3171 - Það var eins og við manninn mælt

Ég hoppaði semsagt úr 101 í 46, í vinsældum við það eitt að blogga einu sinni. Já ég skoðaði vinsældalistann núna áðan til þess að komast að þessu.

Nú er bara að halda áfram. Ég hef frá mörgu að segja. Athugasemdirnar mættu samt vera fleiri.

Ekki var það mér að kenna að endurkomu mína á þessar bloggslóðir bar uppá sama tíma og nýjustu hernaðaðgerðir í Ísrael. Nú verð ég bara að passa að minnast varlega á alheimsstjórnmál hér á næstunni. Nóg er nú samt til að minnast á.

Sennilega er farsælla að hafa bloggin stutt en löng. Ég ætla a.m.k. að hafa þetta stutt. Hvers vegna ætti ég að hafa þetta langt þegar engin vissa er fyrir því að þetta verði lesið. Ef ég held áfram að hækka svona hratt á vinsældalistanum getur vel verið samt að ég lengi bloggin svolítið.

 Nóg er um að skrifa. Jafnvel þó ég forðist eins og heitan eldinn að minnast á stríðið í mið-austurlöndum. Ukrainustríðið fellur í skuggann næstu daga a.m.k. Blaðamannahópurinn verður að færa sig eitthvað annað. Man enn eftir því að einum blaðamanninum eða tökumnninum, réttara sagt,  datt það snjallræði í hug, í einu Balkanstríðinu, að snúa sér við og mynda blaðamannahópinn.

Annars eru stríð hræðileg eins og allir vita.

IMG 3741

Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband