3207 - Um eldvirkni og fótbolta

Nú er ég búinn að blogga sex daga í röð, svo kannski er þetta að koma hjá mér. Þ.e.a.s. fingrasetningin.

Bjössi bróðir hringdi í mig í gær. Hann er að hugsa um að endurvekja súpuhittinginn hjá okkur systkinunum. Hafdís var búin að tala um að bjóða okkur hjónum í mat um páskana svo ég gat ekki almennilega ákveðið að fara. Bjöggi kemst nú varla eftir veðurfréttum að dæma. Auk þess sem mér skilst að mikið sé um að vera á Ísafirði núna.

Hringdi í Bjössa í dag og boðaði komu okkar.

Mikið er að gerast í fréttum um þessar mundir. Ekki er þó allt sem sýnist í því efni. T.d. er alls ekki víst að Ísraelsmenn séu eins vondir upp til hópa eins og margir vilja vera láta. Að Íslendingar skuli þurfa að spila fótbolta við þá á þessum tíma er óhepplegt, en ekkert meira. Að þeir skuli með því að sigra þá fá rétt til að leika knattspyrnu við Ukrainumenn er dæmi um sjaldgæfa tilviljun.

Líka mætti skrifa langhund um eldvirkni á Reykjanesi, en því nenni ég ennþá síður.

IMG 3435Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband