3205 - Ýmislegt

Kannski er mér að fara fram í fingrasetningunni. Hver veit? Eiginlega er þetta ígildi punkts og þessvegna ætti að koma sjálfkrafa stór stafur hér. Wordið er nefnilega stillt þannig. Nú er ég númer 28 á vinsældalistanum hér á Moggablogginu og ætla jafnvel hærra.

Veit ekki hvar ég enda. Allir hérna á Moggablogginu eru sagðir „smáskrítnir“ eða sannfærðir ofuríhaldsmenn. Sennilega var það fésbókar-isti sem sagði þetta.

Af hverju bilið milli lína er ítarlegra ef á nýrri málsgrein er byrjað veit ég ekki.

Heimilislæknirinn minn hringdi áðan og ég er að bíða eftir að hann hringi aftur. Hugsanlega gerir hann það ekki.

Sennilega klára ég ekki þetta innlegg fyrr en í kvöld, en það er allt í lagi. Mér er greilega að fara fram í blogginu og er það vel. Ég er strax farinn að hugsa um fyrirsögnina á þessu. Hver veit hvort þetta verður lengra. Verst að þetta er að mestu meiningarlaust hjá mér.

Spádómur um forsetaframboð Kartrínar Jakobsdóttur í fyllingu tímans hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef gert hann að mínum. Hún skilur flokkinn sinn að vísu eftir í skítnum, ef hún gerir þetta, en kannski er honum ekki viðbjargandi hvort sem er. Neikvæðni lokið. Hættur.

IMG 3364Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram gakk 

Guðlaug Hestnes 22.3.2024 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband