3173 - Þetta er mikill fréttadagur

Nú er ég kominn á stað með að blogga og ekki víst að ég hætti því í bráð.

Auðvitað er erfitt að skrifa án þess að minnast á Palestínu og Ísrael. Horfði á sjónvarpið ræða um þessi mál og einu er ég alveg sammála sem sagt var þar. Skilningur á þeim vandamálum sem þarna er um að ræða fæst meðal annars með því að kynna sér sögu þessara mála sem best. En hvar á að byrja?

Hvað mig snertir er eðlilegast að byrja nokkuð seint. Ekki held ég að skili miklu að byrja á biblíutímum. Hægt er að byrja þar sem Rabin og Arafat voru hálfpartinn neyddir til að skrifa undir friðarsamkomulag. Rabin var fljótæega myrtur og Arafat hugsanlega lika. Þar hefði raunverulegt friðarferli getað hafist.

Enginn græðir á þeim ósköpum sem nú eru hafin og fleiri þjóðir gætu hugsanlega blandast í málin á næstunni. Enginn veit hvernig mál þróast. En ískyggilegt er þetta vissulega.

Og svo er Bjarni hættur. Hugsanlega er rétt að þetta sé bara plott hjá Bjarna og Katrínu. Með þessu móti er samstarfinu hugsanlega borgið í bili. Bjarni fjarstýrir hugsanlega fjármálunum og hugsanlega var Svandís með í plottinu.

 

IMG 3736Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband