3169 - Ég er að hugsa um að byrja aftur

3169 –  Ég er að hugsa um að byrja aftur.

Nei, ég er ekki dauður þó ég hafi lítið eða ekkert skrifað að undanförnu. Samt er ég allsekki búinn að jafna mig í löppunum. Fyrst þegar ég leit á þær eftir að ég fór að jafna mig dálítið hélt ég að þetta væru vitlausar lappir, sem hefðu verið settar á mig, en eru ekki allar lappir óttalega vitlausar? Ég sá líka strax að þetta hlaut að vera mesta vitleysa.

Held að Moggabloggið hafi ekkert breyst að undanförnu. Er ekki alveg tilbúinn fyrir Fésbókina ennþá. Hef líka hunsað hana lengi. Sennilega verður fyrsta innleggið mitt hugleiðingar um hnatthlýnunina. Svo hef ég alltaf verið að hugsa um að skrifa um sálarlíf katta. Gallinn er samt sá að ég missti alveg sambandið við hana Doppu Dimmalimm þegar ég var veikur um áramótin. Það var held ég sá tími sem best hefði kannski verið að kynnast henni.

Um hnatthlýnunina má endalaust ræða. Sjálfur er ég líklega talinn efasemdarmaður í því tilliti. Mér finnst ekki hægt að mótmæla því að hiti fer hækkandi á jörðinni. Þeir sem hæst hafa um þau mál finnst mér oftast að tali eins og það sé margsannað mál að sú hnattlýnun sem mest er um rætt, sé alfarið og eingöngu mannkyninu að kenna. Svo er alls ekki. Samt er það engin afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Hlýnunin stafar af náttúrlegum orsökum ásamt því sem manninum er um að kenna. Hlutfallið þar á milli er vel hægt að rífast um. Hef ég ekki meira um þetta að segja, að sinni a.m.k.

Þetta er skrifað á föstdegi, næsta innlegg (ef af verður) verður skrifað á laugardegi.

Einhver mynd.IMG 3760


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband