífsins?

Ef viđ líkjum jafnréttisbaráttu kvenna viđ stöđu á skákborđi, sjáum viđ strax ađ kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embćtti forseta Íslands er sterkur leikur.

Undanfarna áratugi hefur mikiđ áunnist í jafnréttisbaráttunni og konur hafa aldrei stađiđ nćr ţví en nú ađ jafna tafliđ. Ţess vegna má líkja ţví viđ hinn versta fingurbrjót í skák ef viđ nú berum ekki gćfu til ađ nýta ţetta einstćđa tćkifćri til ađ bćta stöđu kvenna.

Gćtum ţess ţví í kosningunum á sunnudaginn kemur ađ leika ekki af okkur drottningunni.

(framhald seinna)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband