16.7.2007 | 23:44
76. blogg
Annars var ég klukkaður um daginn, en eftir ítarlega umhugsun hef ég áhveðið að taka ekki mark á því og láta sem óklukkaður sé.
Á föstudaginn í síðustu viku fórum við Áslaug til Hveragerðis og þar heimsóttum við Ingibjörgu og Hörð og líka Lísu og Bjössa.
Ég veit svosem ekki hvers vegna ég er að þessu bloggi. Mest af því sem ég heyri frá öðrum um þetta er fremur neikvætt. Margir þykjast of fínir til að skrifa blogg, eða eiga kannski ekki gott með að tjá sig með þessum hætti. En mér er fjandans sama. Ég skrifa um það sem mér sýnist, ekki til þess að geðjast einhverjum öðrum.
Eiginlega hef ég bara oft á tíðum gaman af að tjá mig með orðum á blaði. Sjá hlutina svart á hvítu eins og sagt var hérna áður og fyrr. Sumir bloggarar hafa einmitt snúið þessu við og láta stafina vera hvíta á svörtum grunni. Fyrir utan hvað mér finnst slíkt ljótt, þá er líka miklu verra að lesa slíkt letur og yfirleitt læt ég það vera að lesa slík blogg og heimsæki þau ekki oftar en einu sinni, nema óvart sé.
Vignir kláraði að leggja parkett á íbúðina hjá Benna í gærkvöldi eftir að hafa unnið við það um helgina. Benni setti hendina í sög sem notuð var til að taka neðan af hurðakörmum svo koma mætti parkettinu undir. Hann meiddist illa á einum fingri og þurfti að fara á slysvarðstofuna. Líklega hefur þetta þó ekki alvarleg eftirköst.
Bjarni er búinn að koma bókahillu einni mikilli og slatta af bókum til okkar í Kópavoginum og nú ætti að vera nóg að lesa á næstunni. Slatta af skákbókum og skákblöðum gaf hann Taflfélaginu. Hann er nú sem óðast að búa sig undir flutninginn til Bahama.
Veðrið heldur áfram að vera einstaklega gott eins og verið hefur undanfarnar vikur. Sólskin og blíða uppá hvern einasta dag.
Sigurður Þór Guðjónsson er nú kominn aftur úr ítarlegu sumarfríi og farinn að blogga. Mest um veður og þ.h. sýnist mér, en vonandi eitthvað fleira með tíð og tíma.
Harpa Hreins er líka farin að sýna lífsmark eftir að ekkert hafði heyrst frá henni síðan í síðasta mánuði.
Það fór eins og mig grunaði að allt fór upp í loft á skákhorninu og Snorri fór í fýlu og hætti að mestu að skrifa um Luxemborgarmótið. Áreiðanlega meðal annars vegna þess að honum fór að ganga hálfilla. Torfi og Sævar reyndu líka að pirra hann eins og þeir gátu. Það er alveg óhætt fyrir mig að skrifa um þessa skákmenn hérna því þeir munu áreiðanlega ekki lesa þetta. Annars væru þeir vísir til að ráðast á mig með látum.
Ingibjörg lánaði mér bók frá Sögufélagi Árnessýslu þar sem meðal annars er frásögn af engjaheyskap í Ölfusforum um miðja síðustu öld. Það er Tommi frá Þóroddsstöðum sem lengi var í lögreglunni á Selfossi sem skrifar þessa frásögn, sem er áhugaverð og merkileg að mörgu leyti.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.