3153 - Gamlar vísur og fleira

Trump ætlar sér að rísa upp aftur. Svo er að skilja að Murdoch sé samt að leita sér að einhverjum nýjum til að fást við Soros og Gates. Trump var kannski einum of óútreiknanlegur. Annars er það furðulegt að miklu fleiri Bandaríkjamenn segjast vera demókratar en repúblikanar. Óheftur kapítalismi er það sem Murdoch og fleiri hægrisinnar elska. Allt endar þetta með stríði. Segi samt sem minnst um Ukrainu-stríðið. 

Að sumu leyti er ágætt að vera gamall og úreltur. Þá getur maður sér til hugarhægðar rifjað upp gamlar vísur, eins og þessa:

Þar sem enginn þekkir mann
Þar er gott að vera.
Því að allan andskotann
Er þar hægt að gera.

Þetta er vísan sem er að bögglast fyrir fyrir mér akkúrat núna. og það minnir mig á aðra:

Biblían er sem böggla roð
Fyrir brjósti mínu.
Át ég hana alla í einu
Ekki kom að gagni neinu.

Þessi er líklega úr leikritinu um Skugga-Svein. Um hina veit ég ekki neitt. Gamall húsgangur, sennilega.                                                                                                                                                                                  Þetta er núsennilega orðið of langt til að nokkur nenni að lesa það. Svo best er að hætta.

IMG 3863Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi margt í Ameríku,
er nú fjandi skrítið,
þeir oft greiða þar í píku,
og þar er vitið lítið.

Þorsteinn Briem, 4.12.2022 kl. 10:20

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Álit Steina á Ameríku 
ekki er mikið núna.
Ekki bjóst ég nú við slíku
enda misst hef trúna.

Sæmundur Bjarnason, 5.12.2022 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband